Frækorn - 23.09.1910, Blaðsíða 3

Frækorn - 23.09.1910, Blaðsíða 3
F R Æ K O R N 131 lega tíðaranda og á móti grundvall- arkenningum Nýja testamentisins.« Dr. Merle D’ Aubigné: »Hve mjög, sem eg kann aðað- hyllast ungbarnaskírn, verð eg þó að játa, að nokkur bein skipun um hana er ekki til í evangelíinu.« Westermeyer: »Jafn-áreiðanIegt er það, að Kristur hefir ekki innsett ungbarnaskírn, og það, að postularnir hafi ekki skírt ungbörn.« Dr. Fr. Schleiermacher: »011 spor af barnaskírninni, sem maður hefir viljað finna í Nýja testa- mentinu, verður maður fyrst að setja þar inn.« Dr. Hennann Olshausen: »Nýja testamentið viðurkennir alls ekki ungbarnaskírn.« Betra er seint en aldiei. »Undarlegt er það, að oss skuli ganga svo erfiít að fá aðra skoðun á sjálfum oss, eg á við rétta skoð- un, svo að vér sjáum greinilega, hvernig vér erum«. »Já, það er eitthvað til í því«, svaraði einhver, »það er satt, sem sagt var: »Tvisvar verða menn að breyta skoðun á sjálfum sér«. ------- >Þú átt við«. — — »Eg á við það, sem vér ættum allir að vera búnir að reyna. Fyrst verð eg að hafa rétta skoðun á synd minni, að eg geti ekkert; og svo rétta skoðun á guðs náð, að eg frelsast ekki fyrir verkin, heldur fyr- ir náð guðs í Jesú Kristi«. »Já, jaað er satt« sagði sóknar- presturinn, »margur á erfitt með að sjá sjálfan sig. Eg hef nýlega séð þess Ijóst dæmi«. »Segið okkur frá því«. »Eg skal gjöra það. Það var öldruð kona hérna í prestakallinu, sem allir virtu, enda hélt hún sjálf, að hún væri fyrirmyndarkona. Hún var dugleg og heiðvirð, og liafði enga opinbera lesti, það mátti hún eiga. Hún var og mjög kirkju- rækin, og las hugvekju kvöld og morgna árið um í kring. En samt var hún illa stödd. Hún var fús til að tala um and- leg efni, en færðist talið að djúpi hjartans, að syndinni, þá fylgdist hún ekki með. »Já, við erum allir syndarar«, var hún vön að svara. Hún fór undan ýmsa króka til þess að eg kæmi ekki að hjarta trúarinnar, lífsfélaginu við drottin. Þegar við töluðum um trúna, sagði hún: »Já, maður verður að trúa, því að án trúar er ómögulegt að þóknast guði«. Og hún — hún trúði vitanlega. En kærleikurinn til Krists, — hann var lítill eða enginn. Einu sinni, þegar eg kom til hennar, sagði hún: »Eg má til að segja prestinum frá nokkru, sem eg hef samvizkubit út af«. Eg hélt strax, að nú væri hún farin að rumska, og hefði einhvern grun um, að hún þyrfti ekki að vera jafnánægð með sjálfa sig og hún var. »Eg hef verið að hugsa um eina synd. — — Eg var um tvítugt og var í vist, þar sem húsmóðirin bar á mig að eg væri svikul«. — — »Og það að ástæðulausu?« »Já vitanlega, já, eg held það. En eg varð svo reið, að eg fór úr vistinni«. — »Og þér hafið aldrei drýgl aðrar syndir vísvitandi?« Nei, eg hef alt af leitast við að vanda breytni mína, og haft »guð- rækilegan þenkimáta«, — já, við erum vitanlega allir syndarar og oss skortir dýrð guðs en« — — — Hún komst ekki iengra. »Jú, jú, en hvað ætli biblían meini með þessum orðum: Vér erum allir syndarar og oss skortir dýrð guðs? Hvaða dýrð er það? »Það er nú erfitt að skera úr því-«, svaraði hún, »en maður verð- ur að treysta miskunn drottins; hún er nógu mikii«. »Já, það er satt«, svaraði eg, »en þá má miskunn guðs ekki vera svo óviðkornandi, svo vér höndlum hana ekki oss til sáluhjálpar«. »Já, það er víst um það«, svar- aði hún og andvarpaði. — — Svo varð hún veik. Hún tók mikið út og menn héldu hún mundi deyja. »Hún væri sæl, ef hún fengi að losast«, sagði fólkið, sem heldurað dauðinn sé eina sáluhjálparmeðalið, og ætlast til þess að prestarnir veiti hverjum manni »sá!uhjálþarpassa« um leið og hann deyr. En guð vissi betur. Vikurnar komu og fóru, og alt af lá hún. Svo leið árið. Þá snerist elsta dóttir hennar, gaf guði hjarta sitt, og fékk náð til að reyna, hvað það er, að vera frelsuð af náð fyrir trúna á Jesúm Krist. En þá hefðuð þið átt að sjá gömlu konuna. »Varð hún reið?« spurði einhver. »Já, og það að marki. Hún hafði áður verið í góðu skapi, en þegar dóttir hennar var orðin »svona trú- uð«, og vildi lifa guði bæði leynt og ljóst, þá granidist henni. »Þetta er Ijóta sérvizkan«, sagði hún stundum, »það er rétt eins og við hin værum tómir heiðingjar! Það er ekkert nema hræsni og öfg- ar, þessi nýbreytni!« Nú kom innri maður hennar í ljós. Á meðan hún þurfti ekki annað en skrafa kristilega, og vera sjálf álengdar allri vakningu, kvart- aði hún ekki. En þegar lifandi kristindómur mætti henni svona greinilega á heimili hennar sjálfrar, þá var henni nóg boðið. Húngat hlustað á mig og dregið sig í hlé, en gagnvart dótturinni gat hún ekki farið jafn varlega. Eg talaði oft við dóttur hennar um þetta, og bað hana að þreyta ekki móður sína með löngum bæn- um eða miklu skrafi. Hún skyldi heldur reyna að sannfæra hana með kærleiksríkri aðhjúkrun og viðmóti. Oamla konan var oft óþolinmóð og ósanngjörn, og dóttir hennar hafði oftar en einu sinni skorast undan að gegna henni. En nú varð hún þolinmóð og kyrlát, og ístað- inn fyrir ónot og leiðindi sýndi hún móður sinni hlýja umönnun og kærleika. Móðir hennar varð auðvitað fljótt

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.