Gjallandi - 01.04.1907, Blaðsíða 5
GJALLANDI
5
gengið betur en svo, að lögregluþjónarnir hafa orðið að hjálpa
honum út þaðan, og alt af hefir það þó eigi tekizt. — Hefir
hann nýlega fengið sektir fyrir þrjósku, ásamt tveim öðrum
slíkum félögum. — Sögu er og að bræðralag og gott sam-
komulag sé á milli þeirra manna, er í bankanum gegna af-
greiðsln á næturþeli, og eina nóttina komu út samtímis 3
rpöru. Er það eitthvað mannalegr i, en þegar eitt og eitt er
að hlaupa í felur, þar sem því verður viðkomið. — En ólukku
næturverðirnir hafa augun opin, jafnvel þó dimt sé orðið, en
á þeim hafa bankamennirnir vafalaust eigi varað sig.
Knöttur.
„Trú“ heitir blaðnefna ein hér í bænum, er nú hefír kom-
ið út einu sinni í mánuði, í 3 ár. Byrjar í marz síðastl. 1. tbl.
4. árg. með hina amerísku spádómsspeki Spangler’s kaupmanns
um heimsendir 1908. Lepur þessi blaðsnepill þar upp alla grein
þá er í „Lögbergi“ stóð um þetta mál, virðist það festa trú
á vitleysu þessari, sökum þess að konu eina, suður í Hafnar-
firði, hafði syfjað svo mikið á aldamótanóttina 1900, að hún
sofnaði, og dreymdi að maður segði henni: að 1907 yrðu
aldam'ot. Ritstj. blaðnefnu þessarar virðist ekki fram úr hófi
reikningsfær í almennum einskonartölum, þar sem hann álít-
ur að draum^í þessi sé sönnun fyrir að Spangler hafi rétt
fyrir sér; þar Spangler segir að 1908, verði aldamót, en draum-
lýgin 1907. En þar á mót leggur enginn skynsamur maður
trú á neitt af þessurugli.— Ritstj. „Trúar“ nefnir sig Samuel
0. Johnson, hann er sonur Ögmundar Jónssonar á Seyðisfirði,
Var hann skírður Sigurður, varð bakari á Seyðisfirði.
fór svo til Ameríku, skírði sig þar um, kom svo aftur til
„Fróns“, sem trúboðs-brot einhvers „Helgunarkirkjufélags".
Gunnar Klampi.
Einn af þeim úrsmiðum bæjarins, sem hefir gefið bæjar-
búum kost á að athuga loftþyngdarmælir og hitamælir, hefir
nú verið losaður við þáfyrirhöfn. Þjónustusamir andar, —ef
til vill úr borðfótum, — hafa hreins;.ð þilið þar sem áböldin
voru vön að han a, og þótt allrammlega væri frá gengið, hafa
andarnir sleikt svo fast, að ekkert er eftir á þilinu, annað