Frækorn - 01.04.1912, Síða 6

Frækorn - 01.04.1912, Síða 6
22 F R Æ K O R N „Fyrsta yfirsjón mín.” í bókasafni í Chicago er til bók þar sem 520 manns, er voru vinnu- lausir, hafa ritað í um sína »fyrstu yfirsjón« í lífinu. Hér eru nokkrar þeirra: »Að eg varði ekki vel því, sem eg aflaði.« > »Að á æskuárunum lítisvirti eg góða skólamentun.« »Ef eg hefði varið betur pening- um mínum, væri eg hraustari bæði á sálu eg líkama.« »Skildi ekki, hve mikilvægt er að halda sér að einhverju starfi.« »Fyrsta yfirsjónin á æfi minni var fyrsta yínglasið, sem eg drakk.« »Ein fyrsta vfirsjónin mín, var að eg lauk ekki námi í þeirri atvinnu- grein, sem eg byrjaði að læra.« »Fyrsta yfirsjón mín var, að eg hætti við skólanám í fimta bekk.« »Umskiftamótin í lífi mínu urðu þegar eg strauk frá heimili mínu fimtán ára að aldri.« »Sóaði peningum mínum óskyn- samlega, er eg hafði góða atvinnu.« »Þegar eg lét tilleiðast að hugsa að eg þyrfti ekki að halda mig að einhverju ákveðnu.* »Sjálfræði og óbeit á að hlusta á ráð foreldra minna.« »Að eyða tímanum til ónýtis, þeg- ar eg var í skólanum.« — Þegar syndin hefir sljófgað hina siðferðislegu dómgreind, þá getur yfirtroðslumaðurinn ekki séð hvað honum er áfátt, eða skilið hve stór sú synd er, sem hann hefir framið, og ef hann gefur ekki eftir fyrir sannfæringarkrafti heilags anda 'nðldur hann áfram að vera að nokkru leyti blindurfyrirsinni eigin synd.— Tveir s. d. a. söfnuðir í Reykjavík. Svo er nú komið málum, að tveir söfnuðir s. d. adventista eru í Reykjavík, með því að brot af söfnuði D. Östlunds, sem í síðast- liðnum nóvembermánuði byrjaði á tvídrægni og sundrung frá aðalsöfn- uðinum og fyrst var neitað um stað- festingu, hefir nú að nýju sótt og loks fengið konunglega staðfestingu á forstöðumanni sínum, O. J. Olsen trúboða. Fyrra skiftið var rang- lega sótt fyrir allan aðalsöfnuðinn, en nú aðeins fyrir safnaðarbrotið. Því fékst hún nú. í þessum nýja söfnuði munu vera 19 manneskjur búsettar í Reykja- vík, en 5 mánneskjur eru taldartil- heyra söfnuðinum, þótt engin safn- aðarréttindi geti þær haft hér, þar sem þær eru búsettar svo langt frá Reykjavík, að svæði það, sem í löguny um utanþjóðkirkjumenn er tiltekið fyrir söfnuði Reykjavíkur, nær ekki fremur til þeirra en þó þær byggi í öðtulandi. Af þessum 19 Reykjavíkur-adventistum munu 18 vera úr fyrsta söfnuði s. d. ad- ventista í Reykjavík, sem D. Östlund veitir forstöðu, eða 16 manns auk forstöðumannsins og konu hans, sem eru nýlega hingað fluttir út- lendingar. Einn maður íiiun vera nýliði. Ekki hafa þó þessir menn enn sagt sig úr söfnuði Östlunds, sem þó ætti að vera sjálfsagt skilyrði til þess að viðurkenningin væri gildandi. Á því verður varla bið úr þessu. Auglýsingin um þessa staðfest- ingu var birt í Lögbirtingablaðinu, sem út kom 11. þ. m. og er hún orðuð þannig, að ráðherrann hafi staðfest kosningu á Olaf J. Olsen trúboða sem forstöðumanni »safn- aðar nokkurs Sjöundadagsadventista í Reykjavík.« Östlund heldur sinni kon- ungsstaðfestingu óskertri. Sjáifsagt virðist vera að auð- kenna þessa tvo söfnuði í Reykja- vík með töluorðunnm »fyrsti« og »annar« söfnuður, þannig, að söfn- uður D. Östlundssénefndur »Fyrsti söfnuður s. d. adventista í Reykja- vík«, en Olsens-söfnuður »Annar söfnuður s. d. adventista í Reykja- vík«. Og munum vjer halda þeirrí skilgreiningu framvegis. Hinn eiginlegi munur á þessum söfnuðum er í tilliti til stjórnarfyr- irkomulags. Fyrsti söfnuður (Öst- lunds söfnuður) viðurkennir ekkert mannlegt drott'nvaldí andlegu tilliti, og ræður sjálfur málum sínum og starfi, kosningu á embættismönn- um sínum o. s. frv. eftir eigin sann- færingu. Annar söfnuður (Olsens- söfnuður) er í öllu tilliti háður sambandsstjórninni á Norðurlönd- um, og getur ekkert gert án leyfis hennar, ræður t. d. engu í fjármál- um sínum, ræður engu um hver eigi að vera forstöðumaður sinn, má eigi kjósa neinn mann, sem hin útlenda yfirstjórn ekki vill hafa, eða senda. Þetta síðastnefnda atriði er hinn eiginlegi munur milli safnaðanna. »Einn er yðar meistari, Kristur«. Matt. 23, 8. »Alt hefir hann (guð) lagt undir fætur hans (Krists), og sett hann (Krist) til höfðingja í hanssöfnuði«. Ef. 1, 22. Sjálfsagt gengur söfnuðinum nýja alt gott til. Og því óskum vér honum allra heilla, og helst óskum vér honum, að söfnuðurinn læri að syngja af hjarta: »Jesú þín kristni kýs þig nú, kongur hennar einn heitir þú«. i

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.