Frækorn - 09.08.1907, Síða 11
FRÆKORN
247
VII
Kór.
Norræni sterki
stofninn ber greinar
fjórar, en einni
fæddar af rót.
Limar þótt greinist,
leiti mót sólu,
tengir þær sterki
stofninn í eitt.
Þrífist sá meiður!
Það er vor allra
framtsðar hugsun,
fylkis og lýðs.
Greinarnar lyftist,
grænar og friðar,
hátt móti bjartri
himinsins sól!
Frændur og vinir!
Framtíðin boðar
samvinnu þjóða,
sundrungu ei.
— Vígi þig vegsemd,
virðing og frægðum,
norræni ættstofn,
aldanna vald!
hinn helgi krossinn stóð,
En Drottinn sagði: »Dvíni blóð,
en dafni gullin öld!«
Pi fyrst hlaut ró vor forna þjóð
við frjáls og innlend völd.
En harðast dundi ragna-reið
— þá reiddust goð og menn!
er ofsinn byrði lagaleið
fyr’ lýð og kristni’ i senn.
þá snerist óðum gull í grjót,
í gróm hver hjartalind.
Því dauði er vís, ef Drotni mót
menn drýgja höfuðsynd.
Að Lögbergi.
Eftir Matth. Jochumsson.
Karlakór.
A nýrri þusund ára öld,
frá íslands Sínaí
þér, jöfur, heilsar hundraðföld
vor hjartans kveðja ný!
Hér talar Guð — ei tungan manns —
vér tökum skóföt af,
og þráum náð og þóknun hans,
er þennan stað oss gaf.
Hér stóð hinn forni fimbultýr
er fjallið rak upp hljóð,
og þrumdi »reiðra goða« gnýr
og geystist logaflóð.
En Drottinn stóð í hæstri hæð,
og helgan samdi frið.
A brott var ógn og blöskran skæð:
þá brosti þetta svið!
En aftur urðu goðin gröm
og gullu voðahljóð,
er hér, þars gnaefði heiðnin röm,
Kór.
»Og andinn kvaddi vor fornu flet
og frelsið í dauðans vanda.
í fjöllunun dundi hel og hret,
og hraun og jökull og bára grét:
»Nú hafnið þér Heilögum Anda!«
Nú sættast goðin. Gleymt sé fár,
og gleðjist þjóð vor öll,
því betri þúsund-þjóðar-ár
á bennan skína völl.
Rú fylkir kær, að föður sið
oss færir grið og sátt:
að goðagremi’ oss varir við,
þér veiti guð sinn mátt.
Kór.
Að Lögbergi helga lofum vær,
og lyftum í hæðir anda,
að hylla þig fylkir Friðrik kær!
og frelsinu þokast nær og nær,
með aðstoð hins Allsvaldanda!