Frækorn


Frækorn - 09.08.1907, Side 9

Frækorn - 09.08.1907, Side 9
FRÆKORN 245 Kvæðaflokkur eftir Þorstein Gíslason. Fyrri partur. I. Kór. Velkominn hilmir af hafi ! Hingað kom enginn kærari. Fólkið þér fagnar, Friðrekur kongur! Öll mælir þjóðin það einum róm: »Alvaldur blessi þinn konungdóm! Velkominn hilmir af hafi!« Löng skilur lönd leið. Yfir sund hönd tengist hönd. Heill stfg á grund Friðrekur áttundi! Velkominn ver! »Velkominn« hvervetna mætir þér hér. Velkominn hilmir af hafi! II. Sóló. Fjallkonan heilsar þér, fylkir hár, og fagnar nú komu þinni. Hún frægir í sögu sinni þann heiður, sem frá þér hún hlaut í ár, en hollvættir fluttu’ henni góðar spár um þjóðar og konungs kynni. Rú, konungur, lifir í minni! Hún þakkar þá kveðju’ er hún fékk þér frá, vor fylkir, er hófst þú til valda. Rað vill hún með vináttu gjalda, að jafnskjótt og hástólinn hófst þú á, þú horfðir með vinarhug norður um sjá, þótt fjarri’ hennar jökulfalda feldi hin skjálfandi alda. Hún veit þaðogfinnur: hér vantar margt af viðhöfn konunga-sala. En frítt er til fjalla-dala. Vort sumar er stutt, en blátt og bjart, og björgin og dalirnir eiga skart, og fossa, er fagurt tala og framtíðarvonir ala. Og meðan þú dvelur, vor hilmir, hér, er hátíð um sæ og strindi. Vér óskum alt leiki’ í lyndi; | vor biáasti himinn heilsi þér j og hlíðarnar brosi tnóti þér, með sól yfir svölum tindi, og sýni þér dalanna yndi. III. Recitativ. Það skilja svo breið og oft brimótt sund bjargtanga íslands frá Sjálands grund. En þó ei svo breið, að brú samt eigi úr bróðurhug yfir þau leggja megi. Og nútímans orðtak er: bræðrabönd bindi þjóðir og tengi lönd. Og hér mun auðvelt að hitta veginn, ef hönd er rétt fram til þess báðumegin. Með konungshug horfðir þú, hilmir, á það haf, sem skilur löndin þín að. F*á kvaddi þig til þess konungslundin, að kanna hin breiðu, úfnu sundin. Og sjálfur úr fylkingu fram gekst þú; við fólkið þú sagðir: hér reisist brú! En hörð er sú hvöt'fyrir viljann að verki, er veifað er framundan konungs-merki. Og svo mun verða: hér byggist brú af bræðrahugsun, sem mæltir þú. — Til heiðrandi minnis um hilmi vorn góða, j til hamingju’ og gagnsemi tveggja þjóða. IV. Sóló og kór. Dana gramur! heyr nú hljóma hátt það mál, er fyr um stála-

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.