Frækorn - 01.07.1912, Blaðsíða 7

Frækorn - 01.07.1912, Blaðsíða 7
F R Æ K O R N 39 verða vísað burtu með lítilsvirðingu — á sama hátt og þjer vísuðuð konu minni burt eftir að hafa lofað henni samtali 3. júlí síðastl. og svikið það. Dylgjum ykkar um hitt og þetta sem þið þykist vera svo »náðugir« að þegja yfir, svara jeg því, að jeg hræðist alls ekkert frá ykkar hlið; meðan mjer er hægt að svara fyrir mig, mun skugginn falla á ykkur svartari og svartari, eftir því sem þið haldið lengur áfram. En einir til frásagna verðið þið ekki meðan jeg stend uppi. Fyrir þáskuld megið þið og ætt- uð helst að koma með alt brjef stjórnarráðsins frá 10. júlí 1912. Hjartalag ykkar hefur ekki verið svo gott í minn garð þessa dagana, að þið hefðuð stungið undir stól því sem þið birtuð ekki, — liefði það verið mjer til vansa. Þið leitist við að telja almenn- ingi trú um, að úrskurður Stjórn- arráðsins 3. apríl 1912(semeg hef birt orðrjettarí), enga þýðingu hafi En sannleikurinn er þó sá, að með þessum úrskurði var þó leitt í Ijós, að þessi »Frækorna« kæra gataldrei að sakamáli orðið. Þetta skiljið þið alveg eins vel og eg, þó þið viljið láta líta öðruvísi út í blaðagrein- um. Einu í grein ykkar í dag er jeg sammála: «Tíminn mun áreiðan- lega gefa almenningi tækifær til þess að mynda sjer sjálfstæða skoð- un« á Sambandssöfn. og s. d. adventistasöfnuðinum. Jeg held að hann sje þegar búinn að gera það að miklu leyti. »Og ánauð vjer hötum, því andinn er frjáls, Hvort orðum hann verst eða sverðunum stáls«. David Östlund. P. S. Á öðrum stað í þessu tölublaði ætla jeg að gera vinum mínum eins glöggva grein, og unt er, fyrir því, hver sje rjettur eigandi »Frækorna«. Það geri jeg samkvæmt ósk ýmsra þeirra, og er mjer einkar Ijúft að verða við henni. Margt fleira mætti segja, en jeg nenni því ekki. Jeg skal láta sitja við að láta ykkur vita, að jeg þekki til, hvernig þið höguðuð ykkur með — Þat sem Krists andi er, þar er frelsi. Kristur þvingar ekki með valdi, heldur með kærleika. — Kærleikurinn bindur traustara en öll önnur bönd ,og þó er sá, sem elskar, orðinn »sannarlega frjals«. — Kristur er höfðingi síns safn- þessar tvær greinar Vísis, sem áttu að ríða nijer að fullu. Þið keypt- 1500 eint. af hvoru blaðinu til út- breiðslu og tókuð því um leið fram við útg. að ekkert orð frá mjer mætti vera í pessum tölublöðum, ekki einu sinni það að svarað yrði af mjer seinna. Hvort þeir mörgu, sem fá þessi þessi 1500 eint. af greinum ykkar fái nokkurn tíma mín svör — á því berið þið ábyrgð. D. Ö. aðar. Þar þekkist enginn páfi, eng- inn valdboði. Allir eru bræður. — Fyrir sinn andastjórnar Krist- ur söfnuði sínum. Hafi einhver ekki Krists anda, þá er sá ekk: hans. — Frelsun er ekki fólgin í því að gjöra heldur að veita móttöku. Nýtísku-klœönaöur kvenna. Skrítinn er hann, búnaðurinn þessi, og sumum fellur hann ekki vel í geð, en lögmál tískunnar er strangt og því má búast við, að hann .skrýði« kvenþjóðina innan skamms. Og eitt á hann þó til síns ágætis: það er hægt að hreyfa fæturna í honum. Það er naumast hægt að segja um hina afarþröngu silkipoka, sem sumar fín- fínustu »dömur« sýna sig í á Reykjavikur-götunum nú orðið.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.