Frækorn


Frækorn - 13.12.1907, Page 5

Frækorn - 13.12.1907, Page 5
FRÆKORN 385 ríki? 2. Kor. 5, 10. 11. Hvað þvingar menn til þess starfs? 14. vers. 7. Hvað mega þeir ekki gjöra með guðs orð? 2. Kor. 4, 2. Hvernig geta þeir mælt fram með sér fyrir hvers manns samvizku? 8. Hvern eiga þeir að predika, og hvern ekki? 2. Kor. 4, 5. Q. Frá hverjum öðlast þeir ljós og þekkingu? 6. vers. En í hverju bera þeir þenna fjársjóð? 10. Hvað bera þeir jafnan á líkama sínum, og hvers líf á að opinberast í honum? 10. 11. vers. 11. Hverju á guðs þjónn að treysta full- komlega, áður en hann talar? 13. vers. Getur hann talað með krafti án þess? 12. Hvað veitir honum uppörfum í starfi hans? 14. vers. 13. Fyrir hverja er öll þessi starfsemi fram- kvæmd? 15. vers. Hverjum til dýrðar nnin ávöxtur starfsins verða? 14. Hvernig á guðs þjónn að starfa? 16. vers. Hvaða endurnýjun skeður daglega hjá honum? Efes. 3, 17. 15. Hvernig lítur sannur drottius þjónn á þrengingarnar? 2. Kor. 4, 17. 16. Hvernig er þrenging vor hér í saman- burði við hið himneska og ósýnilega? 17. 18. vers. FRÉTTIR. Oscar konungur Svía lézt 8. þ. m. eftir langvinnan sjúkdóm. »Frækorn« fluttu grein um hann 13. ! sept. þ. á. ásamt mynd af honum. Vís- um vér hér til þess. Simskeyti frá R. B. Khöfn 5. des. kl. 3 sd. Dœmdir morðingjar. Morðmálinu í Monte Carlo lokið þann veg, að Vere Goold var dæmdur í æfi- langa hegningarhúsvist, en kona hans til lífláts. F*au höfðu myrt frú Levin rá Stokkhólmi af dönskum ættum. íslenzkt-fœreyskt hlutafélag. Stofnað hlutafélag með því nafni og hefir það tekið að sér fiskiútgerð Laurit- zens í Esbjerg og Balslevs í Kaupmanna- höfn. Það ætlar að færa út kvíarnar til fiskiveiða við ísland. Lauritzen er formaður í stjórn félagsins. Hlutaféð hálf millión. Khöfn 10. des. kl. 73/4 sd. Konungaskiftin i Svíþjóð. Oscar konungur verður jarðsettur á hálfs mánaðar fresti, fyrir jól. Gustaf konungsefni tók við ríki og nefnist Gustaf V. Nobelsverðlaunin. þeim var útbýtt í dag kl. 4 á privat- fundi í hátíðasal vísindafélagsins í Stokk- hólnii. Eðlisfræðisverðlaunin fékk prófessor A. Michelson í Chicago. Efnafræðis prófessor Edvard Buchner í Berlín. Lækn- isfræðis prófessor Laveran í París. Bók- menta Rudyard Kipling. Friðarverðlaunum (Nobels) útbýtt í dag í Kristjaníu þeim Ernsto Moneta, ít- ölskum manni, og prófessor Louis Re- nault í París -- skift milli þeirra. Ýmsar fréttir. Einar Hjörleifsson er kominn heim. Honum var vel tekið vestan hafs. Blaðamenskan. Ein hin helsta nýung í henni er sú, að blað stórstúku íslands skiftir um nafn og breytir fyrirkomulagi frá næsta nýári: verður alþýðlegra, skemtilegra og marg- breyttara, kemur út vikulega í mjög stóru upplagi. Verður samt með sama verði og »Templar« er nú (2 kr. um árið). Ritstjóri verður Pétur Zóphóníasson eins og verið hefir, og er hann að góðu kunnur sem ritstjóri. Hann er mjög vel

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.