Alþýðublaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 09.11.1960, Blaðsíða 14
Leikdómur Framhald taf 7. síðu. ur og óborgsnlegur í Harlek- m-Uutverki þjónsins Lubins tgáman væri að sjá hann sem Scapin), og Eriingur Gíslason er líka skemmtilegur í hlut- verki h.ins þjónsins, Colins. afskaplega syfjaður. Arndísi Björnsdóttur hefur hins vegar oft tekizt hetur en í hlut- verki frú de Sotenvilie, og Rósu Sigurðardóttur tókst m. a af tæknilegri vankunnáttu ekki að ráða til fulls við hlut- verk Caudine, en mér virtist hún hafa hið rétta soubrettu- skap. Það er ólíkt erfiðara að snúa á íslenzku klassiskum leikrit- um en nútímaverkum og það má fcannski deila um ýmis aír iðr í þýðingu Emils H. Eyj- ólfssonar_ en vel er sú þýðing unnin og margur vandinn snjallt leystur. Leiktjöld Lár- usar Ingólfssonar eru ágæt. Hans Dahlin hefur átt hing- að ágætt erindi. Sýningin ber vitni sjóngáfu hans, 'hug- myndaflugi, stíltilfinningu, — smekk. Helzt þótti mér skorta hraða á stöku stað. Sýningin vekur kannski ekki alltaf þann hressilega hlátur, sem Sigfús Daðason talar um í leik skrá að hafi vakað fyrir Moli- ére fyrst og fremst, en hún skilur eftir annað, sem er ljúf- fengara og langæara en stund- ar hlátur. Það var reyndar íjóst á frumsýningu að ekki vóru allir undir það búnir að rneðtaka hana og fyrir öðriun tefði realisminn spillt upprunalegri leiknautn. En o)dcur hinum, sem höfum af henni óblandaða ánægju. verð ur ‘hún skemmtileg endur- m’nning meðan við bíðum eft- ir Don Juan, Tartuffe og Le Misanthrope. Sveinn Einarsson. Bragi kosru, Helgu Jónsdóttir. Eiga þau hjón margt mannvæn- It'gra barna, og hafa fengið á- jýrötfanlega að reyna það hvað líiabaráttan er. En heimili þeirra er hlýlegt og fagurt og ber vitni smekkvísi húsráð- enda, og gott er jafnan að k ;ma til þeirra hjóna. Gg nú er Bragi fimmtugur. Þegar ég hvarfla huganum til -þsss, er hann var skólasveinn, og síðar er við tókum að vinna saman að félagsmálum, virð- ist mér tíminn hafa verið undrafljótur að líða. En þetta er alltaf sama sagan. Tíminn flýgur áfram, og áður en var- ir gerast menn gamlir, allir, nema þeir, sem alltaf eiga fangið fullt af hugðarefnum og áhugamálum. Bragi Sigur- jónsson er einn þeirra manna. Þess vegna gerir tíúiinn hon- um ekkert. Enn er hann ung- ur að kalla má. Og ég á ekki von á, að hann eldist næstu áratugina. Starfið kallar á hann, og ihann hlýðir kalli þess. Og þegar argsamt verð- ur á vetvangi stjórnmálanna, leitar hann sér hvíldar hjá Ijóðadís sinni, sem aldrei hef- ur leikið við hann eins og nú síðustu árin_ Að endingum flyt ég Braga innilegar heillaóskir í tilefní þessara tímamóta ,og veit að ég mæli þar fyrir munn margra, samstarfsmanna og kunningja. Steindór Steindórsson frá .Hlöðum. Við sfjórnum Framhald af i. síðu. eh slík kraftaverk gerast þó stundum í stjórnmálum. „Fylgizt með tímanum,“ er aðalslagorð þýzkra jafnaðar- manna þessa daga. En að sjálf sögðu eru aðrar pólitískar á- stæður fyrir þeirri miklu breytingu, sem orðið hefur á viðhorfi þeirra og stefnu. Hin langa stjórnarandstaða í landsmálum hefur gert hættu legan þann áróður andstæð- inga, að jafnaðarmenn séu í rauninni andstæðir lýðveldis skipulaginu (sem er í Þýzka- landi aðeins um áratugs gam- alt) og því ekki treystandi fyrir stjórnartaumum, svo og að þeir séu vegna utanríkis- stefnu sinnar hljmntir kom- múnistum. Hvort tveggja þetta eru jafnaðarmenn nú að afsanna, og kristdemókröt- um er meinilla við að missa þar með spjót úr vopnabúri sínu. Þá skiptast Þjóðverjar í trúmálum í kaþólska og mót- mælendur, og hefur fylgi jafn aSarmanna meðal kaþólskra verið lítið, enda þeir stimpl- aðir sem flokkur trúleysingja og hefur verið unnið gegn þeim á hættulega vísu á því sviði. Með því áð viðurkenna í nýju stefnuskránni, að kirkján hafi mikilsverðu þjóð félagshlutverki að gegna eru jafnaðarmenn að bæta stór- Hjartkær móðir okkar tendamóðir og amma, RÓSA ÁRNADÓTTIR frá Einarsstöðum í Reykjahverfi er andaðist 3. þ. m. verður -jarðsett 10. þ. m. kl. 13,30 frá Fossvogskirkju. Fjóla Jónsdóttir Jón Jónsson Bjarnheiður Ingimundardóttir Ingimundur Þ. Jónsson Jón G. Jónsson. lega pólitíska aðstöðu sína um leið og þeir leiðrétta gaml an misskilning. Heilbrigt kirkjustarf innan ramma al- gers trúfrelsis getur vel átt samleið með nútíma endur- skoðunar-jafnaðarstefnu, en trúleysi og kirkjufjandskapur kommúnista á þar ekki heima. Af þessu er ljóst, að þýzkir jafnaðarmenn eru, um leið og þeir samlaga stefnu og starf nýjum aðstæðum, að skapa sér jafna aðstöðu og kristde- mókratar Adenauers hafa til eðlilegrar samkeppni um landsstjórnina. Með því að losna við gamla og úrelta hleypidóma úr þýzkum stjórn málum gera þeir kjósendum auðveldara málefnalegt og persónulegt val milli höfuð- flokka. Af þessum sökum má, að öðru iöfnu, telja það líklegt að jafnaðarmenn komi til valda í Vestur-Þýzkalandi, ef ekki 1961 þá 1965. Vinsfri stjórnin bauð samninga s s s s s s s s (Framhald.) ^ sem ekki hafa orðið fyrir^ geislum. Árið 1956 var lok-\ ið við skýrslu um erfðir,\ eftir nákvæma vísindalegaS rannsókn á 70 þús. fjöl-\ skyldum. Dr. Darling erS fullur aðdáunar á íbúumS Hirosima, bæði vegna þessS hve vel þeir hafa borið ó-^ gæfu sína og hversu fúsirS þeir hafa verið til að taka^ þátt í þeim umfangsmikluS rannsóknum, sem fariðS hafa fram á íbúunum. — Þannig haf þeir gefið mannS kyninu stórmerkilegar upp lýsingar sem geta orðið því^ öllu að notum. Hvergi heiminum er sama-n komin^ jafnmikil þékking um á-( hrif geislaverkana á mann- ^ kynið og í hinum geysi-\ löngu og mörgu hillum í\ rannsóknarstöðinni í Hiro-S sima. Þar er sérstök mappa S um hvert einasta tilfelliS sem fundist hefur. j Dr. Darling hefur látið S svo um mælt, að rannsókn-1) irnar sýni að konur, sem) voru barnshafandi fyrir S sprenginguna hafi oftar al-^ ið vansköpuð börn en aðr-\ ar konur. Hins vegar virð-\ ast konur, Sem lifðu afS sprenginguna og hafa áttS börn síðan, ékki fæða oftarS vansköpuð börn en eðlilegtS má teljast. Hvað ýmsa sjúkS dóma snertir, virðist mega^ sjá aukningu á blóðkrabba-^ meini (leukemi) meðal- þeirra, sem orðið hafa fyr-í ir geislaverkunum. Á und-^ anförnum 15 árum hafa^ komið fram rúmlega 100 ^ tilfelli í Hiroshima. Hann\ biður guð að forða okkur\ frá því að kringumstæðurn\ ar verði nokkru sinni slíkarS aftur, að grípa verði til\ kjarnorkuvopna. S Framhald af 3. síðu- sem hann sjálfur bauð upp á samkomulag í landhelgismál- inu EFTIR að reglugerðin um 12 mílurnar var gefin út. Það, sem ríkisstiórnin er að gera og hefur gert, er ekkert annað en fylgja þeirri stefnu, sem mörkuð var með setningu landgrunnslaganna 1948, — þeirri stefnu, sem dyggilega hefur verið fylgt alla tíð síð- an, sagði ráðlierrann. Hann kvað sig ekki furða svo mjög á því, hvers vegna ; flokkur Finnboga Rúts hefði skipt um skoðun frá því 1948. Þá hefðu ALLIR flokkar verið sammála um að halda þannig á landhelgismálinu, að sam- staða og viðurkenning ann- arra þjóða næðist um út- færslu fiskveiðitakmarkanna, en þá var NATO ekki til, sagði G. í. G. Eftir stofnun þess virtist áhugi kommúnista annar, þ. e. stofna til illdeilna og árekstra við bandalags- þjóðir okkar. Utanríkisráðherra kvað af- stöðu Hermanns Jónassonar undarlegri, enda vildi hann allt annað utan stjórnar en þegar hann væri í ríkisstjórn. Nú teldi hann ganga glæpi næst að framkvæmd sé sama stefna og hann fór eftir sjálfur með- an hann var forsætisráðherra. Var það virkilega svo, að Her- mann hafi gert tilboðið 1958 méð það í huga, að við yrðum bundnir af því og gætum ekki hreyft okkur framar í land- helgismálinu, spurði ráðherr- ann. Nú heldur hann því fram, að slík hætta stafaði af samn- ingum. Hver er munurinn nú og 1958? Ein höfuðröksemd Her- manns að eigin dómi er sú, að við séum búnir að sigra í land helgismálinu og Bretar séu að gefast upp. Ja, betur að satt væri, sagði ráðherrann, en því miður væri svo ekki. Að vísu hefði orðið hlé á ofbeldi Breta meðan Genfarráðstefnan stóð yfir og aftur meðan viðræð- urnar fóru fram, en nú blasti við sama ástand, ef deilunni yrði ekki eytt. Hermann sagði hér í gær, að óþarfi væri að ræða við Breta, því að þeir væru að gefast upp, lýsti því yfir fyrir skömmu í utanríkis- málanefnd, að þeir væru að færa sig upp á skaftið og spurði ríkisstjórnina, hvaða ráðstaf- anir hún hefði í huga umfram venjuleg mótmæli. Sami mað- ur sagði £ gær, við hefðum unn- ið deiluna, en sagði nýlega að deilan væri svo hörð, að við yrðum að leita til varnarliðs- ins um aðstoð. Mig furðar á því, sagði utanríkisráðherra, hvernig þingmaðurinn getur talað, hvernig unnt er að segja eitt í dag og annað á morgun. alveg eftir því hvað hentar í hvert skipti. Ríkisstjórnin hefur kannað möguleikana á því að eyða deilunni, sagði ráðherrann. I þeim umræðum Hggur Ijóst fyrir, að um samkomulag er ekki að ræða, nema fyrir liggi óafturkallanleg viðurkenning á 12 mílunum. Ef það fæst gegn viðunandi skilyrðum, verður málið lagt fyrir alþingi til á- kvörðunar. Það er beinlínis skylda ríkisstjórnarinnar að láta einskis ófreistað til að reyna að leysa málið, eins og vinstri stjórnin reyndi það, sagði ráðherrann. Síðarx rakti utanríkisráð- herra gang landhelgismálsins í stórum dráttum, allt frá 1948 og sýndi fram á þann mikla árangur, sem náðst hefur á skömmum tíma. Hann kvað veg okkar út á 'við því aðeins vaxa, að við sýnum fram á að við séum aðeins að verja lífs- hagsmuni okkar, en höldum þannig á þeim málum, að við förum að lögum. Hann kvað það von sína, að viðræðurnar verði til þess að deilan leys- ist, en þó að það tækist ekki, væri betur farið en heima set- ið, því að sýnt væri að íslend ingar vildu ræða deilumál sín við aðrar þjóðir, en ekki berja höfðinu við steininn. Næsti ræðumaður var Sigur- vin Einarsson, 4. þingm. Vest- firðinga. Hann sagði m. a. að ýmislegt hefði betur farið, af landhelgin hefði verið ákveðin með lögum en ekki reglugerð, þá hefði ríkisstjórnin ekld byrjað samninga við Breta. —• Ræðumaður sakaði ríkisstjórn- ina um að hafa rofið einhug þjóðarinnar í landhelgismálinu. Um ekkert væri við Breta að semja, nema viðurkenningu landgrunnsins alls. Lýsti hann landhelgismálinu svo, að það væri ekki deila, heldur hefðu Bretar ráðizt inn í landhelgi íslands með herskip og veiði- þjófnað og hótað manndráp- um, ef þeir fengju sínu ekki framgengt. Tók hann dæmi: Ef innbrotsþjófur brýzt inn í banka í Lundúnum, er þá risin deila milli hans og bankastjór ans? Sigurvin sagði, að við ættum ekki að hlaupa undir bagga og hjálpa Bretum til að bjarga áliti sínu og færa með því fórnir, sem við getum ekki á okkur lagt. Hann kvaðst hafa heyrt, að Bretar mundu lofa að veiða ekki á ákveðnunx svæðum utan 12 mílnanna gegn hlunnindum innan þeirra. Taldi hann slíkt loforð lítils virði, því að aðrar þjóðir mundu bara veiða meira á þeim svæðum, er Bretar lofuðu að láta vera. Þingmaðurinn líkti viðræðunum við Breta þannig, að þeir reyndu nú að kúga ís- lendinga, eins og aðrir gerðu 1262 og 1662. Aðferðirnar væru svipaðar, sagði Sigurvin, og gaf þingheimi síðan yfirlit yfir ýmsa þætti íslands sög- unnar. Að máli 'Sigurvins Einars- sonar loknu, var umræðunni frestar og málið tekið út af dagskrá. fj| 9- nóv- 1960—~ Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.