Frækorn - 01.07.1912, Blaðsíða 5

Frækorn - 01.07.1912, Blaðsíða 5
F R Æ K O R N 37 þar sem jeg afsala 8000 kr. eign fyrir 5000 kr.*, þarf ekki að eyða orðum að. En ekki sje jeg eftir því sem jeg gerði f þessu efni. Og mjer vansalaust er það. Mjer hefur aldrei til hugar kom- ið að taka húsið Betel frá Sam- bandinu. Það er löglegur eigandi þess. En hitt er annað mál, að »Fyrsti söfnuður* s. d. a. í Reykja- vík, sem jeg veiti forstöðu, getur vafalaust fengið sjer dæmdan af- notarjett að »Betel« gegn því að halda áfram að uppfyllaþá skilmála, sem söfnuðinum ogSambandinu kom saman um sumarið 1906. Þeir voru blátt áfram þannig, að meðan söfnuðurinn (= fyrsti söfn- uður) greiddi árlega vexti og af- borgun af veðdeildarskuldinni, skyldi hann hafa öll afnot hússins. Fyrsti söfnuður uppfylti þetta skil- yrði og hafði fyrir það afnot húss- ins alla tíð þangað til húsið brann 21. jan. 1910. Sambandið ljet þá söfnuðinn vera húslausan næstu tvö árin, þótt ekki hefði það kostað Sambandið einn einasta eyri að láta endurreisa hús- ið undir eins, þar seni brunabóta- peningarnir stóðu og biðu eftir byggingunni, og þeir nægðu fyrir endurbyggingunni. Að sambandið á þessum tima — þegar söfnuðurinn eingöngu vegna þvermóðsku Sambandsins vará húsa- hrakningi — ekki krafðist af »Fyrsta söfnuði«, að hann greiddi veð- deildar afborgun og vexti, er varla þakkarvert. *) Jeg taldi eignina í afsalinu 7,500 kr. og mismunurinn er því gjöf til Sam- bandsins. Jeg mæltist til þess við söfn- uðinn, að hann lofaði því árlega að greiða vexti og afborganir til veðdeildar, þótt nýi eigandinn (Sambandið) að form- inu til tæki hana að sjer. D. Ö. En nú er loks húsið bygt og ef nú »Fyrsti söfnuður«,sem samdi við Sambandið 1906 um afnot húss- ins, eins og áður getur um, og altcif hefur uppfylt skihnálana með- an nokkuð var til að greiða fyrir — ef nú fyrsti söfnuður, segi jeg, vill gera lagakröfu um að Sam- bandið haldi samning við sig, þá er nokkurnvegin víst um mála- lokin. Svo mjög niundum við treysta rjettmæti málstaðar vors. Það nær engri átt að halda því fram, að nýi söfnuðurinn, sem stofnaður hefur verið nýskeð, með því að 22 menn úr »Fyrsta söfn- uði« skildu sig frá honum, nú eigi afnotarjettinn gegn veðdeildar greiðslu. Þessi nýi söfnunur get- ur auðvitað ekki hafa gertsamning við Sambandið 6 árum áður en hann varð til! En eldri söfnuður- inn á rjettinn, hvort sem þeim hr. Raft og Arnesen er það Ijúft eða leitt. Skuld D. Östlunds við Sam- bandið. Jeg »skulda Sambandinu fleiri þúsundir króna,« segja herrarnir. Fyrir nál. 3 árum lofaði hr. Raft mjer í brjefi, sem jeg á til, að Sainbandið skyldi svo fljótt sem hægt væri gefa mjer sundurliðaðan reikning yfir okkar viðskifti. En þenna reikning hefur mjer altaf síðan verið ómögulegt að fá, þótt jeg oft hafi óskað þess. Hann er enn ókominn. Hve fallegt það er eftir þessu að bera það á borð fyrir almenn- ing, að jeg skuldi Sambandinu fleiri þúsundir króna, þegar svonastend- ur á, geta allir dæmt um. Hjer við bætist, að hvenær sem Sambandið vill gefa mjer reiknitig, get jeg gefið rjettan mótreikning, fyrir hárri upphæð. Því koma herrarnir ekki til mín? Hví sneiða þeir svo alveg hjá því að tala urn einkamál sín við mig? Hver átti og hver á »Frækorn < ? Tvívegis er búið að kæra mig fyrir fjársvik út af »Frækornum«. Tvívegis hefur Stjórnarráðið látið uppi: 1) að það »hafi ekki fund- ið ástæðu til að fyrirskipa rjettar- rannsókn« út af kærunni, og nú seinast í gær, að 2) »Stjórnarráðið finnur ekki ástæðu til að gera frek- ara í þessu tnáli.« Þeir Raft og Arnesen hafa nú síðan þeirkomu hingað, gert nokkrar ferðir í Stjórnarráðið og haft með sjer mikið af skjölum, sem hafaátt að sanna, að Sambandið, en ekki jeg, liafi átt »Frækorn«. Og hver maður getur nú skilið til hvers hefur verið ætlast með öllu þessu striti. Hefði það sannast eða jafn- vel sæmilegar líkur orðið færðar fyrir því, að jeg hefði ekki átt »Frækorn«, og samt gefið skýrslu um það, sem mína eign til bruna- bótafjelagsins »Norge«, þá hefði herra Raft líklega getað fengið úr- skurð um, að bæri að hefja rann- sókn gegn mjer út af því. En sú varð ekki niðurstaðan. Brjef Stjórnarráðsins 10. júlí. Á því, sem birt er af því skjali í Vísi í gær, er ekki hægt að skilja málið nægilega, og jeg leyfi mjer að spyr ja: Hví birta herrarnir ekki alt skjal- ið? Megninu af því stinga þeir undir stól í Vísi í gær. Það er mikils- varðandi skjal, og viðkemur mjer og almenningi, úr því sem komið er. Er skjalið frá Stjórnarráðinu of gott í minn garð, úr því að þeir ekki vilja birta það?

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.