Frækorn - 30.06.1909, Blaðsíða 1

Frækorn - 30.06.1909, Blaðsíða 1
HELMÍLÍSBLAÐ MEÐ MYNÐUM RITSTJORI: DAVID OSTLUND 10. argangur. Reykjaoík ?o. júní 1909. 14. t$lubla9. Heimur. Heimur margt á borðið ber, biiinn spjörum fláum; vill hann reyna að vega’ að mér, vopnlausum og smáum. Eg skal geyma geðið ka'tt, gæta hófs og bíða; þeir, sem liafa minni mátt, mæðast fyr að stríða. Oft er hönd til högga sein, hjálp ef þarf að veita, því er tímaeyðsla ein, ójöfnuði að beita. Eg veit, það eru margir menn, sem meta skammir gróða; það vonda liefir ekki enn unnið á hinu góða. Ló veröld leiki lasta róm lofa eg hennar gæði, því við undir æðri dóm eigum að ganga bæði. Gislí Ólaýsson. Hin himneska yon. 1 JóH. 1, 1-3. Sá, sem er orðinn guðs barn, hefir öðlast þessa himnesku von, að sjá Jesúm eins og hann er og verða honum líkur. Hann hreinsar sjálfan sig, eins og frels- arinn er hreinn. Ouðs börn verða hér að líkjast mynd frels- ara sína. Hver, sem hefir gefið sig frelsaranum, leyft honum að hafa áhrif á hjarta sitt, hann hef- ir fengið þessa von, sem orðið talar um, og þessi von veitir honum nýtt heimili, þar sem fullkomið athvarf er að fá; heimili, sem ekkert óhreint nær til; þar sem allar freistingar eru útilokaðar; heimili, þar sem veik- indi, sorg og fátækt er ekki til; heimili, þar sem engin sorg kemst að; þar sem engin ránshönd grípur inn; heimili, þar sem vér mætum Jesú sem bróður og guði sem föður vorum. Lessi von er uppspretta allra guðlegra dygða, hvöt til fram- fara í réttlæti og hreinleika. Það er svo ósegjanlega dýrð- legt, að vér munum verða hon- um líkir, konungi konunganna; að vér skulum fá hlutdeild í allri þeirri tign og vegsemd, sem Jesús öðlast í ríki föður síns. Ó, hve það er áríðandi að hreinsa sjálfan sig og ganga í Ijósinu, til þess að getahaft þessa von. Ef þú ekki hefir þessa von, og ert í efa um, hvort þú sért guðs barn, þá get eg sagt þér, að þú ert það heldur ekki. Þessi von hefir enga óvissu með sér; guðs andi vitnar með vorum anda, að vér erum guðs börn. Róm. 8, 16. 17. Gætiðyðarvið því að leika yður að syndinni og leyfa henni að hafa vald yfir ýður. Leggið niður léttúð og kæruleysi. Biðjið guð að gefa yður áhuga- sama löngun eftir réttlæti, krafti og vissu; leitið sannleikans með alvöru og einlægni. Vinnið öll verk yðar fyrir augliti guðs og hans nafni til vegsemdar. F*að líður að þeirri stund, þá Kristur kemur að kalla sína útvöldu heim. Ó, að vér mættum vera viðbún- ir og hjörtu vor hrein, að vér gætum mætt honum með gleði, fengið að sjá hann eins og hann er og orðið honum líkir! — Fyrir innilega trú á hann er oss þetta unt. _________

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað: 14. tölublað (30.06.1909)
https://timarit.is/issue/167983

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

14. tölublað (30.06.1909)

Aðgerðir: