Frækorn - 30.10.1908, Blaðsíða 5

Frækorn - 30.10.1908, Blaðsíða 5
til af því, að menn nú orðið fá að heyra svo margt í lík- ræðum presta, að menn í þess- urn efnum bráðum ekki verða hissa á neinu. Menn eru hættir að vonast eftir kristindómi við slík tækifæri. En samt finst mér það að vera heldur frekt, þegar Konow sagði í þessari líkræðu: »Vér þökkum hinum látna meistara sjálfum, fyrir það, að hann sýndi hina djörfu guðstrú, með því að gefast aldrei upp, heldurtrúði liann fastlega á þann straum af tónum, sem var í hon- um. Því að þaó er líka »praktisk« guðstrú að trúa á þá krafta, sem guð hefir gefið oss.« Eftir því, sem eg fæ bezt séð, þá er hér ekki einasta þagað yfir kristindóminum, heldur er honum blátt áfram afneitað, jafn vel og nokkur gæti óskað eftir. Eða hvaða samræmi er milli þess- arar ræðu og orðanna fornu eftir postulann: »þegar eg er veikur, þá er eg sterkur.« En aumingja Páll! Hann skildi ekki, hvað kristindómur var og er! Séra Konow og hinir ströngu ný-tízku menn (de radikal-moderne) vita það svo mikið betur.« Harl Hðul$$on trumbusvcinn Kristna bctjan í flmcríku-stríðinu. Niðurl. Eg skrifaði móður minni, sem bjó í Þýzkalandi, jafnskjótt og eg hafði snúist, og sagði henni frá, hvernig eg hafði fundið hinn sanna Messías. Eg gat ekki fengið af mér að dylja hana þessarar góðu fréttar og hélt í hjarta mínu, að hún mundi trúa frækorn elsta barninu sínu af 14 alls. j Og eg ge^ í sannleika sagt það, | að fyrsta hjartans löngun mín j eftir að eg hafði snúist, var sú, j að allir vinir mínir, jafnt Gyð- i ingar og aðrir, mættu verða að- njótandi hinnar nýfundnu gleði rriinnar. Eg hafði sömu tilfinn- ingu eins og sálmaskáldið, þegar hann skrifaði: »Komíð og heyrið, allir þér, sem óttist guð, og eg vil skýra yður frá, hvað hann hefir gjört fyrir sál mína.« Að því er móður mína snerti, brást þessi von mín algjörlega, því hún skrifaði mér aðeins eitt bréf (ef að bölvun getur kallast bréf), og hafði drátturinn á svari frá henni vakið hjá mér grun um, að ef hún á annað borð skrifaði, þá mundi það vera til þess að senda mér þá bölvun, sem allir Gyðingar mega vænta frá næstu skyldmennum, þegar þeir taka kristna trú. Pessi grunur rættist því mið- ur alt of vel eftir hálfan sjötta niánuð; allan þann tíma hafði eg beðið með óþreyju, því að áður en eg snerist, var móðir min vön að skrifa mér á hverjum mánuði. Einn morgun, þegar póst- þjónninn kom með bréf inn til mín, sá eg meðal þeirra eitt með þýzku frírtierki, og rithönd móður minnar. Jafnskjott og eg sá það, sagði eg við konu mína, sem var inni: »Konagóð, nú ér það loksins komið. Eg þarf víst ekki að segja frá því, að eg opn- aði það bréf fyrst, og var eng- in yfirskrift á því, enginn mánað- ardagur og ekki orðin- »Kæri sonur minn,« sem hún byrjaði áður bréf sín á, heldur var bréf- ið á þessa leið: 107 »Max? Pú ert ekki framar sonur minn. Við höfum gratið þig fjarstadd- an, við syrgjum þig sem værir þú dauður, og vildi eg nú óska, að guð Abrahams, ísaks og Jakobs gerði þig blindan, heyrn- arlausan og mállausan og fyrir- dæmdi sál þína að eilífu. Pú hefir yfirgefið trú föður þíns og samkunduhúsið fyrir trúna á Jes- úm, »svikarann«, og meðtak nú bölvun móður þinnar.« Clara.« Pó að eg þá væri fyllilega bú- inn að gera mér grein fyrir, hvað það mundi kosta mig að taka trúna á Jesúm Krist, og vissi, hvers eg mætti vænta frá skyldmennum mínum fyrir að snúa baki við samkunduhúsinu, þá verð eg þó að játa, að eg var naumast viðbúinn slíku bréfi frá móður minni. En nú gátum við, konan mín elskuleg og eg, haft enn ríkari tilfinningar hvort fyrir öðru í okkar nýja trúarlega lífi, því eins og áður er skýrt frá, voru foreldrar hennar áður búnir að bölva henni fyrir trúna á Krist. En ekki vorum við þó gagntekin af eintómri hrygð, því að aldrei áður sýndust konu minni og mér þessi orð sálma- skáldsins: »Pegar faðir minn og móðir yfirgefa mig, þá mun drottinn taka mig að sér,« eins skýr og huggunarrík og nú. Það skal enginn halda, að það sé hægðarleikur fyrir Gyðing að verða kristinn maður; hann verð- ur að vera viðbúinn að yfirgefa föður, móður og kónu fyrir guðs ríkis sakir, þar sem því er svo fyrirkomið, að hver Gyðingur, sem er grunaður um að líta hollu

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.