Frækorn - 15.07.1908, Qupperneq 4

Frækorn - 15.07.1908, Qupperneq 4
FRÆKORN u?> Terdapistlar. i. Fað leit ekki vel út fyrir mér með ferðina til hástúkuþingsins. Eg þurfti að fara frá Liverpool á Engiandi þann ló. maí, en á áætlunum Thore og hins Sam- einaða var ekkert annað eða betra en Mjölnir, sem átti að fara frá Reykjavík 5. maí og átti að koma við í Leith þann 10. maí. Hefði Mjölnir fylgt áætlun, mundi eg hafa orðið að eyða 5 dögum í Leith að óþörfu. Eg »huggaði« mig við, að Mjölnir gamli yrði sjálfsagt svolítið á eftir áætlun, svo biðtíminn yrði fyrir þaó skemri en áætlunin gerði ráð fyrir. En sú huggun breyttist í stökustu vandræði, þegar Mjöln- ir var svo mjög á eftir tímanum, að hann var ékki farinn vestur þann 5. maí og mundi eftir öllum líkindum ekki vera farinn frá Reykjavík þann dag, þegar hann ætti að vera kominn til Leith. Að treysta gamla Mjölni reyndist ómögulegt, og hvað var annað að hugsa um? Aukaskipið Norröna, til versl- unarinnar Edinborg, lá til allrar hamingju á Reykjavíkur höfn um þetta leyti, og það mundi ferð- búið þann 7. Maí. Skipstjórinn, hr. Langeland, var svo elskulegur að lofa mér að vera með, cg þannig atvikaðist það, að eg þrátt fyrir alt samgönguleysi af hálfu hinna regluiegu gufuskipa- félaga lagði á stað frá Reykjavík að kveldi hins 7. maí. Ferðin til Skotlands tók viku. 14. Maí var eg kominn norðar- lega í Leith-fjörðinn til lítils bæar, sem Methill heitir. Ferðin þaðan til Leith tók 2 klukkutíma með járnbraut og eftir tveggja dægra dvöl í Leith og Edinborg, lagði eg ástað þaðan að kveldi hins 15. maí og kom til Liverpool að morgni hins 16. Sú nótt var hin óskemtilegasta nótt, sem eg hef átt áæfi minni. í Edinborg komu 3 Skotar inn í sama klefann, sem eg var í á eimlestinni, og var einn þeirra talsvert ölvaður, og gerði alt, sem hann gat, til þess að ónáða 'mig. Honum var ekki vel við útlendinga, að hann sagði, og þegar eg ekki var viljugur til þess að haida áfram samtalinu við hann um alt sem hann vildi, versnaði hann um allan helming, dró upp stóran sjálfskeiðing og kvaðst ætla að drepa mig. Báðir hinir Skotarnir tóku nú svari mínu og sögðu lionuni að hafa sig hægan. Ekki vildi hann samt láta að orðum þeirra, heldur hélt hótunum sínum áfram meira og minna í tvær klukku- stundir, þangað til vér neydd- umst til að kalla á lögregluþjón- inn, sém fylgdi eimlestinni, og setti hann manninn inn í varð- gæzlu-klefa, og gisti hann þar það, sem eftir varferðarinnar. Skipið, sem eg hafði ákveðið að taka mér far með, var Lusi- tania, eign Cunardlínunnar. Cu- nardlínan á mörg skip, heldur uppi ferðum milli Ameríku og Ítalíu og fleiri staða. Stærstu skip línunnar eru Lusitania og Mauretania, bæði eins að gerð og hvort um sig 32,500 smá- lestir. (Til samanburðar skal þess getið, að skipin, sem hið Sameinaða og Thorefélagið senda til íslands, eru milli 800 og 1200 smálestir að stærð). Lusitania er 790 feta löng. Vélarnar hafa 68,000 hesta öfl. Ætlast er til að skipið geti flutt alls 2,300 far- þega, 500 á fyrsta farrými, 500 á öðru og 800 á þriðja. Starf- smenn skipsins eru umQOO. Skipið er hið ágætasta í öllu tilliti, Rað er svo vel útbúið, að 2. farrými er jafn-veglegt og 1. farrými er á mörgum íslands-för- um. Lusitania er allra skipa hrað- skreiðast. Ferðin, sem eg var með, var langfljótasta ferðin, sem nokkurntíma hefir verið farin yfir Atlantshafið; tók aðeins 4 sólar- hringa og 20 klukkusiundir frá Queenstown á írlandi til Sandy Hook í Ameríku. Pegar við náð- um New-York höfn og sáum blöðin, fundum vér langar og ítarlegar greinar í þeim um þessa ferð Lusitaniu. Ferðin með Lusitania var í alla staði hin ánægjulegasta. Alt var gert til þess að gera far- þegana ánægða. Daglega yar prentað um borð á skipinu all- stórt tímarit: Cunard Line Daily Bulletin. f því voru fyrst og fremst daglegar fréttir frá um- heiminum og auk þess sögur, skrítlur og fjöldinn allur af auglýs- ingum, frá mönnum víðsvegar,, þó mest frá NewYork og Liver- pool. Marconi-skytin reynast ágætlega’ á þessum skipum. Rað er hægt bæði að senda skeyti og fá svar úti á hafinu. Einkennilegt mun; flestum þykja aðheyra um mann,, sem þurfti á peningum að' halda, meðan hann var á skipinu: Hann átti peninga í banka f Ame- ríku, og sendi því loftskeyti til bankans. Bankitin sendi honum peningana í ávísun »í loftinuc, og samdægurs fékk hann ávísun-

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.