Frækorn


Frækorn - 09.08.1907, Page 15

Frækorn - 09.08.1907, Page 15
FRÆKORN 251 Úr Fljótsdalshéraði er símað í síðastl. viku: Tíð ágæt, grasvöxtur orðinn alt að því í meðal- lagi. Heyskapur gengur vel. Alþing. Pinghlé var gefið að fundum lokn- um fyrra föstudag, vegna konungs- komunnar, og stendur það til 10. ágúst. Faraldur er kominn í blaðamennina engu síður en í prestana, að losna úr vist- inni. Einar Hjörleifsson lioppaði af fleytunni á nýári og Árnórsson nafni hans mun vera enn lausari í vistinni, og fer aftur að leggja sig eftirlögun- um. Launmál er það ekki, að ritstjóri Þjóðólfs lítur hýru auga til landsbóka- vörslunnar, og vitanlega þá án ann- ars atvinnureksturs. Ogloks vill öld- ungur íslenzkra blaðamanna, Jón Ölafs- son, taka sér hvíld eftir fjörutíu ára blaðastrit og setjast í helgan stein við íslenzka orðabók, og sækir um styrk til þess. Ekki enn kunnugt um fleiri, en segja má nú sem fyrrum, að »um- ræða sé á, að mjög leysist á brott hinir betri menn úr sveitinni.« Lögr. Kvennréttindi. Norska Stórþingið hefir samþykt lög um að veita atkvæðisrétt ógiftum konum, er greiddu skatt af 400 kr. tekjum eða meiru, og eins giftum kon- um, ef menn þeirra greiddu skatt af jafnmiklum tekjum. Félag gegn vesturheimsferðum hafa Svíar nýlega stofnað. Mark og mið þess á að vera að berjast gegn útflutningi fólks þaðan úr landi. Fé- lagið kallast »Nationalföreningen« mot emigrationen,* og hefir deildir um land alt. Tillag er að eins 1 króna á ári, og er það gert til þess, að allir geti verið með í þessu þarfa verki, hvað fátækir sem þeir eru. Væri ekki hægt að gera eitthvað líkt á íslandi? Ben. Cröndal skáld andaðist aðfaranótt 2. þ. m. Hann var á 81. aldursári síðan 6. nóv. 1906. Framhald af ferðamolum ritstjóra kemur í næsta tbl. Frækorn, Heimilisblrð með myndum kemur út í hverri vikn, kostar hér á landi 1 kr. 50 au., í Vesturheimi 60 cents. Borgist fyrir 1. okt. Úrsögn ógild nema komin sé til útg. fyrir fyrsta okt. og úr- segjandi Sé skuldlaus fyrir blaðið. Nýir kaupendur og útsölumenn gefi sig fram. Útg. geíur betri sölulaun en alment gjörist. D 0stlund, útg., R.vik.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.