Gjallandi - 01.04.1907, Blaðsíða 4
4
GJALLANDI
var hin ágætasta „golfranska11, dansk-íslenzk hrogna-grauts-
blanda. í annað sinn ei eg kom á herinn, var „dróttstjórinn"
fjarverandi, og stýrði frú hans samkomunni. Komst eg þá að
raun um, að „dróttstjórinn“ var bæði kennari og siðameistari
konu sinnar, því það var nákvæmlega sama dansk-íslenzka
hrognamálið, sem hún talaði, er eg hafði heyrt mann hennar
tala nokkru áður.
Eigi er herinn, að voru áliti, skipaður neinum sérstökum
vitmönnum, þó titlar og foringjanöfn séu á hverjum hermanni
Allvel mælskar eru þó sumar kerlingar hans. Þarna halda-
þær stundum, í langan tíma, í einu strykloti, svokallaðar
ræður, um eitthvað sem engiu skilur, og ekki þær sjálfar,
það, sem menn helzt veita eftirtekt, er bugtið og beigingarn-
ar, með öllum þeim pilsaþyt og handaslætti, er slíkum ræð"
um er samfara. (Framh.)
Skollinn úr sauðarleggnum,
Bankastarfsmennirnir sumir hér, kváðu hafa svo mik-
ið starf með höndum, að eigi fari þeir úr bankanum, fyr en um
miðjar nætur. En hvað þeir hafast þar að mun flestum dul-
ið, en svo mikið er víst, að eigi munu það venjuleg bankastörf,
enda sjást engin ljós í gluggum bankans, og litur því út fyr-
ir, að eigi sé það sú iðja er ljós þurfi við. En til að geta
sér einhvers til um starf þeirra, skal þess getið, að orðið hefir
vart við, að töluvert hafa þeir haft með sér þang-
að af ölföngum, og tómar flöskur hafa fundizt í rennunum
beint fyrir framan dyr bankans. Kvenfólk hefir og sést
koma út úr bankanum með þeim á síðkveldum, er þeir munu
hafa haft sér til skemtunar í myrkrasetunni, og hafa það ver-
ið hinar svokölluðu „fínu dömur“(!!) þessa bæjar, en sumir segja /:
að vændiskonu-nafnið ætti betur við þær. — Sérstaklega kvað
það vera einn Landsbankastarfsmaður, embættismannssonur>
meiriháttar þó, sem vanið hefir komur sínar í bankann á síð"
kveldum, eftir að hann hefir verið rekinn út úr hinni knæp-
unni — beint á móti bankanum — sem stundum hefir eigi