Frækorn - 30.11.1912, Blaðsíða 2

Frækorn - 30.11.1912, Blaðsíða 2
74 F R Æ K O R N berðu með hreystilegri þolinmæði það, sem á að koma yfir þig. Minstu þess, að eftir vetur kemur vor og sumar, að eftir nóttina ijóm ar af degi, og þegar stormurinn er um garð genginn, verður bhða- logn. T. Kempis. Lögmálið hið innra með oss. (Heb. 8.) Eftir sjera Otto Witt. — — Frh. Páll postuli lýsir fyrir oss, hvernig hann sjálfur er fluttur úr lægri til- veru og settur inn í æðri, og finn- ur, að hann er boririn af göfugri og fullkomnari lögum og kröftum, og það einmitt ineð því, að snúa sjer burtu frá sjálfum sjer; varpa burtu frá sjer sínum eigin hugð- málum og örðugleikum, gefa guði líf sitt í Jesú Kristi. Vjer skulum benda á hugsunarþráðinn í þess- ari lýsingu, sem innifelst í 5—8. kapítula Rómverja-brjefsins. Fyrst talar postulinn um frelsunina, seni hann sjálfur hefnr öðlast, yfrrgang- ínn frá dauðanum til Hfsins fyrir rjettlæting af trú, staðfest með út- hellingu guðs kærleika í hjarta hans fyrir heilagan anda. Þar, sem svnd- in yfirgnæfir, yfirgnæfir náðin enn meir. — Eigum vjer að liggja í syndinni, svo að náðin yfirgnæfi? Fjærri fer því, vjer höfum dáið frá syndinni -fyrir dauða Jesú. Minn gamli maður, mitt fyrra líf, er í Jesú negit á krossinn og þess vegna hlýt jeg að áiíta minn gamla mann dá- inn í honum. Því alt líf mitt, sem jeg hefi lifað í hugsunum, orðum og gjörðum, það hefur myndað minn innra mann og Iyndiseinkunn mína, en þegar jeg við Jesú kross beygði mig fyrir mannsins syni, gekk að dómi guðs, sem hann í Jesú sjálfur hefur felt yfir breytni minni, fann jeg mig frelsaðan frá því gamla og leiddan inn í nýtt lif. Álítið svoleiðis einnig, að þjer sjálfir sjeuð dauðir syndinni, en lif- ið guði í Kristó Jesú drotni vorum. Nú er eins og tveir vegir opnist fyrir postulanum, til þess, að þetta Iíf nái fullkomnun í framtíðinni. Og þessum tveimur leiðum lýsir hann fyrir oss með átakanlegum myndum, úr sinni eigin lífsreynslu. önnur leiðin er: jeg skal gjöra það, með guðs hjálp. Hin leiðin er: jeg megna alls ekkert að gjöra; jeg verð að fela mig guði, að hann verki í mjer að vilja og fram- kvæma, Fyrri leiðin er, þegar frelsaður maður hygst að vinna í eigin krafti. Það er sama sem að hinn gamli maður, sem var dæmdur til. dauða á krossinum, 'ærði vakinn upp aítur og fyrr eða síðar leiðir til örvænt- ingar. Hin Ieiðin er sú, að guð ber oss, og vjer framvegis væntum einskis af oss sjálfum, en alls af guði- Postulinn sýnir oss sjálfan sig í lýsingu sinni. Jeg er holdlegur, seld- ur undir syndina. Því jeg veit ekki, hvað jeg gjöri; því það góða, sem jeg vil gjöra, gjöri jeg ekki, en hið vonda, sem jeg ekki vil, það gjöri jeg. En ef jeg gjöri, það, sem jeg ekki vil, þá viðurkenni jeg, að lögmálið er gott. Því hið góða, sem jeg v il, gjöri jeg ekki, en hið vonda, sem jeg vil ekki, það gjöri jeg. En ef jeg gjöri það, sem eg vil ekki, er það ekki framar jeg, sem gjöri það. Það er einungis jeg alla lciðina og endar því með þessum orðum: Jeg vesæll maður, hver mun frelsa mig frá þessum dauðans líkama. Jafn- vel frelsaður maður hefur ekki kraft í sjer til að ganga á guðs veguin; til þess að geta það, verður hann að þiggja alt af guðs náð. Postul- inn hefi sýnt alvarlega viðleitni, en hann varð að fórna sjálfutn sjer og leita kraftarins hjá guði. Hann er eins. og barn, sem gengur á erfið- um vegi við hlið föður síns; óaflát- anlega hjálpar faðirinn og ver falli. En nú eru kraftarnir þrotnir, og örmagna lítur hann til föður síns og segir: »faðir, ber þú mig«. Upp frá þeirri stundu ber faðirinn barnið sitt. Nú er ekki lengur að taia um fall eða að gjöra það, sem maður vill ekki, því maðurinn hefur orðið að lúta í lægra haldi, en guð verð- ur að koma í hans stað. Postulinn þekkir vanmátt sinn, en jafnframt guðs kraft. Svo er nú engin fyrir- dæming yfir þeim, sem eru í Kristó Jesú, hvorki í hjarta þeirra nje lífi þeirra. Því lögmál lífgunarandans í Kristó Jesú hefur frelsað mig frá lög- málisyndarinnarogdauðans.Takeftir, að postulinn segir ekki, að syndar- innar og dauðans lögmál hafi verið burt tekið eða gjört að engu; en har.n sagðist vera frelsaður frá því. Öílugra lögmál er orðið ráðandi í lífi hans. Jeg held á bók, og hún er háð því lögmáii, að hún dregstað mið- depli jarðarinnar, en þegar hún hvílir á hönd minni, dettur hún ekki, þar eð lögmálið í hönd minni er sterkara en þyngdarlögmálið, sem er í bókinni, og veldur því, að hún fellur ekki, en dregi eg hönd mína, fellur hún strax. Þannig er því varið með nátturlega lögmál hjartans. sam dregur niður til spillingar, en á meðan vjer hvíluni í hönd Krists, getur þetta jögmál ekki beitt afli sínu. Vjer getuin aldrei komist af án Krists. Því er ekki þannig var- ið, að þar eð vjer eitt sinn erum

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.