Frækorn - 11.08.1912, Blaðsíða 3

Frækorn - 11.08.1912, Blaðsíða 3
F R Æ K O R kenningu hans, og þá er svarið: Jeg hefi daglega kent í samkundun- um og í musterinu. Hvað hafði hann kent? Þeir sögðu að hann uppæst lýðinn. Hann hafði kent: Gefið keisaranum það, sem keisar- ans er, og guði, hvað guðs er. — Neyði einhver þig um einnar mílu fylgd, þá far með honum tvær. — Vilji einhver hafa lagadeilur við þig um kyrtil þinn, þá lát hann og yfirhöfn þína lausa.— Slái einhver þig á hægri kinn þína, þá bjóð honum einnig hina. Vinur minn, ef vjer spyrjum og þegar vjer spyrjum: hvar er sauð- urinn til brennifórnarinnar? þurfum vjer að efast um svarið, sjáum vjer ekki hjer guðs lamb? Þegar þeir negla hann á trje bölvunarinnar, segir hann : Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir g/öra. Þar sjer þú guðs lamb. Faðir, í þínar hendur fel jeg minn anda. Þar sjer þú guðs lamb. Ennfremur: Guð minn, guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig? Hafði Jesús ekki reitt sig á guð, hafði hann eigi í guðs eigin fyrirheitum í gamla testament- inu sjeð, að guð mundi bera liann, gat hann ekki tileinkað sjer full- komiega 23. sálminn: Þó jeg ætti að ganga um dauðans skuggadal, skyldi jeg samt enga ógæfu hræð- ast, því þú ert með mjer; þín hrísla og stafur hugga mig? Og samt sem áður, hjer er engin huggun, engin hjálp. Guð minn, guð minn, hvers ve\na hefur þú yfirgefið mig ? Sjálfur getur hann ekki á þessari stundu svarað þessu: hvers vegna ? En fáum árum síðar beinir hann svipaðri spurningu: hvers vegna, að einum óvina sinna. Fallinn til jarð- ar af ljósinu frá himnum liggur hann á veginum til Damaskus, þá fer hann að heyra spurninguna: Sál, Sál, hversvegna ofsækir þú mig? Hvers vegna. Hefi jeg ekki liðið fyrir þig, hef jeg ekki clskað þig fram í dauðann, er jeg ekki guðs lanib, sem ber einnig þínar syndir? Hversvegna ofsækir þú mig? Sál varðhöggdofa fyrirspurn- ingunni, og fullnægjandi andsvar gat hann aldrei gefið. En þegar guð opnaði leyndardóma sína fyrir honurn, getur hann svarað fyrir oss spurningu Jesá á krossinum: hvers vegna hefur þú yfirgefið mig? og svarið er: Kristur varð bölvun fyrir oss (Gal. 3. 13). Finnir þú að bölvunin hvíli á þjer, þá legg- ur guð til lambið fyrir þig, en ekkert lamb lagði sig í sölurnar fyrir Jesúm. Hann var sjálfur guðs lamb, og varð að yfirgefa hann, og þegar sonurinn spyr: hvar er sauðurinn til brennifórnarinnar, þá svarar faðirinn hiklaust: Þú ert það, sonur minn. Hann varð bölvun fyrir oss, og þessvegna gat hann orðið oss til blessunar. Hann var gjörður að synd fyrir oss, og þess vegna gátum vjer verið guðs rjett- læti í honum (2 Kor. 5, 21). Páll segir: Takið burt hið gamla súr- deígið, svo að þjer framvegis get- ið verið nýtt deig, eins og þjer nú eruð ósýrðir; því vort páskalainb er vor vegna slátrað, sem er Krist- ur (1 Kor. 5. 7) Og Pjetur segir: Þjer vitið, að þjer eigi eruð endur- leystir nieð forgengilegu silfri eða gulli frá yðar hjegómlega athæfi, er þjer numið höfðuð af feðruni yðar; heldur með dýrmætu bióði þess óflekkaða og lýtalausa lambs- ins, Krists. (1 Pjet. 1, 18). í He- breabrjefinu lesum vjer, að þá Kristur kom, æðsti prestur hinna tilkomandi gæða, gekk hann í gegn um hina stærri og fullkomnaritjald- búð.sem ekki er með höndum gjörð, 43 það er: sem ekki heyrir til þessai- ar sýnilegu sköpunar, hafandi hvorki hafra nje uxablóð, heldur gekk hann eitt sinn með sitt eigið blóð inn í hið allrahelgasta og afrekaði oss eilífa endurlausn. Því hefur uxa og hafrablóð og aska brendrar kvígu, sem stökt var á þá, cr ó- hreinir höfðu gjörst, helgað þá til holdsins hreinsunar, hversu miklu framar mun þá blóðið Krists, er í krafti hins eilífa anda fórnfærði sjálf- an sig guði óflekkaðan, hreinsa vora samvisku frá saurugum verkum, svo vjer þjónum lifandi guði (Hebr. 9, 11 — 14). Þurfum vér nú meira? Höfum vjer ekki séð guðs lamb? Eða vill þú, vinur minn, sjá guðs lamb í dag? Vjer munum eftir, hvernig guð fyrst lætur slátra lainbinu, áð- ur en fólkið kemur út. Þú ert ekki kominn út úr ægilegum þrældómi, þærldómi Egyptalánds og þú reynir að fullnægja guði kröfum með verkum þínum, en guð segir: eg hef fengið fullnægju. Þú verður að meðtaka guðs lamb, sem fórn fyrir synd þína. Vjer minnumst þess, að þegar fólkið syndgaði nteð vitund, sagði guð: látið koma fram með lýtalausan hrút. Ef til vill hefir þú, bróðir eða systir, fallið í synd og glatað fullvisunni um barnarjett þinn með falli þínu, en komdu til Jesú í dag. Komdu til lambsins enn einusinni, og þú munt fá að reyna að það er til hreinsun og fyrirgefning. Hinn holdsveiki átti að koma fram með lamb, en Guð hefir sjálfur komið með lamb fyrir þig og mig. Þeg- ar Jesus kom ofan af fjallinu, mætti honum þar holdsveikur maður, sem sagði: ef þú vilt, þágetur þú hreins- að mig? og Jesús svaraði: eg vil, vertu hreinn. Og þegar hann snerti

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.