Frækorn - 18.05.1910, Síða 6
62
Englavernd.
Þýzkur trúboði á eyjunni Súmatra
skýrirfrá eftirfylgjandi: »Einhverju
sinni kom einn þarlendra mannatil
mín. Við töluðum saman stundar-
korn um ýmislegt, þar eftir segir
hann: Eg vildi biðja þig einnar
bónar: Mig langar til að sjá í
einum hóp stríðsmennina, sem þú
skipar í kring um húsið þittánótt-
unni til að verja þig.«
Eg svaraði: »Eg hef enga varð-
menn«.
Hann horfði á mig með efasemd
og bað: Leyfist mér að rannsaka
húsið þitt, og vita um, hvort þeir
eru ekki geymdir inni í því?« Eg
Ieyfði honum það hlægjandi. Hann
gekk um kring alstaðar, enauðvitað
til ónýtis. Nú spurði eg hann,
hversvegna hann héldi, að eg hefði
varðmenn ánóttunni. Svaraði hann,
að hann og nágrannar hans hefðu
haft í hyggju að myrða mig, fyrst
eftir að eg kom til eyjarinnar.
Þeir höfðu lagt að húsinu mínu
hverja nóttina eftir aðra. En í hvert
skifti varð fyrir þeim tvöföld röð
af hermönnum alt um kring, búnir
blikandi vopnum, svo þeir þorðu
ekki að brjótast inn í húsið mitt.
Loks lofuðu þeir ærnu fé einum
manni, að eins að hann fengist til
aö myrða mig, Fyrst lagði hann af
stað hugrakkur, en brátt kom hann
hlaupandi aftur ogsagði: »Nei, eg
þori ekki að reyna til að brjótast í
gegn. Stórir og sterkir menn standa
hver við annars hlið í tveim röðum,
og vopn þeirra glóa eins og eld-
ur.« —
Upp frá þeirri stundu hættu þeir
öllum sínum tilraunum að deyða
mig.«
»Drottins englar setja herbúöir
kring um þá, sem hann óttast, og
vernda þá.« Sálm. 34, 7.
F R Æ K O R N
Ekki allir þó.
Það, sem mest hefir þótt undar-
legt viðvíkjandi íslenzku prest-
unum og nýju guðfræðinni eral-
gjör þögn um það mál — að
undanskildum tveim þrem for-
göngumönnum nýju stefnunnar.
Það hefir ekki verið hægt að skilja
prestana öðruvísi en svo, að þeir
þegjandi samþyktu hana. Það hefir
þótt skilanlegt að allir svona alt
íeinu gætu fallistá jafn frábrugðnar
kenningar og iiýja guðfræðin býð-
ur. Nær hefir legið að hugsa,
að hinir miklu forgöngumenn hafi
algerlega drepið niður mótmæli,
ogforgöngumenn nýju stefnunnar
hafa ekki látið lítið yfir sér.
Það hlýtur að gleðja marga, að
prestarnir séu að vakna til mót-
mæla.
Sjálft N. Kbl. verður til að skýra
frá því í 10 tbl., sem út kom 15.
þ. m., að ekki séu allir með nýju
stefnunni.
Vér tilfærum eftirfarandi orð úr
bréfkafla, sem einhver prestur hefir
sent blaðinu:
»Það sem einkum hveturmig til
þess er prívatsamtalsfundur vor . .
. . prestanna, scm við áttum með
oss um sýslufundartímann.........
Vér vorum allir prestar prófasts-
dæmisins á þessum samtalsfundi, og
umræðuefnið var »nýja guðfræðin«
svo nefnda. Þar voru menn af báð-
um stefnum, en eftir því sem mér
kom fyrir sjónir við umræðurnar álít
eg vafalaust, að eldri stefnan, sú íhald-
sama, eigi hér fleiri formælendur
meðal prestanna........«
Jæja. — Séu sumir prestarnir
ekki nýju stefnunni fylgjandi, þá
er það skylda þeirra við guð og
sannleikann, að þeir taki til máls
— ekki einasta á prívatsamfund-
um, heldur líka í ræðu og riti.
Þeir hafa þagað alt of lengi.
Um biblíukrftikina
er mikill fróðleikur í ýmsum bókum,
er út hafa komið á dönsku hin síð-
ari ár.
Hér skal bent á ýmsar þeirra:
Det gammeltestamentl.Spörgsmaal.
Af James Orr, Professor í Glasgow
Aut. Overs. af Pastor- Birger Hall.
Gads Boghandel.
Den förste Bibel. Af C. R. Conder.
Aut. Overs. af Julius Fries Hansen.
Frn Stamme til Folk Nomade-
liv i Kanaan. Ægyptisk Religion
og Kultur. Hammurabi Lov og
Mose Lov. Af Aage Schmidt, cand.
theol. Gads Boghandel, Köbenhvn.
Gudsenkendelsen og Lovgivningen
idetgamle lsrael. Af James Robert-
son, Professor í Semitisk ved Uni-
versitetet í Glosgow. Oversat af
Aage Schmidt. Gads Boghandel.
Reynsla.
Hvaða áhrif hafði í Oklahoma
sést bezt á grein, er nýlega kom í
»The American Issue« og er þar
meðal annars þessa getið:
Bannið gekk í gildi 16 nóv. 1907,
um leið og héraðið náði ríkisrétti í
Sambandinu. Á tveim árum eða
til 16.-nóv. 1909, höfðu inneignir
manna i bönkum margfaldast, bygð
3500 ný skólahús, ríkið og héruðin
haft nægilegar tekjur til að standast
öll útgjöld, án þess að fá nokkurn
eyrir frá áfengissöluhúsunum, -og
tala sakamanna hefir minkað að
miklum mun. í sumum héruðum
hafa, síðan ríkisáfengissölustöðunum
var lokað, engin stórsakamál átt sér
stað.
Að vísu hefir"leynisala lítilsháttar
gert vart við sig, en eftirtektavert
er það, hversu áfengissalan hefir
mmkað og sem sönnun þess eru
ummæli »Anheuser Busch Brewing
Company (stórt ölgerðarfélag), að
við bannið í Oklahoma hafi árs-
tekjur félagsins minkað um 1 milj.
dollara.
— Þeir sem mest óttast villukenn-
ingar og afvegaleiðslu, þekkjajveitju-
lega ekki sannleikann.
— Þegar vér leitum að að gbll-
um vina vorra, þá fóttroðum- vér
vissulega hjörtu þeirra.