Frækorn - 30.11.1912, Blaðsíða 7

Frækorn - 30.11.1912, Blaðsíða 7
F R Æ K O R N 79 ritblýi í húsi Donald Braes. Eftir þessari mynd hafði hann málað á- gæta andlitsmynd af frelsunarmanni sínum. S. > O, droitinn hversu lengi? »Mín sál er mjög óróleg, ó drott- inn, hversu lengi?« Sálm. 6, 2. 3. Hve seinlátar ern ekki minúturnar! Hve hægt hreyfast vísirarnir, þegar vjer erum gagnteknir af eftirvænt- ingu! Augnablikin finnast jafn- löng og klukkustundir, þegar vjer þjáumst og bíðum eftir hjálp, — eins og hinsvegar tímarnir dragast saman í mínútur, þegar hjartað er fult af gleði. Hversu lengi, drottinn, áður en reynslutíminn endar? — Þegar vjer stígum inn í eldsofn þjáninganna, viljum vjer helst gera samning við guð, um að það væri ekki nema tiltekinn tíma. En hann segir oss aldrei fyrirfram, hve lengi þrautin vari, til þess tilgangi hans verði náð, að þolinmæðin fullkomni verkið. Hann segir blátt áfram: »Það er nóg að líða eitt augnablik í einu.* Hversu lengi, drottinn, þangað til hjálpin kemur? Fyrir löngu síðan gerðum vjer boð eftir liðs- auka, og síðan hefur stríðið harðn- að ákaflega. Vjer höfum starað svo langt, sem augað eygði, út í himin- geiminn til að uppgötva, að hjálp- kæmi, en alt til ónýtis. Vjer hugs- um, að vjer getum ekki afborið lengur. Vjer höfum erfiðað með árunum, svo lengi vjer orkuðum, og ef engin liðveisla hemur, verð- um vjer á fjórðu nætur-vökunni komnir fast að óumflýjanlegri eyði- leggingu. »Hvar er þinn guð?« kallar óvinurinn, og vjer freistumst til að álíta oss yfirgefna og gleymda. Hversu lengi, drottinn, áður en þú kemur? — Hann hefur sagt, að hann muni koma skjótt — en merk- in líða framhjá hægt og hægt, og þó vjer hlustum nákvæmiega, heyr- um vjer ekki fótatakið hans í gegn- um fortjald tímans. Ó, sál! hættu að kveina. Bið er ekki brigðmælgi: »Þúsund ár eru fyrir drotni, sem .einn dagur.« Hann kemurávængj- um vindanna. Hann er þegar í nánd, fiann stendur við dyrnar. Hann kemur ekki einu augnabliki of snemma — en ekki heldur einu augnabliki of seint. F. B. Meyer. — Forðastu ógætileg orð. Þau eru lík örvum, sem skotið er út í myrkrið; maður veit ekki, hvar þær hitta. — Tala ekki um sjálfan þig eða lofa þín eigin verk. Sjeu þau góð, þá lofa þau sig sjálf, og sjeu þau fánýt, þá er betra að segja sem fæst um þau. — Öfunda engan. Öfundin er þjer til einkis góðs og sakar ekk- ert þann, sem fyrir verður. — Eigðu ekki í deiluni að gamni þjer, til þess að segja eitthvað á móti. Sá, sem með einþyktii og óskynsemi ber fram blákalt sitt mál- efni, líkist manni, sem stíflar lind- ina, er hann á að drekka úr. — Vertu alúðlegur líka í smá- munum. Hið sanna eðallyndi hjart- ans lýsir sjer betur í ástúð og greið- vikni í hversdagslífinu, en í opin- berum góðgerðum. — Vertu stundvís. Margur glat- ar gæfustundinni, með því að koma einu augnabliki of seint, og með óstundvísi er þeim, sem bíður, sýnd ókurteisi. — Sönn, einlæg bæn hlustar eins alvarlega eftir svarinu, eins og hún biður um hjálp og fróun. — Láttu ait hjarta þitt fyllast af guðs orði. — Hinn rjettláti skal blómgast, taka framförum, opnast algert fyrir ijósi og lífi guðs — þrá kærleika en einnig öðlast hann. — Hvíld finnur þú ekkí með þvi að svæfa samvisku þína. — Þegar Pjetur ornaði sjer við eld óvinanna, fjekk hann andlega ofkælingu. — Þegar hann hjelt að hann væri þrekmeiri og betri en aðrir, varð afleiðingin sú, að hann fjell dýpra en áður. — Treystirðu sjálfum þjer, þá verð- ur þú svikinn. Treystirðu vinum þínum, og þeir munu yfirgefa þig í dauðan- um. Treystirðu peningum, og þeir far ast. Treystirðu áliti þínu, og eiturtung- ur geta flekkað þitt góða mannorð. En treystu drotni; og þú munt aldrei verða til skammar hvorki uni tínia nje eilífð. — Meðal mannanna er mjög stór hópur, og mjög glaður að sjá, sem aldrei leitar guðs ríkis. — Enn er ann- ar stór flokkur, sem virðist mjög van- sæll; hann leitar guðs ríkis, en leitar þess ekkí fyrst af öllu — Þá er enn mjög lítill, en mjög hamingjusamur skari, sem leitar guðs ríkis, en leitar þess fyrst af öllu. Hverjum flokknum tilheyrir þú? — Sá maður gefur sitt besta til heimsÍBS sem leitar hins besta í hinum tilkomandi heimi. — Quðs blessun fylgir mikil ábyrgð. — Hver sá maður, sem berst gegn syndinni, verður aldrei einn í barátl- unni, því guð og hans englar stríða með honuin. — Föðurinn finnur þú ekki með því að snúa baki við bróður þínum. — Vænstu þess ekki, að sannleik- i sje alla tíma jafn augljós sálu þinni. Bæn, er ekki ávalt til þess, að vjer öðlumst það, sem vjer æskjum oss, en hún gefur ávalt meiri andlega krafta. —Guðafneitar ekki þeim, sem afneit- ar sjálfum sjer. — Fyrir sameiningu vié Krisl getur fallinn maður orðið guðs barn.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.