Frækorn - 15.07.1908, Blaðsíða 6

Frækorn - 15.07.1908, Blaðsíða 6
FRÆKORN 118 út af tekjunum. Tekjurnar eiga aldrei að standa í vegi nauðsyn- legrar endurbóta. Þegar eg hef bindindissamt fólk, sem ekki eyð- ir vinnulaunum sínum fyrir áfenga drykki, þá mun eg eiga hægt með að bæta í skarðið fyrir tekju- missirinn<'. Andrew Clark, frægur enskur læknir: »Af 100 sjúklingum á sjúkra- húsi mínu eru 70 komnir þang- að sökum áfengra drykkja«. SKip í sjávarbáska. (Saga eítir Moody). [Fegar hinn frægi ameríski vakn- ingaprédikari D. L. Moody kom heim til sín úr hinum löngu trú- boðsferðum sínum og heimsókti skólana sína í Northfield, þá þótti samborgurum hans það jafnan merkisviðburður. En í eitt skifti var heimkomu hans sér í lagi fagnað, af því að menn þóttust þá hafa heimt hann úr helju, eftir hér um bil 14 mán- aða dvöl bæði í Norðurálfunni og Austurálfunni, og á þeirri ferð hafði hann komist í mikinn lífs- háska. Fregnin um komu hans var komin á undan honum, og þeg- :ar járnbrautarlestin kom til Mt. Hermon farstöðvarinnar hér um bil kl. 10 um kveidið, þá söfn- uðust um 300 ungir menn, stú- dentar og kennarar utan um járnbrautarlestina og buðu hann velkominn með blysum, söng og fagnaðarópum. Fegar hann á næstu farstöð fór út úr vagn- inum með konu sína, þá hitti hann fjölda marga aðra vini, ná- granna og stúdenta, sem höfðu komið víðsvegar að til að fagna honum. Fegar hann ók heim til sín frá farstöðinni, gat hann séð, að hinu megin við Connecticut- fljótið voru öll kennaraskólahús- in og mörg hús einstakra manna dýrðlega uppljómuð honum til heiðurs. Meðfram veginum stóðu konur frá Northfield Training School með blys í höndum og heilsuðu honum umleiðoghann ók fram hjá bæði m?ð því að bjóða hann velkominn og með söng og með því að veifa vasa- klútum sínum. Rétt hjá húsinu hans voru 300 — 400 ungar stúlk- ur úr kennaraskólanum ásamt kennurum sínum og vinum og heilsuðu honum með fögru vel- komanda minni, en vagninn stað- næmdist á meðan. Eg tók éftir því, að þó að það væri um mið- nætti, þá ók Moody ekki beint heim til sín, heldur þangað sem móðir hans, komin fast að ní- ræðu, átti heima. Hann ætlaði eigi að láta hana þurfa að bíða eftir sér einu augnabliki leng- ur en minst varð hjá komist. Retta var á laugardagskveldi og á sunnudagsmorguninn pré. dikaði Moody í kirkjunni fyrir troðfullu húsi ogsagði frá, hvern- ig gufuskipinu »Spree«, sem hann var með, hlektist á á Atlants- hafinu og hvernig því var bjarg- að á dásamlegan hátt. Hann kvaðst við þetta rækifæri ætla að gjöra það, sem hann hefði aldrei fyr gjört, að láta það vera umtalsefni ræðu sinnar, sem hann hefði sjálfur reynt og orðið var við. Hann hugði, að eins og á stóð, mundi það hafa meiri á- hrif en nokkur ræða, og að það mundi einnig spara honumtíma fyrirhöfn, því að annars yrði hann að segja þessa sögu hvað eftir annað, þar sem marga mundi fýsa að heyra hana.] Síðasti dagurinn, sem eg var í Lundúnaborg, var ánægjuleg- ur dagur. Rað mætti nefna hann heitdag, því að það var glaða- sólskin eftir nokkura dimma þoku- daga, sem eru svo tíðir í Lund- únum. Margir vinir mínir voru komn- ir saman á farstöðinni til að kveðja mig, og eg bað þá að sYngja uppáhaldssálm minn: »Then shall my heart keep sin- ging« (»Mín sál, þinn söngur hljómi«), en þeir sögðu, að þeir væru eigi vel fyrirkallaðir að syngja, þar sem þeir væru að skilja við mig. Mig einan lang- aði til að syngja; því að inst í hjarta mínu söng eg, af þvi að eg ætlaði heim, heim til þeirra, sem eg elskaði. Rér, sveitamenn, hafið að lík- indum eigi Ijósa hugmynd um, hverju þau líkjast, þessi gufu- bákn, sem fara yfir Atlántshafið. Eg fór út á »Spree«, sem var 490 fet á lengd og með 700 farþega; voru þeir frá Bretlandi hinu mikla, Rýzkalandi, Austur- ríki, Rússlandi, Ungverjalandi og mörgum öðrum löndum, auk margra Vesturheimsmanna, sem voru að halda heimleiðis, sumir úr viðskiftaferðalagi, sumir úr skemtiferð. Rað voru bæði karl- ar og konur á öllum aldri — gamlir foreldrar, sem fóru til Vesturheims, til að dvelja síð- ustu stundir æfi sinnar hjá börn- um sínum, sem voru áður farin til »hins fyrirheitna lands«, til að stofna heimili þar; karlar og konur á bezta aldri, og mörg

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.