Frækorn - 01.04.1909, Blaðsíða 4
52 FRÆkORN
Íns bendir á, að honum sé æíl-
að að lifa á jurtafæðu, því að
hún er líkust tannbyggingu þeirra
tíýra, sem oss eru skyldust,
apanna.
Vísindin hafa fært rök að því,
að vagga mannkynsins muni hafa
étaðið í heitu löndunum
þar gtil sítrónan grser
ög gulleplið í dökku laufi hlær",
en þar eru ávextir og ætijurtir
alstaðar við hendina og engin
ástaeða til að seilast eftir öðru.
Það var þá fyrst, er þjóðirnar
fóru að tvístrast út um heiminn
og lenda út í köldu löndunum,
að »neyðin kendi naktri konu að
spinna", og sulturinn svarf svo
að, þegar ávextir og jurtafæða
fór að þverra, að menn fóru að
leggja sér til munns kjöt dýr-
atina. Og líklegt er, að menn
hafi gjört svo í fyrstu úr öld-
ungis sömu neyð eins og þegar
skipbrótsmenn fara að leggjast á
náinn til þess að veiða ekki
hungurmorða. Smátt og smátt
hefir svo mannkynið vanist kjöt-
inu og þótt það gott, því að
»svo má illu venjast að gott
þyki«. Meltingarfærin hafa smám
saman mann fram af manni og
kynslóð eftir kynslóð vanist kjöt-
inu, en þó erum vér ekki enn
búnir að venjast því betur en
svo, að oss verður bumbult eftir
saðning af kjöti.
Hindhede álítur ekki kjöt vera
skaðlegt neinum, ef þess er neytt
í hófi, og hann álítur óþarft að
hafna því Öldungis, eins oggróð-
urneytendur gera. En allir ættu
að sjá hag sinn í því að tak-
marka kjotátið sem mest, ef ekki
af öðrum ástæðum, þá vegna
þess, að það er svo dyrt. Kjöt
er sem sé feykilega dyit víðast
hvar í útlöndum og kostar pund-
ið af kinda og nautakjöti frá 50
aurum og upp yfir 1 krónu;
sumstaðar enn meira. í stór-
borgunum verður fátæklingum
með þessu móti ókleift að kaupa
sér annað kjöt í soðið en mag-
urt hrossakjöt, og sumstaðar,
eins og t. d. í Berlín, eralgengt
meðal látækra manna að borða
hundakjöt.
Kenningum Hindhede hefir
verið vel fagnað víðs vegar, eink-
um af öllum húsmæðrum, sem
vilja spara, án þess þó að
heilsu og holdafari heimilisfólks-
ins hnigni við það. Rað er al-
gengt í Danmörku að menn
keppast um að lifa sem ódýrast.
Sjálfur segist Hindhede lifa fyrir
35 aura á dag eða rúmar 10
krónur á mánuði, og sumum
hefir tekist að lifa enn sparlegar,
og láta vel yfir. Til éru þeir,
sem hafa komist af með langt-
um minna, t. d. tómt brauð og
Smjör; ekkert annað, nema vatn
að drekka1).
Fyrir alla efnalitla menn eru
kenningar Hindhede niesti gleði-
boðskapur; en engu síður fyrir
efnaða. F*ví að þeir eiga einnig
von á heilsubetra lífi með spar-
legri lifnaðarháttum.
í Kaupmannahöfn og víðar
hafa verið stofnaðir matsölustað-
ir, þar sem fólki gefst færi á að
venjast mataræði eftir fyrirsögn
Hindhede, og eru þessir staðir
x) Á England hafa margir vanið sigá
mjög óbrotna lifnaðarháttu löngu á und-
an Hindhede. Læknir nokkur, Dr.
Cheyne, hefir nú um 16 ár lifað ein-
göngu á kexi og mjóik - 35 kvintum
af kexi og 3 pottum af mjólk á dag -
og er hann vel ánægður með sitt hlut-
skifti. Sbr. Russel: Strength and diet.
London 1905.
mjög fjölsóttir. Hitidhede hefir
sjálfur samið matreiðslubók og
upphugsað samsetning á fjölda-
mörgum bragðgóðum og ein-
földum, ódýrum réttum. Eg vil
ráða ölltim htisma?ðrum, sem
skilja dönsku, til að útvega sér
þessa bók1), sem bæði er fróð-
leg og skemtileg. A heimiíi
mínu hefir öllum líkað vel við þá
rétti, sem kona mín liefir mat-
reitt eftir bókinni, og býst eg við
að svo fari fleirutu, sern reyna.
Eg I efi þegar fengið þá reynslit
á sjálfum mér, að mér líður að
öllu leyti betur, þegar eg gæti
hófs um kjöt og fisk, en neýti
mestmegnis jurtafæðu með við-
meti.
') M. Hindhede: Ökonomisk Koge-
bog. Kbh. 1907.
Um aðflutningsbannið
hefir hin óþekta stærð, er nefn-
ir sig O. Þorsteinsson, aftur rit-
að meinlokugrein í »lngólf«,
20. þ. m., og mun óhætt að
segja það, að sú grein skitst
ekki af neinum, og að líkindum
sízt af höf. sjálfum. Það eina
sem ber vott um einhvern snefíl
af viti í greininni, er það, að
hann segir, að hún muni engin
eða lítil áhrif hafa. Því erum
vér Ó. Þ. samdóma. —
Að svara greininni dettur víst
engum bindindismanni í hug;
það er of leiðinlegt verk ög
vanþakklátt, enda er það gjÖr-
samlega óþarft. Oreinin er bæði
höf. og »Ingólíi til« lítils herð-
urs.