Frækorn - 09.08.1907, Síða 6
242
FRÆKORN
Endurkoma Krists.
„Eg fer burt til að til-
búa yður stað, og þeg-
ar eg er burtfarinn og
hefi tilbúið yður stað,
þá rnun eg koma aftur
og taka yður til mín,
svo að þér séuð þar
sem eg er.“ Jóh. 14, 3.
Dýrðlegra efni finst ekki í guðs
orði. Opinberun Krists í dýrð og
veldi er sú sæluvon, sem hefir hald-
ið uppi og veitt kraft hinum stríð-
andi skara guðs barna á liðnum öld-
um. Að sjá konunginn í dýrð hans
hefir verið æðsta ösk þeirra, og til-
komudagur hans hefir með sér upp-
fyllingu allra hinna helgu fyrirheita—
það er frelsunardagurinn.
Ált stríð og mótlæti, sorg og þján-
ing, ótti og kvíði er þá á enda, eilíf-
lega horfið. Pá blikar kórónan í
hendi skaparans — endurgjaldið fyrir
stöðuglyndi í stríðinu og eftirfylgd
sannleikans, sigurkranz réttlætisins.
þann dag litu forfeðurnir í anda, um
hann skrifuðu spámennirnir á neyð-
arinnar tíma, hann veitti píslarvottun-
um kraft til að reynast »trúir tií dauða«, |
sá dagur hefir verið von og þrá krist-
inna manna á öllum tímum.
Dýrðlegi dagur, sem brátt mun upp-
renna, með allri sinni skelfilegu há-
tign
Af því sem guðs orð segir sjáum vér
að endurkoma Krists »er í nánd og
fyrir dyrum«; það, sem nú er eftir, er
að athuga sjálfan viðburðinn, eðli
hans og ásigkomulag, og hvað stend-
ur í sambandi við hann o. s. frv.
Áður en Kristur kemur,
koma hinar sjö síðustu plágur. í Op.
16. kap. er talað um hegningardóma,
sem koma munu yfir hina óguðlegu
innbúa jaróarinnar stuttu áður en hin-
ir réttlátu verða frelsaðir, eins og plág-
urnar komu yfir Egyptaland, áður en
ísrael varð frelsaður úr þrældóminum.
Hið mikla alheimsstríð verður eins og
einn þátturinn í þessum sjö sfðustu
plágum; þá mun Jesús Kristur sjálf-
ur koma tíl að stríða, og leiða stríð-
ið til lykta með endurkomu sinni.
Op. 19, 11.-18.
Fyrirheitin um endurkomu Krists.
Þegar lærisveinarnir voru hryggir
yfir því að eiga að skilja við meist-
ara sinn, huggaði hann þá ástúðlega
með fyrirheitinu um, að hann vildi
koma aftur. Jóh. 14, 1, —3. Burtför
hans var nauðsynleg; heilagur andi
átti að vera talsmaður hans hér á
jörðunni, og meðan hann var burtu,
ætlaði hann að tilbúa stað fyrir sína
trúu eftirfylgendur. Pegar alt væri
tilbúið, hin himneska Jerúsalem skrýdd
til brúðkaups, ætlaði hann að koma
aftur og taka þá til sín. »Hjörtu
yðar skelfist ekki, trúið á guð ogtrú-
ið á mig.«
Á sama hátt huggaði Páll líka söfn-
uðina, er hann minti þá á, að föður-
land þeirra var á himni »hvaðan vér
væntum frelsaransdrottins Jesú Krists.«
(Fil. 3, 20. 21.), sem einusinni var
fórnfærður til að burttaka margra synd-
ir, en í annað sinn mun hann birtast
án þess að vera syndafórn, öllum sem
hans væata til frelsunar. Hebr. 9, 28.
Hvernig mun tilkoma hans verða?
Svarið finnum véríPgb. 1,9.—11.,
Opinb. 1, 7.; Matt. 24, 30.-31.; Lúk.
9, 26. Pegar Jesús fór til himna, þá
nam ský hann í burtu frá augum
lærisveinanna. Englarnir sögðu, að
hann mundi koma aftur á samahátt,