Alþýðublaðið - 12.05.1963, Blaðsíða 10
Erlendar íþróttafréttir í stuttu máli:
Ingo ætlar aé
hætta keppni
EDWIN Ahlqvist fyrrverandi fram
kvæmdastjóri Ingemars Johanson
skrifar í sænska íþróttablaðið, að
Ingo muni sennilega ekki keppa
meir. Ingo sjálfur hefur staðfest,
að eftir að hafa hugsað málið hafi
hann komizt að þeirri niðurstöðu,
að scnmiepa sé rétt að hætta nú.
„Ég hef næga peninga og þarf
ekki að boxa þeirra vegna”, segir
Ingo og svo segist hann vera orð-
inn hálfþreyttur á því að vera
frægur.
v
Benefica sigraði Feijecord 3—1 í
Lissabon í síðari leik félaganna í
undanúrslitum Evrópubikarkeppn-
ínnar. Beneica mætir því Milan í
Úrslitum.
'v'
MAROCKO hefur eignast frábær-
an spretthlaupara, sem heitir
M’Barek Bouchaib. Ilann keppti í
Denver, USA nýlega og hljóp 100
yds á 9,5 og 220 yds (beygja) á
20,8 sek. Aðrar fréttir frá USA:
Plummer hljóp 220 yds á 20,7 og
440 yds á 46,2 sek. Weisiger hljóp
enska rnílu á 4.01,5 mín.
v
NÝ hástökksstjarna hefur komið
fram í USA, heitir sá John Ram-
bo, 19 ára og stökk fyrir skömmu
2,12 m.
V'
LUDVIG Danek hefur sett tékkn-!
eskt met í kringlukasti, 57,22 m.
50 sim betra en met Merta.
MAURE Bogliatto hefur sett ít-
alskt met í hástökki, hann stökk
2,05 m.
MYNDIN er frá jafnteflis-
leik Brasilíu og Englands á
fimmtudaginn. Lengst til
hægri er Jimmy Greaves að
kljást viff brasilizkan bak-
vörð, en til vinstri er hinn
frábæri markvörður Gylmar,
en hann gómaði boltann og
bægði hættunni frá.
' VALUR OG FRAM í DAG!
REYKJAVÍKURMÓTIÐ í knatt-
| spyrnu heldur áfram í dag kl. 14
I -og þá leika Valur og Fram. Fram
; hefur gengið mjög illa I mótinu
| eins og kunnugt er, hefur leikið
i þrjá leiki og tapað öllum og meira
,f.en það, ekkert mark skorað. Val
j hefur aftur á móti gengið vel, er
með 7 stig eftir fjóra leiki, og tak-
ist Val að sigra í dag má telja
nokkurnvcginn öruggt að Vals-
menn verði Reykjavíkurmeistar-
ar 1963, þó ekki sé það öruggt,
Þróttur gæti sett strik í reikning-
inn með því að vinna báða Ieiki,
sem þeir eiga eftir. Á morgun kl.
20.30 Ieika KR—Þróttur.
Islendingar
getð sigrað
í norrænu
sundkeppninni
EINS og skýrt hefur verið
frá hefst norræna sund-
keppnin, sú 6. í röðinni, á
miðvikudag, 15. maí. í síð-
ustu keppni syntu 31.535 ís-
lcndingar eða um 18% allra
íslendinga. Forráðamenn
keppninnar skýrðu frá því,
að sennilega væru um 70%
þjóðarinnar syndir. Þetta er
því alltof lítil þátttáka.
Þar sem jöfnur.artala okkar
að þessu sinni er mun hag-
stæðari en áður, eða meðal-
tal tveggja síðustu keppna,
eru möguleikar okkar mjög
miklir nú. Sundlaugum hef-
ur fjölgað mjög síðan 1960
eða um 13. Nú þurfa íslend-
fngar að sýna samtakamátt
sinn og syndá allir 200 m.,
en þeir sem eru orðnir roskn
ir og synda sjaldan ættu að
æfa sig eitthvað fyrst.
Hafnfirðingar - Hafnfirðingar - Hafnfiröingar
Almennur kjósendafundur
verður haidinn í Álþýðuhúsinu við Strandgötu í dag, sunnudag 12. maí, og hefst ki. 4 e. h.
Ræður flytja: Stefán Júlíusson, rithöfundur, Hörður Zophaniasson, kennari, Sigurður Guðmundsson,
framkvæmdastjóri ög Karl Steinar Guðnason, kennari.
Stefán Júlíusson
Yngvi R. Baldvinsson
Karl Steinar Guðnason
Sigurður Guðmundsson
Fundarstjóri: Yngvi Rafn Baldvinsson, sundhallarstjóri.
Frjálsar umræður að framsöguræðum loknum.
Hafnfirðingar! Fjölménnið á fundinn og mætið stundvíslega.
SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA.
,2Q 12. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ