Frækorn


Frækorn - 09.08.1907, Page 10

Frækorn - 09.08.1907, Page 10
246 FRÆKORN rimmur* gall í gylfa höllum, geir og rönd, á Norðurlöndum. Pá um harðar sennur sverða sungin mörg á þessa tungu drápan hefir á lofti lofi lengi haldið fornra þengla. Breytast tíðir, batna siðir, brandar fastir í skeiðum standa, sjálfur boðar fylkir fólki friðarjól frá konungsstóli. Rjúfast virki, ræktast merkur, rétt og lög fá allar stéttir, eignir tryggjast, borgir byggjast. Bragur lofar frið og saga. Lofar bragur, sanna sögur sættir: Fornrar konunga-ættar faðir og sonur sitja, báðir sjólar, á Gorms og Haralds stólum. Góð er ættar-gifta og kraftur. Göfgari þér, vor mildi jöfur, hilmir aldrei hlaut frá skáldi hróðrar lof í drápu ofið. Faðir þinn, vor fylkir prúði, fái lof, hinn giftu-hái, ættarfaðir hárra harra hálfrar vorðinn Norðurálfu. Heillir fylgi ætt þinni’ allri, öldum saman haldi’ hún völdum. Dánum þengli séu sungin sólarljóð af Snælands þjóðu. Friðrekr kongur! lof þitt lifir lengi’ á íslands hörpustrengjum. Nafn þitf skal í söngum sungið, sögu merkt og spökum lögum. Hreptu jöfra hæstu giftu, horski þengill. Ríktu lengi sæll með drotning sænskrar ættar. Sólarvaidur lengi’ ykkar aldurl Síðari partur. V. Kór. Hugur fer suður um sjá. Grundirnar fagrar og frjóvar, fríðir og laufgrænir skógar brosa þar Beltunum hjá. Inndælar eyjar og sund fallast með ástum í faðma, flóðaldan kyssir þar baðma. — Ljúft er í Danmerkur lund! Alt lýsir, bygðin og bær: mentun og menningar-dáðum, mannvitsins hyginda-ráðum. — Hagsæld frá landinu hlær. Kveðja fer suður um sjá. Heilsan frá háfjalla-tindum hvíslast að skógum af vindum. Kveðja t'er suður um sjá. VI. Duet. Norrænn kraftur nú sem fyrri votar keppi víkingsleiðir. Fram! því sól er fyrir stafni! Hugur ræður hálfum sigri. Nótt er liðin. Nýrra tíða hillir háland heimsmenningar. Fram! Til sigurs fornt er gefið Urðar orð ættum vorum. Látum djarfir löður rist til sólskinslanda sona vorra. Heilir frændur! Heilir vorrar bræðraþjóðar þingskörungar! Tryggjum frænda- tengsl og bindumst félagsskap á framsiglingu. Hulið fjarri í hafi tíða liggur landið Ijósra vona. Þangað allar þjóðir jarðar kljúfa sæ í kappsiglingu. Fram! það land er | fyrir stafni! j Hvetjum, frændur, hvorir aðra!

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.