Frækorn - 01.04.1909, Blaðsíða 3

Frækorn - 01.04.1909, Blaðsíða 3
FRÆKOKN 51 að neyta kjöts í því skyni að verða ef til vill stærri og sterk- ari; en þeim hefir gefist það illa og flestir hætt við það aftur. ,, Það er algengt í Japan, eins og víðar í Austurlöndum, að : menn eru látnir beita sér fyrir tvfhjólaðar kerrur, sem kallaðar eru >Rickscha«,: og er aðdáunar- vert að sjá, hversu þolgóðir þeir eru að hlaupa upp og niður fjöll- og hálsa liðlangan daginn með þunga menn eða byrðar í, eftir- dragi. Fæðan, sem þessir menn lifa á, er oftast nær engöngu jurtafæða, ipestmegnis hrísgrjón soðin í vatni og krydduð ýrnsum kryddum. Dæmi eru til þess, að svona karlar geta dregið full- orðinn manti 17 danskar mílur á 14 klukkustundum. Læknir einn, Baeltz að nafni, gerði þá tilraun á ökumanni sínum, að láta hann fá töluvert af kjöti til eldis í stað hrísgrjóna og bjóst við, að hann yrði enn þolbetri að hlaupa fyr- " ir bragðið. En raunin varð öll • ‘‘íönnur. Hann melti reyndar kjöt- ið vel, en hann varð fyr lúinn ! en áður og honum fanst kraft- arnir linast. Svipaðar tilraunir #í gerði hann á fleiri ökumönnum Og urðu úrslitin hin sömu. Hindhede tilfærir nú mjög mörg dæmi lík þessum. í öllum iöndutu Evrópu er líka ntikill flokkur manna, sem lifir eingöngu jurtafæðu (Vegetarianere), og ber þeint flestum saman um, að öll líðan sín hafi breyzt til batn- ^ðar, þegar þeir hættu við kjöt- átið. Þetta kemur nú ekki til af Því, að kjötið sé neitt eitur, held- Ur einungis af því, að í kjötinu er meira af eggjahvítuefni en í n°kkurum öðrum matvælumjog 8a> sem etur saðning sinn í kjöti, fær langtum meira afeggjahvítu- efnum í einu en líkaminn hefir þörf fyrir. Sá, sem neytir jurta- fæðu, fær hins vegar eggjahvítu- efnin af skornari skamti, en nægilega mikið til þessaðlíkam- inn fái sitt. Svo sem flestum mun kunn- ugt, er mannleg fæða hvortsem hún stafar frá dýraríkinu eða jurtaríkinu, eða frá báðum, sam- sett af: eggjahvítuefnum, fitu og kolvetni (þ. e. sykri og stívelsi). Að líkamanum veiti örðugra að hagnýta sér eggjahvítuefnin heldur en fituna og kolvetnin. virðist mjög eðlilegt. Rví að bæði fita, stívelsi og sykurbrenna í líkamanum nær því einsvél og þegar vér kveikjum í þeim utan líkamans, og verða að kolsýru, sém vér öndum frá oss, og vatni, sem fer burt með þvagi og út- göfun. Eggjahvítuefnin brenna hins vegar illa og láta eftir sig mikla ösku, sem ekki getur brunn- ið, og líkaminn veröur að losna við þau, einkum gegnum lifrina og nýrun, með gallinu og^efn- um í þvaginu, sem kölluð eru þvagefni, þvagsýra, kreátfnía, púrínefni o. fl. Pegar líkaminn ofhleðst af þessum efnum, setjast þau að í blóðinu, í vöðvunum og liðamótum og geta valdið ýmsum lasleika. Einkum Vírðist gigtin, bæði fótaveikin (podagra), sem er tíð í útlöndum, ogfjöld- inn allur af þeim ónotakvillum, sem ásækja roskið fólk og vant er að nefna gigt, eiga upptök sín aö rekja til þessara efna. Steinsótt í nýrum og blöðru, taugagigt, höfuðverkur, þung- lyndi, margs konar hörundskvill- ar o. m. fl. sjúkdóinar eru af sama toga spunnir. Það er gömul reynsla allra lækna, að allfiestum sjúklingum sé óholt að borða mikið afkjöti og annari eggjahvíturíkri fæðu. Sjúklingar með hitaveiki þola ekki kröftuga fæðu og flestir læknar banna þeim kjöt, og sama er gert við ótal aðra sjúkdóma, af því að reynslan hefir kent oss að það sé hollast. »Er það nú ekki sennilegt«, spyr Hindhede, »að það mata- ræði, sem getur læknað sjúkdóma, sé jafnvel enn þá hæfara til þess að geta afstýrt sömu sjúkdóm- unum?« Flestir munu hafa veitt því eftirtekt, að þeim veitir örðugra að melta kjöt en annan mat. Oss hættir við að leggjast á meltuna, eins og rándýrum, þeg- ar vér höfum neytt mikils kjöts. Margir hafa tilhneigingu til að fá sér dúr eftir miðdegisverð, ein- mitt þá máltíðina, þegar kjöt og fiskur eru aðalréttirnir. Eftir morgunverð og kvöldverð, þeg- ar jurtafæða er aðalmaturinn, eru flestir léttir á sér og finna eigi löngun til að leggja sig út af. Kjötið virðist gera oss linari. Fað dvelur lengur í maganum en flesti önnur matvæli, afþvíað meltíngarvökvarnir eru svo lengi að vinna á því, Og eins og áð- ur er getið, brenna eggjahvítu- efnin seinna og ver en önnur efni fæðunnar. Til þess að melta kjötið eyðir því líkaminn meiri kröftum en til þess að melta aðra fæðu, og þess vegna lin- ast líkaminn fremur. Dýra- fræðingar eru vanir að lesafi af tannbyggingu dýranna, á hverju þau nærast. Tannbyggingmanns-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.