Frækorn - 01.04.1913, Page 2
26
F R Æ K O R N
Hvað gjörir þú til að
bæn þín verði heyrðF
Eigi vor bæn íð hafa nokkra
þýðingu, verðum vjer að gjöra það
sem oss ber, til þess að hún geli
orðið heyrð. Ef vjer viljum, að brjef
komist til móttakanda, þá setjum
vjer frímerki á það. Mörg þúsund
bænir, formlega og ve! sagðar, ná
aldrei tilgangi sínum — og hvers
vegna? Skilyrði eru bundin við öll
fyrirheiti guðs; þessi skilyrði verð-
um vjer að uppfylla, ef vjer viljum
öðlast þá blessun, sem er tengd við
fyrirheitin. Þannig er einnig með
fýrirheitið um bænheyrslu. Enginn
jarðyrkjumaður er sá heimskingí, aö
hann búist við hveitiuppskeru, ef
hann-ekki plægir og sáir hveiti í akur
sinn. Hvað bænina snertir, þá verð-
um vjer fyrst að vera fulivissir um,
að vjer gjörum það, sem oss ber,
ef vjer eigum að vona, að guð gjöri
það, sem hans er. í vissum skiln-
ingi verður hver kristinn maður að
gjöra alt, sem hann megnar, svo að
hans eigin bænir verði heyrðar.
Eitt sinn, er gjöfum var safnað
til trúboðsins, var gamal prjedikari
livattur til að biðja fyrir frelsun
heiðingjanna. Hinn reyndi guðs
þjónn stakk höndinni fyrst í vasa
sinn og tók upp gulipening og
lagði á samskotadiskinn og sagði:
»Jeg get ekki beðið fyrir heiðingj-
unum, áður en jeg hefi Iagt minn
skerf til trúboðsins*. Hann tók sinn
þátt í verkinu.
Ef hinir kristnu á vorum tímum
biðja: »Tilkomi þitt ríkiU en nota
peninga meira til að seðja nautna-
fíkn sína, en til að styðja trúboðið,
þá er það næstum eins og háð. Guð
hefur enga blessun handa nautna-
sjúkum hjörtum.
Þegar jeg heyri foreldra óska,
að beðið sje fyrir börnum sínum,
hugsa jeg með sjálfum mjer: Hvað
gjörir þessi faðir eða móðir til þess
með orðum eða dæmum, að vinna
barnið si!t fyrir Krist ? Trúuð eigin-
kona, sem daglega í samlífinu við
mann sinn auðsýnir trú sína í kyr-
látri, auðmjúkri sannheilagri um-
gengni, hún samverkar með heilög-
um anda og undirbýr veginn svo
hjartans bæn hennar verði heyrð.
Guð bregst aldrei fyrirheitum sínum,
en hann krefst þess, að vjer sýnum
trú vora f verkunum, og að vjer
aldrei biðjum um blessun, sem vjer
erum ekki fúsir til að leggja nokkuð
í sölurnar fyrir.
Alvarleg, sjálfsfórnandi, kröftug
bæn nær ávalt takmarki sínu. Því
sá sem hennar biður, er altaf fús
að fórna hverju, sem krafist er til
að eignast þá blessun, sem sál hans
þráir. Th. L. Cuyler.
,Viðvörun:
Varist að koma við! Lífshætta!«
Þúsundir slíkra viðvarana eru
festar á afl-leiðslustólpana um ýms
lönd norðurálfunar til að varna slys-
um og dauða1). Hugsum oss mann,
sem lært hefur að lesa, en alls ekki
þekkir rafurmagn, hann kemur að
einum stólpanum og les viðvörun-
ina. Hann hefst upp handa: »Hvað
á slíkt að þýða? Á að telja mjer
trú um, að hættulegt sje, að snerta
á trjestólpa? Jeg hef fengist við trje
þúsund sinnum á æfi minni án þess
að hafa orðið var við nokkra hættu
*
af því.« Hann fer þangað tekur í
‘) Þessar viðvaranir eiga við, þar
sem rafmagnsafl, t. d. til vjelareksturs,
er leitt með þráðum, eins og algengt
er erlendis. Ritstj.
stólpann og verður einskis var. »Nú
sjer maður« segir hann, »þessi yfir-
skrift er aðeíns til að hræða fólkí
— jeg er viss um að, það er eins
hættuiaust, að snerta þessa þræði
uppi; — jeg hef svo sem átt við
járnþræði hundrað sinnum á æfi
minni og aldrei orðið meint við.
Og nú skal jeg sýna, að jeg er
maður, sem ekki lætur hræða sig.«
Svo fer hann að klifra upp staur-
inn, kemst með miklum erfiðismun-
um nógu ofarlega til að ná í þráð-
inn, grípur um hann og fær voða-
högg, dettur niður og, hálsbrýtur
sig.
Hvað var að hjá þessum manni?
Hann var óvitandi um það, sem
annað fólk þekti, og hann trúði ekki
viðvöruninni. Hann gat ekki sjeð
hinn ósýnilega kraft, þessvegna
vildi hann heldur ekki trúa á
hann.
Vjer getum freistast til að kvarta
yfir svona fávísum og sjálfbyrgings-
legum vesaling, ef slíkt ætti sjer
stað. En það sem verfa er: heim-
urinn er fullur af fólki, sem breytir
líkt þessum manni. Það hefur
mörgum sinnum heyrt viðvörunina:
»Varist að koma við! Lífshætta«.
Það hefur sjeð hinar óttalegu af-
leiðingar þess að forsmá viðvörun-
ina nærri því eins oft, en samt vilja
þeir ekki trúa á hinn ósýnilega kraft,
af því þeir hafa ekki lært að þekkja
hann og geta ekki sjeð hann.
Eins og leiðsluþráðurinn er
strengdur frá einum stólpa til ann-
ars á mílna svæði, og ekki sjerstak-
lega ólíkur öðrum þráðum að út-
liti, en Ieiðir hulinn kraft íil ákveð-
inna staða, og lætur þar þúsundir
hjóla snúast og þúsundir lampa lýsa;
þannig kemur kraftur guðs anda,
út sendur frá guði, kveikir ljós í
hjörtum mannanna, nær valdi yfir