Alþýðublaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 1
.-9wm : » . Það varð ljóst, er nokkuð loið á talningu í bandarísku forsetakosningunum, ;.að John F. Kennedy, frambjóðandi Demókrata... mundi fara. með sigur af hólmi. Hann vann hvern stórsigur- inn á fætur öðrum í ríkjunum á austurströndinni þar, sem Eisenhower hlaut mikinn meirihluta í kosningunum 1956. Fyrsta ríkið, sem úrslit urðu kunn í var Connecticut og sigraði Kennedy þar með yfirburðum, í heimaríki sínu, Massachus- etts, var hann kosinn með gífurlegum atkv.-mun. Meðal þeirra ríkja, sem hann hefur unnið, eru New York, Texas, Alabama, Louisiana, Pennsylvania. Georgia, Mary- land, Delaware, Suður-Caro- lina, Norður-Carolina, Missisip- pi, Missouri, Rhode Island, New Jersey. 'Nixon vann aftur á móti þrjú suðurríki, sem Eis- enhower sigraði í 1956. Tenn- essee, Kentucky og Florida. Sömuleiðis sigraði hann í Mai- ne, Vermont, Idalio, Indiana, Kansas, Virginia. í Kaliforníu hefur Kennedy meirihluta og er búizt við, að hann vinni hina 32 kjörmenn þess ríkis. Klukkan fimm hafði hann hlotið 212 kjörmenn og hafði forustuna í ríkjum, sem kjósa samtals 350 kjörmenn, en Nix- on leiddi í ríkjum, sem kjósa 149 kjörmenn. Til að vinna þarf 269 kjörmenn. Nixon hef- ur meirihluta í Ohio, sem velur 25 kjörmenn í kosningunum til öldugna- deildarinnar og fulltrúadeild- Framhald á 16. síðu. ONNUR UTGAFA: KLUKKAN 5,30 ÞAU verða í Hvíta húsinu næstu fjögur árin. John F. Kennedy, Jackie kona hans og Carolina hálfs þriðja árs gömul dóttir þeirra. Og frú Kennedy á von á barni í næsta mánuði og þá verða í fyrsta sinni hengdar upp bleyjur í forsetabústaðnum. Sigur Kennedys var öruggur og eftir að hann tók forustuna jók hann bilið stöðugí. Johnson varaforseti sést til vinstri. Hann var auk þess endurkjöripn í öldungadeildina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.