Frækorn - 01.04.1909, Blaðsíða 7

Frækorn - 01.04.1909, Blaðsíða 7
FRÆKORN 55 að hafa gjört rangt, og ef þú af hjarta biður guð að taka burt það, þá máttu vera viss um, að hann gjörir það.« Ljós g!eð- innar uppljómaði litla andlitið, og hann spurði lágt: »En — pabbi, með hverju var það þurkað burtu?« Aftur vann eg sigur yfir van- trú minni og svaraði: »Með Krists heilaga blóði«. Þá lagð- ist hann útaf og sofnaði ánægð- ur. Regar eg kom aftur inn til konunnar minnar ogsagði henni frá þessu, var sem hjörtu okkar beggja bráðnuðu sundur. Við grétum éins ogbörn. Viðkrup- um á kné hvort við hliðina á öðru ogbáðumguðað afiná synd- ir okkar og gjöra okkur að sín- un elskuðu börnum. „Árla skal upp rísa“. Dr. Hinrik Berg segir í »Hel- sovánnen« að tveggja tíma svefn fyrir miðnætti er hollari og meira endurnærandi en fjögra tíma svefnádegi. Dauf augu, óhraust- legt hörund, lystarleysi og margs- konar þjáningar stafa einnig af því að sofa lengi á morgnana. Sumirjáta, að það sé heimska að sofa langt fram á dag. Það er meira: það er hættulegt. Nú er taugaveiklun algeng og verð- ur almennari því lengur sem menn sofa á morgnana. Vorir forfeður, er fóru á fætur kl. 4, þektu ekki til þessa kvilla. Sá, sem fer snémma á fætur, fær næði að vera einsamall, og það hefir góð áhrif á heilsuna. Sífeld umgengni við heimamenn og viðskiftafólk eða kunningja, samræður og vinna — alt þetta getur yfirbugað hinn sterkasta, á þessum málþráðatímum. Mað- ur hugsar sjaldan um, að tal og samræður þreyti. En þetta er tilfellið. Hvenær eiga menn að fá tíma til að átta sig eða koma skipulagi á hugsanir sínar og gjöra fyrirætlanir og taka ásetn- inga, tíma til næðis og íhugun- ar, til sjálfsmentunar og göfgandi lesturs. Fyrir marga er þetta ómögu- legt, nema þeir noti morguntím- ana til þess. Farið á fætur kl. 6 300 daga á árinu, ogþérsku! uð í ílestum tilfellum ekki þurfa á nieðulum á halda. Sá, er fer snennna á fætur, sofnar undir eins ljúft 'á kvöldin. Hanslund- arfar verður ákveðið og fast. Hann verður kröftugur og iðinn, og getur með dæmi sínu komið mörgu góðu til leiðar meðal barna sinna, þjóna og annara. Aðflutningsbannið utan þings og innan. 29. þ. m. bauð st. Hlín þing- mönnum áalmennan umræðufund í g. t. húsinu út af aðtlutnings- bannsfrumvarpinu, og sérstak- lega út af áliti minnihluta og minstahluta nefndar þeirrar sem neðri deild alþingis hafði kosið í málinu. Andstæðingar eins vel og for- mælendur aðflutningsbannsins meðal þingmanna mættu. Eftir skýra inngangsræðu, sem æ. t. st. Hlín, hr. Árni Jóhannesson hélt, var andstæðingum boðiðað taka til máls, og varð hr. Steingr. Jónsson alþingismaður og sýslu- maður fyrstur til þess. Lýsti hann yfir því, að bróðir hans væri ekki fylgjandi aðflutnings- bannsfrumvarpinu, og var það svo rekið blákalt í hann aftur; stuttu eítir það fór hann af fundi. Annar andmælandi var hr. al- þingisniaður Jón jónsson frá Hvanná. Aumari frammistöðu en hans á þeim fundi er varla hægt að hugsa sér. Og þegar þar við bætist, að uppvíst varð á fundinum, að svör hans við kosningarnar 10. sept. 1908 við- víkjandi afstöðu sinni til að- flutningsbannsins kæmu allrnikið í bága við andróður hans gegn málinu nú, batnaði ekki í búi hjá honum. Víst er, að sá maðurskemmir ekki fyrir aðflutningsbanni, þótt hann bæti ekki heldur. Sá, sem helst má telja ein- hvern veig í af andatæðingum málsins, er Jón Jónsson í Múla. Hann var svö heppinn að vera farinn af fundi, áður en Pétur Zóphóníasson snildarlega vel tætti nefndarálit Jóns í Múla og félaga hans í sundur. Sá, sem þraut æztur var af andstæðingum, var dr. jón Porkelsson. Hann hélt lengi út, og tók oftar enn einu sinni til máls, Ekki átti hann vel vin- gott á fundinum, þegar templar- ar mintu hann á svör sín í til- efni af aðflutningsbanninu frá því í fyrra haust, og fór jafnvel svo langt, að einn templarinn spurði hann að því, hvort hann vildi leggja niður þingmensku, ef meirihluti kjósenda hans inn- an 3. eða 4. dagaskoruðu á hann að gera það vegna andstæðings- skapar hans í aðflutningsbanns- málinu. Jón kvað hafa látið uppi þá kenningu, að þingmaður, sem

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.