Alþýðublaðið - 12.05.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.05.1963, Blaðsíða 3
Benedjkt Gröndal skriíar um helgina: STEFNA EÐA TVÆR? TÍMINN hefur formlega til- færðu þeir fram veigamikil rök sóknar og Sjálfstæðisflokksins kynnt lesendum sínum, að stefnur í utanríkismálum séu tvær. Kemur þetta kunnugum ekki á óvart, því framsóknar- menn hafa leikið þann leik áð- ur að þykjast vera eins konar þjóðvarnarmenn, meðan þeir eru utan ríkisstjórnar. Þetta hefur jafnan breytzt snögglega, þegar þeir hafa komizt í stjórn. Þennan furðuferil má rekja aftur til heimsstyrjaldar. Um það bil sem ófriðnum lauk, voru framsóknarmenn utan stjórnar og sáu um’, að í utan- rikismálum væru til „tvær stefnur”. Þegar ísland gekk í bandalag Sameinuðu þjóðanna, héldu framsóknarmenn uppi „annari stefnu”. Þeir voru ýmist á móti því, að ísland gengi í bandalagið, eða sátu hjá. Menn eins og Páll Þorsteinsson, Páll Zófoníasson, Björn Kristjáns- son og fleiri framsóknarþing- menn voru á móti, en hjá sátu til dæmis Halldór Ásgrímsson, Jörundur Brynjólfsson, Skúli Guðmundsson, Steingrímur Steinþórsson og Bernharð Ste- fánsson. Þarna háðu þessir spekingar hetjulega baráttu fyrir framsóknarstefnu í utan- rikismálum gegn þátttöku ís- lands i SÞ. Nokkru síðar kom Keflavík- ursamningurinn til afgreiðslu á Alþingi. í fyrstu voru allir framsóknarþingmenn á móti samningnum, svo að hann virt- ist ætla að ná samþykki á svo til einu atkvæðt Jónasar Jóns- sonar. Rétt fyrir siðustu at- kvæðagreiðslu um málið gerð- ust þau tíðindi, að Eysteinn Jóhsson breytti afstöðu sinnl við fimmta mann og greiddi at- kvæði með samningnum. Ekki fyrir þessari skyndilegu breyt- ingu, en nokkru síðar var mynduð ný ríkisstjórn með að- ild Framsóknarflokksins og Ey- steinn varð ráðherra! Nú sátu framsóknarmenn í stjórn rúman áratug. Var þá lítið minnzt á „tvær stefnur”, en meira talað um samstöðu lýðræðisflokka gegn kommún- isma. Framsókn stóð að heita mátti öll að inngöngu í Atlants- hafsbandalagið og sem ein blökk með komu varnarliðsins. Um skeið var framsóknarmað- ur utanrikisráðherra og vann það afrek að koma framsóknar- mönnum inn í verktakasamtök í Keflavík og tryggja samvinnu- félögunum vænan bita við það borð, Viðskipti Olíufélagsins við Keflavíkurflugvöll voru hvað mest á þessum árum og gróði af þeim yfir 20 milljónir króna. Framsóknarmenn stofn- uðu varnarmáladeild utanríkis- ráðuneytisins og röðuðu í hana flokksmönnum sínum, en Hermann Jónsson tók sæti í Sölunefnd setuliðseigna og sit- ur í þeim feita bitling enn þann dag í dag, þótt flokkur hans heimti brottför hersins! Ekki var mikið talað um „tvær utanríkisstefnur” á þess- um árum. Þórarinn Þórarinsson var sendur á hvert alþjóðaþlng- ið öðru meira og fréttist ekki um neinn ágreining af hans hálfu við stefnu íslehzkra stjórnarvalda. Var það ekki ifyrr en sendiferðum Þórarins fækkaði, að hann fékk tíma til að búa til „aðra stefnu” í uta- ríkismálum. Er raunar ekki Ijóst, hver sú stefna er, nema hvað þjóðvarnarmenn eiga að kjósa Framsókn. Meðan Hermann Jónasson var að rjúfa samstarf Fram- 1956 og kúvenda um hræðslu- bandalag í vinstri stjórn, voru utanríkisstefnur hafðar tvær xun sinn. Eftir að vinstri stjórn- in var komin á laggirnar, voru Þórarinn og Finnbogi Rútur sendir til Sameinuðu þjóðanna, Hannibal og Lúðvik sagt að hafa sig hæga og samið við Bandaríkjamenn um að her- inn yrði kyrr, en stefnan ein og hin sama og áður. Nú er Framsókn aftur utan stjórnar og utanríkisstefnur sagðar vera tvær. Að vísu held- ur Reginn hf. áfram að starfa innan Aðalverktaka, olíutank- ar í Hvalfirði eru leigðir Am- eríkumönnum og Hermann sit- ur sem fastast í Sölunefnd setu- liðseigna. Engu af þessu er breytt, enda ekki ætlunin að raska neinu, sem er talið skipta máli. Hins vegar eru þjóðvarn- arf jaðrir settar upp til að reyna að lokka atkvæði þeirra auð- trúa sálna, sem ekki sjá gegn- um þennan blekkingavef. Framsóknarflokkurinn mundi umyrðalaust ganga inn á nú- verandi utanríkisstefnu og hætta öllu hjali um „tyær ut- anríkisstefnur” — ef flokkur- inn aðeins fengi sæti í ríkis- stjórh. Eysteinn mund.i krefj- ast þess, að hresst yrði upp á herbissniss flokksins,' Þórar- inn og Rannveig yrðu send á ráðstefnur og dr. Kristinn fengi þægilegra embætti. Svo mundi allt falla í ljúfa löð og Jón Skaftason fengi leyfi til að tala á fundum Varðbergs á nýj- an leik. Lesandanum kann að þykja þetta stráksiega skrifað. En hefur Framsókn ekki snúizt svona áður og getur nokkur efazt um, að hún muni gera það aftur, ef hún fær tækifæri til? Norræn kenn- aranámskeeð FYRIR SEX MILUÓNIR í sumar verða óvenjrraörg fræðslumót og námskeið haldin á vegum Nc^rænu félaganha víðs vegar á Norðurlöndum. Helztu mót og námskeið fyrir kennara eru þessi: í Danmörku: Norrænt námskeið fyrir móður- málskennara (kennara í dönsku' verður haldið 30. júní-7. júlí í Hindsgavl-höllinni á Fjóni, félags- Iheimili Norræna félagsins í Dan- mörku. Námskeiðið er aðallega æil að kennurum efstu bekkja barna- stigsins og kennurum við gagn- fræðaskóla I nágran-.nalöndunum þar sem danska er kennd. Dvalar- kostnaður (þátttökugjald, fæði og húsnæði) verður 185 d. kr. Eins og undanfarin ár verður haldið bæði þriggja mánaða (mai, júní og júlí) og mánaðar nám- skeið (í júlí) á lýðháskólanum í Askov á Jótlandi; þar sem íslenzk- um kennurum og öðrum norrænum kennurum er boðin þátttaka. í Noregi: Námskeið í íslenzku fyrir norska kennara verður haldið dagana 30. júní til 6. júlí á Hundorp lýðhá- skólanum í Gudbrandsdalen. ís- lenzkum kennurum er einnig boð- in þátttaka Dvalarkostnaður verður 100 n. kr. Norrænt námskeið fyrir móður- málskennara (kennara í norsku í nágrannalönduum) verður haldið dagana 5.-11 ágúst á Sjusjöens há- fjallahóteli við Lillehammer. Heim sóttir verða frægir sögustaðir, svo sém heimili Björnstjerne Björns ons að Aulestad, enn fremur Mai- haugen við Lillehammer og Þjóð minjasafnið Sandvigske Samlinger. Dvöl og ferðir kosta 250 n. kr. Auk þess efnir norska fræðslu- málastjórnin til tveggja fræðslu- móta í sumar fyrir skóltstjóra, Pá Grenland ungdomskole við Skien í Telemark,l.-5. júll (dvalarkostn- aður um 250 n. kr.) og í Tromsö í ágústbyrjun. íslenzkum skólastjór- um og yfirkennurum er boðin þátttaka. í Svíþjóð: Norrænt námskeið fyrir kennara og bókaveröi, sem nefnist Skóla- bókasafnið í þógu fræðslustarfsins, verður haldið 24.-29. júní á Bohus- gárden, félagsheimili Norræna fé* lagsins í Svíþjóð skammt frá Udde- valla við vesturströnd Svíþjóðar. Norræn fjallanáttúra kallast kennaranámskeið, er haldið verður uppi í fjöllum í Abisko-héraðinu í Lapplandi dagana 12.-18 júlí. Dvalarkostnaður verður 230 s.kr. Nýju hafrannsóknarskipi verður inuan skamms hleypt af stokkunum í Randar$kjunum. Vejrður þetta mjög fullkomið rannsóknarskip og þá meðal annars með sérstökum Simrad-hafrannsóknartækjum sem munu kosta 6 milljónir ísl. kr. Með þeim er t.d. hægt að gera mjög nákvæmar sjávarbotnsrann- sóknir, og rannsóknir á fiskum og smádýrum (t.d. rauðátu.) Það, að Bandaríkjamenn, skyldu kaupa þessi tæki af hinni norsku Simrad-verksmiðju, er mikil viður kenning, þegar þess er gætt, hve langt Bandaríkjamenn eru komnir í þessum efnum. Aðeins- tvö .slHt-leiki á að.sundurgreina fisktegund- tæki hafa verið smíðuð, og eru .þauiir. -Til. að fullkomna nýtingu tæk- í norsku . hafrannsók-narskipuitui»|isins..i. notkun ..er hægt að hljóð Jóhan Hjört og G. O. Sars, sem Lrita hin ýmsu merki, og athuga voru tekin í notkun 1961 og 1962 Lþau síðar á sérstökum myndfleti Það mun taka um 18 mánuði að Hér á landi er það Friðrik A. gera þetta mikla tæki, en bygglng J—ónsson, sem hefur umboð fyrir artími hinna tækjanna voru 70000 Simrad-tækin, en hann skýrði klst., en þar af unnu verkfræS- blaðamönnum frá framangreindu ingar um 40 þús. tíma. Þetta mikla fyrir nokkru sfðan. Hann gat þess, tæki er.byggt úr flóknum elektrón að íslenzkir fiskifræðingar hefðu iskum samstæðum, sem nota má lengi haft mikinn áhuga á því, með mismunandi tiðni og brevt- að fá sérstakt og fullkomið haf- anlegri geislaorku. Hægt er að rannsóknarskip, en lauslega á- mæla magn og hæfni hins útsenda ætlað mundi slikt skip kosta um geisla, en með því skapast mögu- Framh. á 5. sfðn Norrænt kennaranámskeið, sem nefnist Meðhöndlun nemenda á vor um tímum, verður á Bohusgárden við Uddevalla 4.-10. ágúst. Dvalar- kostnaður verður 230 s. kr. Norrænar miðaldir nefnist nám skeið sögukennara, er efnt verð ur til 4.-10. ágúst á Biskop-Arnö sem er lýðháskóli Norræna félags- ins s’ænska, og er starfræktur á gömlu herrasetri á eyju í MSla;en skammt frá Stokkhólmi. Dvalar kostnaður á þessu námskeiði verð- ur 210 s. kr. Norrænt fræðslumót um hegðun ar- og aðlögunarvandamál skóia- æskunnar og samstarf þeirra aðila, sem að uppeldis- og fræðslumálum vinna, verður haldið ó Bohusgárd- en 22.-28. september. Dvalarkos n- aður verður 250 s. kr. Ýmiss fleiri stutt námskeið og mót verða á vegum Norræna félag- anna í sumar, þar sem ítslenzkum kennurum (og öðrum), er fara H1 Norðurlanda, býðst ódýr dvöl og ferðalög við hin beztu skilyrði. Magnús Gíslason, framkvæmda- st'J”i Norrær^ félagsins (sími: 37668) veitir nánari upplýsingar. WWttttWWWtWttMIMtltMWt Með slasaðan mann til Nes- kaupstaðar BREZKA freigátan Mal- colm F-88 kom til Neskaup staðar í gær um klukkan f jögur með slasaðan fransk- an sjómann af belgiskum togara. Togarinn hafði verið að veiðum fyrir Austur- landi, er maðurinn fór með aðra hendina í víraflækju, og missti framan af fingrum. Herskipið var statt þarna skammt frá, og var maður- inn fluttur um borð I það, þar sem læknir skipsins gerði að meiðslunum til bráðabirgða. Maðurinn, sem heitir Claude, var fluttur á sjúkraliúsið í Neskaupstað. Aðalfundur Bakarasveinafélags íslands var haldinn 30 april sl. í stjórn félagsins eru nú; For- maður Guðm. B. Hersir. Varaform. Herbert Sigurjónsson. Ritari, Guð mundur Þ. Daníelsson. Gjaldkeri Al$reð Antonsen. Fjármálsfritari Jón Þ. Björnsson iwttttttttttttttttttttttwttttttttttttttttwttwwtwttttwtttw Þjóðsagna- persóna á Indlandi FRÁ því segir í fréttabréfi FAO, að fvrir fimm árum hafi Gxiðión Illugason, skip- stjóri frá Hafnarfirði, orðið eins koi-*- þjóðsagnarper- sóna um allt Indland, er hann veiddi 6 tonna hákarl, 32 fet á lengd, með pínulitium skutli og 50 faðma löngum vað. Þetta mun vera stærsti fiskur, sem veiðzt hefur á Indlandi. — í fyrra siglði Guðjón opnum báti 1300 mílna vegalengd frá Ceylon til Kalkútta--Það mun vera trú indverskra fiskimanna, að Guðjón e-e+i veitt hvaða. fisk sem er í si*'u>’m, en það er hans starf kenna þeim, að þelr ge+i fimin öll, ef þeir bpi+! aðferðum og tækium. iwtttwtwwwwtttttwwtttttwttwwtttwwwtwtwwttwwtii ALÞYöUBL 12. maí 1963 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.