Gjallandi - 01.04.1907, Blaðsíða 3

Gjallandi - 01.04.1907, Blaðsíða 3
GJALLANDI 3 „Hjálpræðisherinn“- Svo nefaist einn flokkur vandlætingamanna hér í bænum. Hiálpræðisherinn hefir um 10 ára skeið starfað hér í bænum, og hefir í starfi hans kent margra grasa. Liknarstarfsemi hefir herinn sýnt með mörgu móti þessi ár, það skal ekki af honum dregið, en auðvitað eru fjármunir þeir, er til slikrar starfsemi fara, af almannafé, en sem her- inn gefur aftur. Eg hef nokkrum sinnum komið á samkomur hersins, þó eigi sé það oft. Þá er vér komum upp tröppuvnar, er að samkomu salnum liggja, mætir oss í skúrnum oftast roskinn kvennmaður, er af náð sinni hleypir oss inn, en þó ekki nema vér borgum henni 5 eða 10 aura, eftir því sem lítilþægni hersins er í það og það sinnið. En er vér komum inn úr dyrunum, inn í salinn, sjáum vér herinn fylktan inst inn við gafl, beint á móti oss, upp á einskonar upphækkuðum kassa eða palli. Það hefir oft vakið athygli mína, hversu herinn, eftir flokki hans að dæma, leggur litla rækt við, að leiða æskulýðinn, nei, herinn virðist að eins vera trúarflokkur fyr- gamlar kerlingar, er lengi hafa vilst af réttri leið, en eru nú orðnar heilagar og syndlausar(H) eins og þær sjálfar komast að orði. Margra álit mun það vera, „að illa sé sáherístríð búinn, er hefir litlu öðru en örvasa kerlingum á að skipa“. En oss finst þó eitthvað „hermannlegt11 við herinn, er vér lesum uppnefni hans, því í honum eru alt tómir foringar, enginn liðsmaður, allir, jafnt karlarsem konur, eru foringjar, en hið versta er það að enginn er herinn, hver tnaður hersins verður því að berjast á vígvellinum, bæði sem foringi og liðsmaður. Æðsti yfirmaður hersins er W. Booth, sem er í Lundúna- borg, og er kallaður „general“. Æðsti yfirmaður hér á landi er nefndur „dróttstjóri" og heitir sá, er nú ber þá tign og virðing, J. Pedersen, sem er danskur að ætt. Eg varð svo frægur að koma á her, er þessi núverandi gvQkallaði „dróttstjóri11 hélt ræðu, ef ræðu skal kalla, það

x

Gjallandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallandi
https://timarit.is/publication/185

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.