Frækorn - 01.07.1912, Blaðsíða 3

Frækorn - 01.07.1912, Blaðsíða 3
F R Æ K O R N 35 hollan Sambandinu. En undir skila- grein þessari, sem hr. N.A. skrifaði, standa þessi orð: »Að þessi skilagrein er rjett við- urkennist hjer með. Nils Andersson.« Skilagrein þessi er til sýnis hjá mjer. Þetta, ásamt öðru, sýnir, hve al- gerlega ástæðulaust alt þetta tal Sambandsmanna um eignarrjett þeirra á »Frækornum« er. Það er blátt áfram fjarstæða, sem engri átt nær, og ósköp skiljanlegt, að þeir vilja hvorki láta gerðardóm nje aðra dómstóla fjalla um málið. Þegar Sambandið hætti að styrkja blaðið (1909), og jeg 2. febr. 1910 skrifaði hr. Raft, að jeg hjeldi áfram útgáfu þess, þá bað jeg ekki Sam- bandið um neitt leyfi til þess að halda því áfram, því það hefði ekkert með að gefa eða synja uin leyfi í því efni; nje heldur fór jeg fram á að fá keypt blaðið, af þeirri einföldu ástæðu, að jeg sjálfur átti blaðið, en Sambandið ekki. Jeg bar allan kostnað af útgáfu blaðsins frá upphafi (1900 — 1904), og var hann fyrst í stað talsverð- ur, meðan tair keyptu blaðið. Sam- bandið Ijet sjer aldrei til hugar koma að vilja greiða mjer neitt fyrir allan þennan útlagða kostnað, sem það auðvitað að einhverju leyti hetði átt að gera, ef það hefði eignast blaðið. En — eins og sagt var áðan — það, að Sambandið milli áranna 1904—1909 iagði styrk nokkurn til blaðs niíns, af þvi að það áleit blaðið vinna að aðal áhugamálum Sambandsins, — þetta hefur vilt Sambandinu sjónir, ef það, eða formaður þess, í einlægni heldur því fram, að Sambandið hafi verið eigandinn. Annars á jeg bágt með að trúa því, að þeir tveir menn frá Sam- bandinu, sem nýlega hafa haldið þessari villu fram, geti trúað henni sjálfir, Og jeg efast um þetta vegna þeirrar rökleiðslu, sem þeir hafa notast við til að sanna fjarstæðuna. Frá þessu ætla jeg að segja hjer: Til þess að verða skilinn, verð jeg þá að geta þess, að á árunum 1900 — 1904 var jeg í þjónustu Sambandsins á þann hátt, að jeg, samkvæmt samkomulagi, gaf því reikning fyrir hálfum starfstíma mfn- um: 26 vikur á ári, Hinn helming tímans notaði jeg handa sjálfum mjer, þar eð jeg rak prentsmiðju og gaf út blaðið. Árið 1904 kom breyting á þetta. Þá óskuðu stjórnendur Sambands- ins eftir, að jeg breytti til þannig, að jeg ljeti Sambandinu í tje árs- fjórðungslega yfirlit yfir það 1) Hvað jeg græddi á prentsmiðju minni og 2) hvað jeg græddi eða tapaði á »Frækornum«. Sambandið vildi svo eftir þessu gjöra árslaun mín upp þannig, að það greiddi mjer þá árs- laun öll, en upp í þau laun gengi svo það, sem jeg innynni mjer á fyrnefndan hátt. Þetta samþykti jeg og gaf því Sam- bandinu siíkar yfirlitsskýrslur frá 1. júlí 1904, Jeg á enn afrit af þeim, og er öllum heimilt að sjá þær hjá mjer. Þegar nú þeir tveir Sambands- menn, sam hjer voru nýskeð, voru í vandræðum með að sanna sitt mál, lögðu þeir fram þessar skýrsl- ur frá mjer til þess að leiða í ljós(!) að Sambandið hefði átt »Frækorn«, en það sýndi sig, þegar niálið varð athugað, að ef skýrslurnar sönnuðu, að Sambandið ætti »Fræ- korn«, þá sönnuðu þær líka, að það hefði eins átt prentsmiðju mína (þar eð hvorttveggja stóð samhliða í skýrslunum), en það þorðu þessir menn þó ekki að nefna, og varð því minna en ekkert úr þeim »sönn- unum«. Svona er nú sannleikurinn uin þetta mál. Manni verður á að spyrja: Er það af því að þessi ákæra ekki þoldi ljósið, að þeir Raft og Arne- sen ekki sögðust vera »um deilur gefið, og allra síst opinberar deilur«? Afstaðan er ólíkt hægari meðróg- burð og bakbít. Þá fær maður sjaldnast eða aldrei tækifæri til að verja sig. En þegar deilt er opin- berlega, eiga báðir málsaðilar kost á Ieggja skjöl sín fram, og þá er þó hin besta trygging fengin fyrir sigri sannleika og rjettlætis. Það hryggir mig meir en jeg get með orðum lý?t, að trúbræður minir hafa snúist gegn mjer á þennan hátt, því mjer finst að það híjóti að koma óorði á trúflokkinn allan; en biðja vil jeg menn að gæta þess, að þessir tveir, þrír menn, sem barist hafa á þennan hátt gegn mjer, sjeu ekki skoðaðir sem sýnishorn alls trú- flokksins, heldur sem undantekning- ar. Og eftir minni þekkingu og reynslu eru þeir það. Flokkurinn sein heild er kristilegur, alvörugef- inn og allrar virðingarverður. Jeg bið guð að fyrirgefa ofsókn- armönnunum, því þeir eru svo blind- aðir af flokksofstæki, að þeir vita ekki, hvað þeir gera. Þetta deilumál hefur tekið alt of mikið rúm í blaðinu, og eru menn beðnir að afsaka það. Jeg vona, að það verði ekki nauðsyn- legt að rita frekar um málið. Þvf að með rökum er ekki unt að vje- fengja orð mín. Yðar með kærri kveðju D. Östlund.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.