Frækorn - 30.06.1909, Blaðsíða 6
106
Móðurástin.
Kafli úr sögunni „Olataði sonurinn" eftir
Hall Caine.
Frl).
Nú var Þóra orðinn sannfærð
um, að liún ætti ekki að fá barn-
ið, og að það væri Helgu að
kenna. Við þessa hugsun varð
hún æstari en nokkurntíma áður.
Hún hataði Helgu systur sína
eins og nokkur getur hatað. Hún,
sem áður hafði rænt hana ást
mannsins síns, hafði nú líka rænt
hana barninu. Notað sér veik-
indi hennai til að kasta ryki í
augu frændfólksins. Hún varð
að berjast. Hún varð að vinna
sigur á Helgu. Vinna sigur á
öllum og ná barninu, hvað sem
það kostaði, og þá skyldi hún
halda því svo fast, að ekkert
jarðneskt vald gæti svift hana því
aftur.
Hefðu kunnugir séð inn í sál
hennar á þessu augnabliki, hefði
þeir ekki þekt hana. Hugur
hennar var sem tigrisynjunnar,
sem rænd hetir verið afkvæmi
sínu og ræðst í för að leita þess.
Hún hafði æfinlega elskað Óskar,
þótt vænt um Önnu og Margrétu,
föður sinn og landshöfðingjann,
kent í brjósti um Magnús og
borið viðkvæman vinarhug til
allra lifandi skepna. Nú hafði
hún aðeins eina ástríðu, sem var
svo heit, að hún brendi uppall-
ar aðrartilfinningar. Ástríðu, sem
gerði hana hættulega, gerði hana
grimma og kæna. Og þessi á-
stríða var þrá eftir barninu. Hún
fastréð að stela því. Næsta dag -
þjóðhátíðardaginn — mundi hún
fá tækifæri til þess. F*á mundu
flestir fara til Fhngvalla ogverða
lítil umt'erð um göturnar. Anna
mundi verða heima til að hjálpa
FRÆKORN
sér og Margrét til að sjá um I
barnið. Hið eina, sem hún ótt- j
aðist, var, að Óskar færi ekki,
því að þá færi Helga ekki liéld-
ur og þá yrði alt ónýtt.
F*óru kom ekki dúr á auga
alla nóttina.
Fyrir dagrenningu heyrði hún
fólkið hlaupa og kalla út á göt-
unum. F>egar fyrst fór að skína,
heyrði hún, að landshöfðinginn
fór, og þegar Óskar kvaddi hana
gegn um opinn gluggann, vissi
hún, að Helga var með honum,
því að hún heyrði, að hrossin
voru tvö.
Þegar allir voru farnir, var sem
steini væri létt af hjarta hennar.
»Hvenær koma þau aftur?«
spurði hún.
»Eg er hrædd um,aðþaugeti
ekki komið aftur fyrenummiðja
nótt«, svaraði Anna. En hugs-
aðu ekki um það, barn mitt. Eg
skal gera alt fyrir þig, sem hægt
er.«
Nú fór F’óra að brugga ráð til
að blekkja Önnu og ginna hana
burt úr herberginu. — Loks
sagði hún: »F’arftu ekkert að
brégða þér út í bæinn í dag,
kæra? F’ú ert ein heima, og
hefir engan til að senda«.
»Út í bæinn, til hvers svo sem?
í dag er öllum búðum lokað.«
Litlu seinna sagði F'óra:
Mamma! Ef þú þarft ofan í eld-
hús til að sjóða eitthvað, þá
þarftu ekki að hugsa um mig«.
»María sauð alt í gær.semvið
þurfum, svo þú sér, að eg þarf
ekki að yfirgefa þig eitt augna-
blik, góða mín.«
Róra var komin í vandræði og
farið að verða órótt, en þá korn
henni ráð í hug. »Nú veit eg
nokkuð«, hugsaði hún. ^F’egar
Anna er búin aðborða miðdags-
matinn, þá skal eg koma henni
til að leggja sig útaf. Þá fer eg
á fætur, klæði mig og fer.«
Þá fór hún að hugsaumt'ötin
sín. F*au höfðu veriðtekin nótt-
ina sem barnið fæddist og læst
niðureinhversstaðar. Hún mundi
þuifa að opna dragkistur og leita
og með því gerði hún alt of
mikinn hávaða, svo hún sagði:
sKæramamma! Heldurðu ekki
komist raki að fötunum mínum?
Þau hafa nú legið svo lengi
ónotuð.«
»Hvað ertu að segja. Raki á
fimm dögum núna um há sum-
arið«.
»F*að væri samt gaman að sjá
þau viðruð«, þá færi eg að luigsa
um þá sæludaga, þegar eg fer
að klæða mig.«
»Já elskan mín, eg skal gera
það«, sagði Anna. Síðan tók
hún föt F'óru út úr klæðaskápn-
um, og sýndi henni þau, hvert á
fætur öðru, fór svo meðþauinn
í hliðarherbergið og hengdi þau
á stól við ofninn. FJað var auð-
séð, að hún skoðaði F*óru sem
eftirlætisbarn. Seinast fór hún
að impra á því, að gaman yrði,
þegar F’óra færi í fötin oggengi
niður stigann dúðuð í sjöl og
herðaklúta og Óskar hjálpaði
henni.
F’óra tók nákvæmlega eftir föt-
unum, og sagði svo: »Eg hefi
ekki ennþá séð kápuna niína,
mamma«. »Kápuna! Ferðakáp-
una! Alt getur barninu dottið í
hug. Við mundum dansa af
gleði, ef þú þyrftir hennar að
þrem vikum liðnum*.
Frh.