Frækorn - 01.04.1909, Blaðsíða 5
FRÆKORN
53
Úr æfisögu minni.
Eftir Níels Andrésson.
Ritstjóri „Frækorna" hefir farið þess á
leit við niig, að eg ritaði ágrip af æfi-
sögu minni, og er mér Ijúft að verða
við þeim tilmælnm.
Eg fæddist í Eda sókn Vermlandi,
Svíaríki i. marz 1873. Faðir minn dó,
er eg var tveggja ára, en móðir mín,er
eg var tíu ára. Frá þeim tíma var eg
hjá föðurbróður mínum, þangað til eg
var 16 ára. Um það skeið varð eg fyr-
ir alvarlegum áhrifum viðvíkjandi vel-
erð sálar minnar. Eftir mikið
innra stríð öðlaðisi eg fullvissu
um fyrirgefningu synda minna,
og frið í hjarta niínn. Þegar eg
var 18 ára fór eg til Uplands og
byrjaði eftir nokkurn lima að selja
blöð og bækur. Á heræfingn fór
eg þegar eg var 21 áis. Hafði
eg nieð skriflega yfirlýsingu um
að eg t*ki ekki þátt í æfingum á
laugardögunuin, vegna þess að sá
dagtir væri hvíldardagur drollins.
Fyrsta laugardaginn gaf her-
stjórinn mér frí. En vikuna þar
á eltir fékk hann skipun frá yfir-
foringjanum, að eg yrði að æfa
eins og hinir á laugardögunum.
Þótt mér væri þetta kunnugt, hélt
eg kyrru fyrir í herbúðunum. Eu
þið leið ekki á löngu, fyr en for-
ingnin og tveir aðrir hermenn
komu inn til mín og tóku í hand-
leggina á mér og fóru út með mig.
Herstjórinn fór nú sjálfur að gefa
mér eina skipun á fætur annari, en
þegar eg stóð alveg hreyfingar-
laus og gengdi engu, varð hann að
síðustu þreytturogflýttiséríburtu, til þess
að verða ekki sjálfur til athlægis í viðurvist
svo inargra manna. Eg fékk nú að eiga
mig, þangaðtilnæstaæfingtók viðeftirein-
ar tvær klfiklui titiidir. Nú var al'menni-
lega tekið í taumana, til þessaðsnúamér.
Eg stóð í fylkingunni og hafði undir-
foringja fyrir aftan mig. Þegar skipað
var að snúa sér til hægri, til vinstri eða
að snúa sér við alveg snéri hann mér
með höndununi samkvæmt skipunum.
En undireins og hann slepti mér, stóð
eg grafkyrr Að síðustu varð hann ó-
þolinmóður og lét höggin ríða yfir leggi
mína, til þess að setja líf í þá, en ekk-
ert dugði. Hann hélt samt leiknum
áfram svo lengi æfingin varaði', og var
það meir en klukkutíma. Þegar þetta
loksins var búið, var eg laus frá slög-
um það, sem eftir var af deginum, og
fékk að standa einn á sléttu einni skamt
frá herliðinu.
Næstu viku fór eg til yfirforingjans
og bað nm breytingu á hegningaraðferð-
inni þannig, að eg mætti fá að sitja í
varðhaldi næsta laugardag og ekki þurfa
að flækjast um eins og hinu fyrra. Eg
fékk ekkert ákveðið svar. Hann aðeins
leit á mig. En þegar laugardagurinn
kom, var eg leiddur í varðhaldið, þegar
egneitaði aðæfa. Eg fékkað (aka meðmér
biblíuna, og það var mikið gleðiefni fyrir
mig. Þar var eg innilokaður í viku
nema tímann, sem eg varð að æfa. En
næsta laugardag var eg lokaður inni
allan daginn. Svo var hegningin búin í
það sinn og eg var frjáls eina viku. En
næsta laugardag braut eg aftur; þáfékk
eg strangari hegningu. Eg var lokaður
inni í níðdimmu herbergi, og sá eg ekki
Ijósglælu í fjóra sólarhringa. En lögiu
leyfa ekki að liafa fanga í myrkri, nema
þrjá sólarhringa í einu; þess vegna eru
þessir fangar iátnir vera í björtum klefa
fjórða sólarhringinn en fimta sólarhring-
inn dvelja þeir aftur í hinnm rnyrka
klefa. Þannig var einnig farið með mig.
Það var ekki ieyfilegt að syngja í varð-
haldinu. En í þessu myrkri þar sem eg
ekki einusinni’ sá bókina eða neitt annað,
rnátti eg syngja eins og eg vildi; enginn
álasaði mér fyrir það, og notaði egtæki-
færið. Eg kom svo út aftur jafn frískur
og glaður, eins og ekkert hefði í skorist,
og æfði til næsta laugardags, þá „þrjósk-
aðist" eg á ný og var settur í varðhald-
ið níti eða tíu daga, þangað til frekari
úrskurður kom um hegninguna fyrir.
svo margfalt brot. Á þessum tíma var
eg sendur einu sinni til prestsins, til
þess að hann mætti snúa mér á rétta
leið. En eg sannfærðist svo miklti betur
af lionum, að eg hafði á réttu að standa.
Því hvorki gat hann sýnt mér meðeinu
einasta orði úr biblíurini, að sunnudag-
urinn væri hvíldardagur, né heldur gjörði
hann nokkrar tilraunir til þess, heldur
hélt liann því fram, að menn ætlu að
hlýðnast hinu veraldlega valdi. Og hann
reyndi að telja mér Irú tim, að orð post-
ulans ættu einnig við ntig og mitt mál.
En eg hélt því frum, að það væri skylda
mín að hlýðnast guði meira en verald-
lega valdinu, þá er það skipaði mér að
brjóta boðorð guðs. Eg nefnd'i einnig
meðal annars Dattíel spámann sem dætrþ,
hvernig hann braut á móti skipun kon-
ungsins, var kastað í Ijónagryfjuna, en
frelsaðist úr gini ljónanna. Þesstt gat
hann engu svarað, heldur lét mig fata í
friði.
f Öðrum klefa við hliðina á mér var
annarpiltur, er neitaði að æfa á snnntt-
daginn, af því hann trúði, að sá dagur
væri hvíldardagur. Það var nefnilega
æft í tvo tíma á hverjum sunnudegi,
eftir að messan var úti.
Eg fékk samt tækifæri að benda þess-
um manni á, að stinnudagurinn væri
ekki sá rétti hvíldardagur, heldur aðeins
tilsettur af mönnum. Eg fór upp á stól
og náði með höndunum upp til glugg-
ans, sem æfinlega er lítill og ttppi ttndir
lofti í þesstim kleftim, og opnaði hann.
Þessi piltur gerði Kið sama hjásér. Svo
fór eg að lesa upphátt fyrir hann biblíu-
greinar og tók einnig til, hvar þær stóðu.
Háfrn fór nú sjálfur að lesa þessa staði
og komst að þeirri niðurstöðu, að sunnu-
dagurinn væri ekki hvíldardagur, heldur
iaugardagurinn.
Loks var eg dæmdur í þriðja sinn. Eg
Níels Andrésson.