Gjallandi - 01.04.1907, Blaðsíða 8
8_ _________ GJAT.LANDT _ ^ __
Hralveiðarnar
frá Melkoti ganga mjög stirt um þessar mundir. í tjörn-
ina rekst engin skepna, nema álar og rottur, og verð eglík-
lega að skora á bæjarstjórnina að dýpka lækinn, svo hann
verði hvalgengur. Aftur á móti eru þeir sagðir á bakkan-
um: eitt búrhveli, eitt náhveli og eitt illhveli, þar að auki
er víst von á einu stórhvelinu enn (það segja, sem þekbja,
að muni vera ste}rpireiður). Hvort þeir skulu ekki skutlaðir
ef þeir voga sér í tjörnina. sennaH.
Margar ritgerðir bíða næsta blaðs, vegna þess hve lítill og
ófullkominn „Gjallandi11 enn þá er, eins og „Nýtt kirkjublað"
nema hvað hann er efnis- og andríkari en það.
Um Gjallanda og Þjóðhvell.
Hann Ojallandi leggur nú loksins af stað,
og lætur sinn gjallanda heyra,
þótt Hvellur sé fyrir, hann hræðist e það
en húrrar og gellur þess meira.
Og Þjöðhvelli bregður í brúnirnar þá
og biksvartur verður í framan,
er Gjallanda fær hann að finna og sjá,
þá fyrst verður reglulegt gaman!
Pið haldið hann Gjallandi hræðist hann Hvell,
fyrst hann er svo stálpaður drengur,
þið búist við hálku um samvinnu-svell —
við sjáum nú til hvernig gengur!
„Manni11.
Afgreiðsla „Gjallanda“ er á Hverfisgötu 5, og i Þing-
noltsstræti 23, á þessum stöðum geta og drengir og stúlkur
fengið „Gjallanda" til að selja um bæinn, góð sölulaun.
TJtgefendur : Félagið „GJALLANDI". Eitstjóri : TÓMAS O. ABNFJÖRÐ.
F élagsprentsmiðj an.