Frækorn - 15.07.1908, Side 3

Frækorn - 15.07.1908, Side 3
f&ÆKOKN 62. Guðs lögmál er nauðsyn- légt. Orðskv. 6, 23. 63. Móses Jögmál er ófull- komiði Hebr. 7, 18. 64. Jesús hélt fram guðslög- máli bæði í lífi sínu og dauða; eins gjörðu postular hans. Jóh. 15, 10. Róm. 3, 25. 31; 8, 3. Jak. 2, 9 -12. 65. Af lögmálinu leiðir þekk- ing syndar, það er því nauð- synlegt og bendir oss til Krists. Róm. 3, 20.; 7, 7. 1. Jóh. 3. 4. 66. Sannkristinn maður elsk- ar guðs boðorð. 1. Jóh. 5, 2 3. Róm. 8, 3. 4.; 7, 22. 67. Lögmálið og gleðiboð- skapurinn styðja að því sama (fullkomnun mannsins); lögmál- ið sanniærir umsynd, gleðiboð- skapurinn kennir um frelsi frá syndinni. 68. Tilgangur gleðiboðskap- arins er: a) Að frelsa frá yfirtroðslu lög- málsins. Róm. 1,16.-17. Matt. 1, 21. Jóh. 3, 3.-7. b) Að fyrirgefa synd með viss- um skilyrðum. Ez. 33,11. Sak- 1, 4. Matt. 3, 2. 8. 9. Postg. 3, 19 1. Jóh. 1, 9. Efes. 2, 8. 9. Róm. 6, 22. c) Að skrifa lögmál guðs í hjartað. Jer. 31, 33. 34. 2. Kor. 3, 3. Ez. 11, 19. 20. Róm. 7, 22. Sálm. 1, 2.; 40, 8.9. Hebr. 8, 10. 1. Jóh. 5, 3. d.) Að gefa kraft til að sigra freistingar hins vonda. Róm. 1, 16. Jóh. 16, 8. Efes. 3,16. 20. Kol. 1, 11- hil. 2, 13.; 4, 13. Róm. 8, 13, 26. 69. Pví fer svo fjarri, að gleði- boðskapurinn nemi lögmálið úr gildi; hann heldur frain lögmál- inu og staðfestir það í hjörtum kristinna manna og sameinar það enn innilegar við eðli þeirra. 70. Jesús haíði guðs lögmál í sínu hjarta; hann kom til að gjöra það stórt og veglegt. Sálm. 40, 8. 9. Hebr. 10. 5.-9. Es. 42, 21. 71. Guðs lögmál er Ijós. F.ft- ir lögmálinu munum vér dæm- ast. Orðskv. 6,23. Jak 2, 8.— 11. 72. Spádómar biblíunnar tala um vald, sem mundi breyta guðs lögmáli. Dan. 7, 25. 2. Tess. 2, 3. 4. Op. 13, 1,-10. 73. Petta vald er páfadæmið, sem ásamt kirkjunni og verald- legu valdi hefir lögleitt sunnu- daginn sem hvíldardag í stað hvíldardags drottins. 74. Petta vald hefir gefið út sunnudagslög og sömuleiðis með hjálp veraldlegra laga of- sótt þá, sem ekki hafa vérið fús- ir til að fylgja slíkurn lögum. 75. Sunnudagurinn er þann- ig blátt áfram mannaboð, og guðsdýrkun vor er til einkis, ef vér fylgjutu þeirn lærdómum, sem eru manna boðorð. Matt. 15, 9. 76. Mótmælendum hefir mjög mikið yfirsést, með því að halda við sunnudagshelginni frá »móð- urkirkjunni«, og játning þeirra kemur mjög í mótsögn við sjálfa sig, þegar þeir segja: »Ritning- in, og ritningin ein« á að vera reglan fyrir lífi og breytni manna, en vanrækja og burtkasta þó hvíldardegi biblíunnar. 77. Biblían spáir um viðrétt- ing á hinum síðustu dögum í tilliti til hvíldardagsins, sem um marga mannsaldra hefir legið að velli og verið fótuni troðinn. Es. 58, 12.-14.; 56, 1.-6. ______________115 78. Pessa viðrétting hvíldar- dagsins er talað um í boðskap þriðja éngilsins (Op. 14, 9,—12þ þar sem guð aðvarar mjög al- varlega móti því að tilbiðja dýrið, þess líkneski eða láta merkja sig með fangamarki þess. 79. »Dýrið«, er hin kaþólska kirkja, páfavaldið. Jóh. lýsir starfi þess og eiginlegleikum í Op. 13, 1 -10. Úr formála martcins Ciítcr$ fyrir Danídsbók »í 7. kap. taka til þær sjónirnar og spádómarnir út af þeim eftirkóm- andi konungaríkjum, serdeilis út af rikinu Krists, hvers eins vegna all- eina allar þessar sjónir skeð hafa. Og er i fyrstu merkjaidi, að þau fjögur einvaldskonungaríkin, sem hann hér fyrri í 2. kap. sýndi í þeirri miklu líkneskju, þau hin sömu lítur hann hér í annarri mynd einkum fjögra dýra, helst vegna þess fjórða dýrsins, sem er þess rómverska ríkisin^, út af hverju hann seitina meir vill fleira segja, því að undir því sama rómverska ríki ættu að ské þeir allra stærstu tilburðir, sem eruþessir: hingaðkoman Krists,mann- kynsins sndurlausn og endir verald- arinnar«. »Pessar 70 vikur, sem engillinn fram setur, þá halda allir lærifeður með einu móti, að það séu ekki daga- tölu-vikur, heldur ára-vikur, það er, sérhver vika hefir 7 ár,en ekki 7 daga, svo sem raun gefur vitni um, því 70 daga vikureru ekki full tvö ár; slíkur tími er ekki svo sérlegur til slíkrar dýrðlegrar opinberunar. Nú eru 70 vikur 490 ár. Svo lengi skyldu nienn þá en vænta Krists, og að þeini tíma liðnum, þá skyldi hann uppbyrja sitt ríki.«

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.