Frækorn - 01.04.1909, Blaðsíða 2

Frækorn - 01.04.1909, Blaðsíða 2
50 FRÆKORN Kenningar dr. Hindhede um ofát. Um það efni er löng, en skemtileg og fróðleg ritgerð í síðasta hefti Skírnis eftir Steingr. læknir Matthíasson. Par er gerð grein fyrir stefnu Hindhede þessu viðvíkjandi. Vér prentum hér upp svolít- ið áf því, sem þar er sagt, af því að Skírnir hefir tiltölulega fáa kaupendur, og fleiri hafa gagn af að lesa þetta mál. Skoðun Hindhede er þessi: O/ mikið aj kjöti og annari eggjahvlturikri fœðu er ekki ein- ungis óþarjt likamanum, heldur óholt, og miðar einungis til þess að draga úr þrótt og þoígæði likamans. Hindhede ólst upp hjá fátækum foreldrum, þar til er hann var 16 ára gamall. Hann fekksjald- an kjöt, en nærðist mestmegnis á smurðu brauði, grautum og mjólk, kartöflum og kálmeti. Hann preifst vel á þessu og honum leið ágætlega. Seinna, þegar hann var orðinn stúdent og síðar læknir, fór hann að borða fjölbreyttari fæðu, betri mat sem kallað er, og langtum meira af kjöti en áður. A því þreifst hann ver og leið að ýmsu leyti lakara en fyr. Hann tók sig því til og breytti aftur um mataræði og fór aftur að lifa á smurðu brauði, litlu af kjöti, en kartöflum, grautum ogávöxtum. Pá fór honum að Iíða betur, starfsþolið óx, kraftarnir jukust og hann varð ánægðari með degi , hverjurn. Sömu athugun gjörði hann á börnum sínum. Hann á t. d. tvær dætur um fermingu. Hvorug þeirra hefir bragðað kjöt eða fisk, svo teljandi sé, en þrif- ist ágætlega á sams konar fæðu og faðir þeirra. Fjöldamargir menn í Danmörku hafa á seinni árum farið að lifa að dæmi Hindhede og hafa sann- færst um, að hann hefir á réttu að standa. Flestir hafa byrjað á því í þeim tilgangi að spara með því fé, með því að matarræði eins og Hindhede kennir er ó- líkt ódýrara en það, sem víðast tíðkast. Þannig hefir nú Hind- hede fengið flokk mikinn, sem betur og betur hefir styrkt hann ítrúnni, ogreynslaþessara mörgu manna hefir borið saman við reynslu hans sjálfs. Hjndhede fullyrðir, að hver meðalmaður þurfi eigi nema helminginn og ef til vill nægi þriðjungur af þeim eggjahvítu- efnum, sem hingað til hefir ver- ið álitið nauðsynlegt til mann- eldis. Læknavísindin og sérstaklega lífeðlisfræðingarnir hafa fyrir mörgum árum þózt fá fulla vissu um það með rannsóknum á fæði manna, að hver meðalmaður, er ynni skaplega vinnu, þyrfti dag- lega 120 grömm af eggjahvítu- efnum í fæðunni til þessaðþríf- ast vel og halda kröftum. Til þess að íá alla þessa eggjahvítu (albúmín), yrði því kjarninn í fæðunni að vera kjöt, fiskur, egg, ostur eða jurtafæða með miklum albúmínefnum, éins og t. d. baunir. Pessu hafa allir trúað og eftir j þessum grundvelli hefir verið farið, þegar matarhæfi hefir verið ákveðiðhandahermönnum.vinnu- fólki o. s. frv. Hindhede hefir með mikilli skarpskygni og víðlesnum fróð- leik sýnt fram á, að tilraunirþær, sem þessi grundvöllur byggist á, séu ónákvæmar og villandi, og að sannleikurinn sé sá að hver meðalmaður geti látið sér nœgja 60 grömm af eggjahvítuefnum, og ej til vill séu 40 grömm nœgileg til að halda fullum þroska. Enn fremur heldur hann því fram, að eggjahvítuefnin í jurta- fæðu séu fyllilega eins auðmelt og dýraeggjahvítan. En þetta atriði ríður einnig bág viðskoð- anir, er hingað til hafa drotnað með vísindamönnum. Allar þær matartegundir, sem eru auðugar af eggjahvítuefnum, hafa hingað til verið álitnar und- irstöðubeztar og mesta kraftfóðr- ið, sem hægt sé að fá, eins og t. d. kjöt, fiskur, egg, mjólk, ostur o. fl. Pess vegna hefir þessi matur orðið allra dýrast- ur. Ódýrasti maturinn, eins og t. d. brauð, grautur, kartöflur o. fl., segir Hindhede, að sé bezti mat- urinn, því að í honum séu fólg- in nægileg eggjahvítuefni handa oss, og hafi það einmitt sér til ágætis, að í honum sé ekki of mikið af þessum efnum. Einhver bezta sönnunin, sem Hindhede færir máli sínutil stuðn- ings, er sú, að bæði Kínverjar og Japanar hafi öld eftir öld þrifist ágætlega á mjög tilbreyt- ingarlausri fæðu, aðallega hrís- grjónum. Nú nýlega hafa Ja- panar sýnt í viðureign sinni við Rússa, að þeir eru karlar í krap- inu, þó að þeir bragði sjaldan kjöt, eða aðra kraftfæðu, sem vér köllum. Japanar hafa reyndar á seinni árum farið að semja sig að sið- um Evrópumanna í því sem öðru,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.