Frækorn - 08.11.1912, Blaðsíða 5

Frækorn - 08.11.1912, Blaðsíða 5
er óaðskiljanlega samtengdur, og hvorki tími nje rúm getur slitið bandið. Jeg var sjálfur í Anieríku fyrir tveimur árum, konan mín og dætur mínar í Evrópu og dreng- irnir mínir í Afríku, en vjer höfð- um þó engan skriflegan samning gert, um að vjer skyldum vera sam- tengd, því guð hafði gefið sitt lög- mál, innbyrðis kærleikans lögmál, í hjörtu vor, og vegna þess flutt- umst við saman aftur. Þegar guð setti sín tíu boðorð, sem ytri reglu kring um fólkið, hvað- an hafði hann þá tekið þessi boð- orð? Hann tók þau frá hinni instu sannleiks meðvitund mannsins, svo að þegar ísraelsmenn heyrðu þau, svöruðu þeir einungis: Vjer vilj- um gjöra alt það, seindrottinn býð- ur. 2. Mós. 19, 8. Frá mannsins innri sannleiksmeðvitund, eða frá guðs eigin hjarta, því vjer erum skapaðir í hans mynd. En þegar maðurinn vegna fallsins varð óhæf- ur til að lesa hjartans lög, gaf guð þau í ytri bókstöfum, til þess síð- ar meir fyrir sinn son að skrifa þau aftur í insta fylgnsi hjaríans. Þvf segir postulinn, að endir lögmálsins er Kristur, til rjettlætis hverjum, sem trúir, Róm. 10. 4. Kristur hefur tekið inn í sjálfan sig öll guðs boðorð og fyrirskipanir, svo að alt líf hans er ein opinberun af guðs lögum, og viljir þú sjá guðs lög í mannlegu holdi, þá líttu á Jesúm frá Nazaret, því hann er guðs ög likamleg og lifandi gjörð. Efjt- ir að hann hefur meðtek'ð guðs lögrnál í sjálfan sig, er hann, hinn syndlausi, negldur á kross- inn, til þess að ofurselja vort gamla líf eyðileggingunni og afmá það. Þegar búið er að deyða hann, tek- ur guð hann úr gröfinni, og setur hann við sína hægri hönd á himn- F R Æ K O R N um. En svo kemur hann aftur fyrir sinn anda og drepur á dyr hjartna vorra og spyr, hvort hann fái að komast í lífssamband við oss, til þess að hafa áhrif á líf vort og með sínu guðdómlega lífi í oss leiða oss áfram á vegi helgunarinnar. Þegar vjer komumst í lifssamein- ingu við Jesúni, sýnir sig í lífi voru sá kraftur, sem er í honuni. Sólargeislinn flytur sóiina inn í jurtirnar, svo þær fá blöð, blóm, ylm og fegurð. Þannig tekur and- inn af fyllingu Krists og gefur oss, líf vort verður opinberun þeirra guðdómlegu krafta og eiginleika, sem eru í Jesú. Á meðan vjer er- um í sambandi við hann, auglýs- um vjcr hans guðdómlegu eigin- leika, en ef sambandið slilnar, þá er krafturinn farinn. Ljósið logar, meðan kveikurinn samtengir það olíunni, en ef kveikurinn verður of stuttur, þá deyr ljósið, Þannig hefur Jesús meðtekið hin eilífu lög í sitt eigið líf og býður þau oss, með því að taka sjer bústað í vor- um hjörtum. Viljir þú meðtaka guðs lögmál í hjaría þitt, þá verð- ur þú að gjöra það með því að taka á móti fagnaðarerindinu, sem er Jesús sjálfur. Vjer getum ekki lifað hinu eilífa Iífinu, nema vjer meðtökum það í hjörtu vor. Vjer geium ekki þvingað oss gegn eðli voru; því ekki getur maður kent fiskinum að lífa í loftinu eða fugl- inum í vatninu. Getur blámaður- inn breytt hörundslit sínum, og pardusdýrið sínum ‘.lekkjum? Jer. 13, 23. Sjerhver breytir samkvæmt því eðli, sem býr intira nieð hon- um. Meðan þú ert heimslega sinn- aður, getur þú ekki gengið á veg- um guðs. Ef líf þitt á að breyta stefnu, þá verður þú fyrst að með- taka annan anda. Þess vegna spyr 69 postulinn hina kristnu, hvort þeir hjeldu, að þeir gætu verið bæði vinir guðs og heimsins. Eða haldið þjer, að ritningin tali ófyrirsynju? mun sá andi, sem í oss býr, leiða til öfundar? Jak. 4, 5. Ef drottins andi býr í oss, þá leitar hann til uppsprettunnar, guðs, og lif vort stefnir til hans i Jesú Kristi. Við- leitní í gagnstæða stefnu er gagns- laus, og því bæíir hann við: guð gefur meiri náð. Þess vegna, ef þú finnur, að andi himinsins býr í þjer, þá beygðu þig fyrir lifandi guði þá fær þú annan an.da, og þá fær einnig lif þitt aðra stefnu. Stund- um sjáum vjer ský í loftinu hrekj ast hvert á móti öðru, af því þau eru í ýmislegu loftslagi og hrakin af andstæðuni vindum. Ef vjer gætum tekið þoku úr lægra lofts- laginu og flutt það hærra upp, þá mundi það breyta stefnu. Þannig er því varið með líf vort. Þegar æðri kraftur grípur inn í það, kraftur guðs anda, þá breytir það stefnu og fær annað útlit. Andinn verður að táka oss út úr lægri til- veru og flytja oss upp í æðri. 1 Natal í Afríku er mönnum t. d. stjórnað eftir mismunandi lögum. Hvíti mannflokkurinn er undir lög- um liins siðaða heims, en hinum innfæddu er stjórnað eftir þeim lögum, sem Chaka konungur fyrir- skipaði í byrjun fyrstu aldar. En ef svertingi fullnægir vissúm sið- menningarskiiyrðum, ef ’uann á að eins eina konn, býr í steinhúsi, kann að lesa, o. s. frv., þá er liann leystur frá sveitingja-lögunum- og er kominn undir lög hvítra manna og er meðhöndlaður eins og þeir. Hanti er þá fluttur inn í æðri til- veru. Kálormurinn skríður á jörð- unni, hann getur ekki annað, en þegar guð gjörir enda á hinu gamla

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.