Alþýðublaðið - 12.05.1963, Side 1
\
44. árg. — Sunnudagur 12. maí 1963 — 106. tbl.
íslenzki ambassa-
dorinn ræddi við
Home, lávarð
HENDRIK Sv. Björnsson,
ainbassador íslands í Lon-
don, gekk í gær, samkvæmt
fyrirmælum utanríkisráð-
herra, Guðmundar í. Guð-
mundssonar, á fund utan-
ríkisráðherra Breta, Home,
lávarðar. Ræddust þeir við í
framhaldi af orðsendingum,
sem hafa farið fram milli ut-
anríkisráðherranna varðandi
landhelgisbrot Milwood’s.
Hendrik og Home ræddust
við um stund.
Stórblaðið Times skýrði
frá því í gær, að samræður
utanríkisráðherrans og sendi
herrans hafi átt sér stað.
Blaðið segir um leið, að aug
ljóst sé, að John Smith, skip
stjóri, hafi farið mjög rangt
að, og fullyrðir blaðið að eng
In minnsta ástæða sé til ann-
ars en að bera fullt traust til
íslcnzkra dómstóla.
Edward Heath við urkennir:
AFSTAÐA BRETA
BREZKA ríkisstjórnin hefur
sjaldan viðurkennt ósigur sinn
í landhelgismálunum eins ber-
lega og 29. maf, er innsiglis-
vörður drottningar, Edward
Heath, gaf yfirlýsingu f neðri
deild þingsins í London. í
þeirri ræðu skýrði Heath frá,
að Bretar hefðu kallað saman
ráðstefnu um fiskveiða- og
landhelgisinál næsta haust.
Hann sagði meðal annars:
„Margir alþjóðlegir samn-
ingar varðandi fiskveiðar, og
samsvarandi löggjöf okkar, eru
mjög gamlir og ákvæði þeirra
þar af leiðandi úrelt. Þess
vegna er aðkallandi þörf að
endurskoða öll fiskveiðivanda-
málin á nýjan leik.
Þessari viðurkenningu hins
brezka ráðherra á því, að af-
staða brezku stjórnarinnar
hefði raunverulega verið „úr-
elt”, var tekið þann veg af
þingheimi, að umræður spunn-
ust þegar í stað og stóðu unz
forseti stöðvaði þær. Tóku til
máls þingmenn brezka Alþýðu
flokksins og Frjálslyndaflokks-
ins og ráku á eftir ráðherr-
anum. Þótti þeim of langt að
bíða til hausts með fund þenn-
an, vildu tryggja brezkum sjö-
mönnum aukna landhelgi og
spyrna við hinum miklu veiS-
um Rússa umhverfis Bretlands-
eyjar. Verkamannaflokksþing-
maðurinn Mr. Peart minn'í á,
að flokkur hans hefði lagt til
útfærslu brezku landhelginnar,
og Mr. Grimond, leiðtogi frjáls
lyndra, minnti á hina sérstöku
liagsmuni skozkra fiskimaiina,
enda er hann þingmaður Orkn-
eyja og Suðureyja.
SÝR-
FRÉTTIR í
STUTTU MÁLI
PORT-AU-PRINCE, 11. maí. —
Irancois Duvalier, forseti á Haiti,
hefur heitið að Ieyfa 42 andstæð-
ingum stjórnarinnar, sem dveljast
í erlendum sendiráðum, að fara
frjálsra ferða sinna.
LISSABON, 11. maí. — Stjórnin
í Nýja-Sjálandi segist ekkert hafa
1 á móti því að Bretar felli niður
toll á dönsku smjöri.
| Bretar og Danir hafa náð sam-
komulagi um þetta á fundi Frí-
verzlunarbandalagsins (EFTA) í
Lissabon. í staðinn munu Danir
fella niður tolla á brezkri vöru,
sem þeir flytja inn.
SÍÐUSTU FRÉTTIR:
Rétt áður en blaðið fór í prent-
un, bárust þær fréttir, að Pen-
kovsky hefði verið dæmdur til
dauða, en Wynne í 8 ára fangelsi.
LANDIER FALLIN
Damaskus, 11. mai. |
STJÓRN Salah el-Bitar f Sýrlandi
hefur sagt af sér. Byltingarráðið
hefur falið menningarmálaráð-
herra fráfarandi stjórnar, Jnddi,
stjórnarmyndun.
Ráðherrann var áður í Baath-
sósíalistaflokknum, en gekk fyrir
skömmu í lið með Nassersinnum.
Hann var formaður nefndar þeirr-
ai, sem fór til Kairó í síðasta mán-
uöi að ræða stofnun arabísks sam-
bandslýðveldis.
Deilur hafa verið í Sýrlenzku
stjórninni um aðildina að Arab-
iska sambandslýðveldinu. Sex ráð-
herrar sögðu af sér í síðustu viku
vegna þess að þeir eru andvigir
eins-flokks-kerfi því, sem er í Eg-
yptalandi.
WYNNE
dæmdyr
Moskva, 11. maí.
RÉTTARHÖLDIN í máli brezka
kaupsýslumannsins Greville Wy»-
ne og sovézka vísindamannsins
Oleg Penkovsky fóru fram fyrir
luktum dyrum í morgun. Búizt;
var við að sakborningar flj ttu síð-
ustu varnarræður sínar.
KI. 13.00 (ísl. tími) áttuvréttar-
höldin siðan að hefjast fyrir opn-
um tjöldum á ný. Búizt var við, a.ð
kveðinn yrði upp dómur í málinu.
Krafizt hefur verið dauðadóms
yfir Penkovsky. Þess hefur og ver-
ið krafizt, að Wynne verði dæmd-
úr til 10 ára frelsissviptingar.
Yfirlýsing Tímans í gær:
FRAMSÓKN HYGGST
SAMKOMULAGI VIO
-FÁI HUN AÐSTÖÐU TIL
ÞESS EFTIR KOSNINGAR
T í M I N N , málgagn Framsóknarflokksins, lýsir því yfir í gær, aS Fram-
sóknarflokkurinn muni rifta landhelgissamkomulaginu við Breta, fái flokk-
urinn aðstöðu til þess eftir kosningar. Segir blaðið, að Framsóknarflokk-
urinn telji landhelgissamninginn nauðungarsamning sem einskis eigi að
láta ófreistað að fá létt af.
Samkomulagið við Breta fól í
sér viðurkenningu þeirra á 12
mílna fiskveiðilandhelgi íslend-
inga. Hafði það kostað miklar og
lengar samningaviðræður áð fá
Breta til þess að fallast á viður-
kcnningu 12 mílnanna. Samkomu-
lagið batt endi á deilu íslendinga
og Breta um 12 mílna fiskveiðilög-
söguna og brezku blöðin töldu, að
samkomulagið hefði fært íslending
um fullan sigur í þeirri deilu. Nú
lýsir Tíminn því yfir, að Fram-
sóknarflokkurinn muni rifta sam-
komulaginu fái flokkurinn aðstöðu
til þess, en það þýðir það, að land-
helgisdeilan við Breta yrði endur-
vakin.
Yfirlýsing Tímans um þetta efni
birtist á 2. síðu blaðsins j gær og
var á þessa leið:
„ . . . lýsir Framsóknarflokk-
urinn þvi eindregi’ð yfir, að
hann muni einskis láta ófreist-
að að fá þessum samningi (sam
komulaginu við Breta) létt af1
og beita meðal annars þeim rök
um, að þetta sé nauðungarsamn
ingur, gerður undir nauðung
beins hernaðarlegs ofbeldis við
vopnlausa smáþjóð".
Samkvæmt þessari yfirlýsingu
Framsóknar liggur það ljóst fyrir,
hvað Framsóknarmenn og komm-
I únistar mundu gera, ef þeir hlytu
|ineirihluta á Alþingi í næstu þing-
kosningum. Þeir myndu þegar
stofna til ófriðar við Breta og rifta
samningi, sem talinn hefur verið
einn mesti sigur okkar íslendinga
í samskiptum við aðrar þjóðir. Þau
litlu og takmörkuðu veiðiréttindi,
er Bretar fengu samkvæmt samn-
ingum hér við land, voru smávægi
Framhald á 5. síðu.