Alþýðublaðið - 12.05.1963, Blaðsíða 12
Rússlandsferð
Frh. ur opnu.
vildi ég gefa honum nýtt am-
crískt leikrit, sem hann hafði
áhuga á að kynnast, en svo
virtist sem hann þyrði ekki að
T þiggja gjöfina. Því má skjóta
hér inn í, að mjög mikið er gef-
ið út af alls konar þýðingum í
Rússlandi.
Kosningar áttu að fara fram eft-
ir mánuð, þegar við vorum á ferð-
lnni, og var næstum spaugilegt að
lesa sum kosningaspjöldin, sem
valdhafamir létu setja upp, með
setningum sem þessum:
„Ánægja erfiðisins”.
„Gleði stritsins”.
En það var eítirtektarvert að veita
því athygli, að það, sem Rússamir
voru stoltastir af að sýna okkur,
var hvort tveggja óbreytt írá Zar-
tímanum: Ballettinn og listasöfn-
In.
Telja má líklegt, að unga fólk-
ið í dag hugsi töluvert öðruvísi
en það fólk, sem stóð að bylting-
unni og gat þá í fyrsta sinn gengið
um hallir keisarans og sagt: „þetta
eigum við”. Öfund þess og hatur
í garð valdhafanna hafði fengið
útrás, en unga fólkinu í dag finnst
að vonum bara sjálfsagður hlutur,
að það geti gengið um þessa sali.
Og unga fólkið gerir í vaxandi
mæli kröfu til þess að fá að sjá
heiminn, fá að ferðast. Reynd-
ar er séð fyrir því, en það eru að-
eins nokkrir útvaldir, sem fá að
blanda geði við útlendinga. Er ég
spurði annan túlk minn um það,
hvort hún vildi ekki fá að sjá
heiminn, fékk ég réttlínusvar:
„Auðvitað gæti það verið athygl-
lsvert, en það er víst óttaleg ring-
Ulreið í þessum kapítalistísku
löndum”.
Gaman væri að segja frá fleiru,
gem fyrir augum bar og ég heyrði
austur þar og stingur í stúf við
það, sem við eigum að venjast. Ef
til vill verða mér minnisstæðastar
þær mörgu miðaldra konur, sem
unnu að snjómokstri í Moskvu og
Leningrad. í Moskvu munu þær
skipta tugum þúsunda, pjakkandi
klaka og mokandi snjó allan cfag-
inn. Eða þá konur í úthverfum
Moskvuborgar, sem báru vatn í
fötum úr brunnum inn í húsin.
Það segir sig sjálft, að margt af
því, sem mér kom undarlega fyrir
sjónir, hlýtur að hafa verið eðli-
legt fyrir heimafólkið, sem ekki
þekkti annað, og auðvitað er mat
manns, sem kemur í hálfsmánaðar
heimsókn til einhvers lands, e. t. v.
allt annað en þess, sem er þar til
langdvalar, og svo er hitt, að hver
maður hlýtur að dæma frá eigin
brjósti.
Við brottför mína frá Rúss-
landi leitaði sú spurning á, hvort
fangabúðir og ógnir hafi í raun
og veru verið nauðsynleg til þess
að þoka Rússum áleiðis á fram-
farabraut eftir byltinguna. — Xðn-
væðing var hafin í Rússlandi á
tímum zarsins og skólakerfið, sem
nú er byggt á, er frá þeim tíma, og
svona mætti lengi telja. — Maður
spyr sjálfan sig, hvort rússneska
þjóðin væri ekki betur á vegi
stödd £ dag, ef hún hefði notið
þess að þroskast á braut lýðræð-
is.
Að endingu er mér ljúft að
geta þess, að alls staðar var
reynt að greiða götu okkar eft-
ir föngum. Að sjálfsögðu kom-
um við nokkrum sinnum í ís-
lenzka sendiráðið í Moskvu, og
nutum þar góðrar gestrisnu.
Kvað dr. Kristinn Guðmunds-
son íslenzka ferðamenn mjög
sjaldséða í sendiráðinu, enda
þótt þeir væru alltaf aufúsu-
gestir.
BARNASAGA:
KONUNGURINN, DÝRLINGUR-
INN OG GÆSIN
Nú blístraði konungurínn, og gæsin kom ivagg
and út úr safinu. Hún var draghölt af elli og hrör-
leika, ve,salmgurinn. Hún var samt, og hafði aila
tíð veri'j iuisbónda sínum dauðtrygg og hlýðin.
Þær dy vgðir hennar höfðu ekki minnkað með aldr
inum, þúít bæði væru þau nú orðin gömul og lífs-
þreytt. gar ungi maðurinn sá gæsina kinkaði
hann afiur kolli.
„Já,“ . ;ði hann, „mér mundi ekki veitast það
erfitt að ;;ngja gæsina fyrir þig.“
„Ég r nú srvo öldungis hlessa,“ sagði konung-
urinn og virti gæsina fyrir sér, „ef þú getur gert
það, þá vcrð ég að segja, að þú ert slyngastur allra
ungra manna í næstu sjö kirkjusóknum.“
„Ég þykist nú slyngari en það,“ sagði ungi
maðurinn og hló við. „En hverju viltu launa það,
ef ég yngi gæsina?“
„Ég skal gefa þér hvað sem hugur þinn gim-
ist,“ sagði konungurinn. „Finnst þér það nógu ivel
boðið?“
„Viltu gefa mér allt það land, sem gæsin get-
ur flogið yfir í fyrsta skipti, sem hún hefur sig
til flugs, eftir að ég er búinn að yngja hana?“
„Það mun ég sannarlega gera,“ sagði konung-
urinn.
„Þú mátt þá ekki ganga á bak orða þinna,“
sagði ungi maðurinn.
„Það geri ég ekki,“ svaraði konungurinn.
Þá kallaði ungi maðurinn til gæsarinnar, sem
var orðin svo gömul og hrum: „Heyrðu m:g nú
gamla gæsarskinn,“ sagði hann og tók blíðlega
um vængi hennar. „Nú ætla ég að gera þig fleyga
og færa í flestan sjó á nýjan leik.“ Síðan gerði
hann krossmark yfir gæsinni og kastaði henni
hátt upp í lofið. Um leið og hann kastaði henni,
blés hann á hana, eins og til að létta undir. Nú
verðið þið hissa. Haldið þið, að gæsin hafi ekki
tekið flugið með miklum glæsibrag, rétt eins og
hún iværi konungur fuglanna. Hún flaug fram og
aftur fyrir ofan þá og lék ýrnsar fluglistir.
Það ivar fögur sjón að sjá vesalings gamla
konunginn, þar sem hann stóð með opinn munn
og horfði fullur undrunar og umhyggju á gömlu
gæsina sína, þar sem hún flaug rétt eins og læ-
virki um loftin blá.
KJÖRBINGÓ að Hótel Borg mánudagskvöld kl. 9
Meðai vinnina: Bíll í 12 daga frá Bílnum, Höfðatúni 4 eða eftir vali af borði I
™ * r Borð L
Borð I.
Myndavél — Útvarpstæki — Sófaborð — Tólf manna
kaffistell — Vegghúsgögn — Kvenúr — Mokkastell
Stofuklukka — Cokíailsett — Rafmagnsrakvél —
Skrifborðsstóll — 24 ds. blandaðir ávextir og margt
fleira.
Borð III. '
Lindarpenni Parker 51 — 6 manna kaff istell — Mokka
stell — Hárþurrka — 12 ds. blandaðir ávextir — Herra
vesti — Straujám — Kaffikanna — 6 stk. ábætisskál-
ar, stál — Brauðrist — Hringofn — Baðvog — Blaða-
grind -r—'Klukkur — Kveikjari, Ronson — Vínsett —
Skákklukka — Rakvél — Blómaborð og margt fleira.
Spilaðar verða 12 umferðir með 15 vinningum. — Pantið borð í tíma í síma 11440.
Ókeypis aðgangur. HÓTEL BORG
Hringferð fyrir 2 á I. farrými
Esju og bíH í 3 daga —
Flugfar Kaupmannahöfn
eða London og til baka —
Kvenfatnaður fyrir 7000,00
eftir vali —
Sjálfvsrk saumavél
Karlmannafatnaður fyrir
7000,00 eftir vali o. fl.
LEIÐRETTING
ÞAU leiðu mistök urðu, að
texti með myndinni, er fylgdi
grein dr. Gunnlaugs Þórðarson-
ar, féll út í blaðinu í gær. Text-
inn átti að vera þessi: „Dr.
Selma Jónsdóttir, dr. Gunn-
laugur og túlkurinn Nína fyrir
framan Puskinsafnið í Moskvu
en þar var íslcnzka málverka-
sýningin haldin”. liöfundur og
Iesendur eru beðnir velvirð-
ingar.
shooh
ty * + t ,r / /r
SAMEINAR MARGA KOSTi:
FAGURT ÚTLIT. ORKU. TRAUSTLEIKA
ROMAÐA AKSTURSHÆFNI
OG LÁGT VERDI
TÉHHNESMA BIFflEiÐAUMBOÐIÐ
VDNAMTM1I h2. JÍMI J7ÍÍI
Lesið Alþyðublaðið
Aðalfundur
KAUPFÉLAGS HAFNFIRÐINGA
■’íÁf-j'.-V...
verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 8,30 síðd. í Alþýðu
húsinu.
DAGSKRÁ:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Ath. að þetta er framhaldsfundur.
Stjóm Kaupfélags Ilafnfirðinga.
12 12. maf 1%3 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ