Alþýðublaðið - 12.05.1963, Side 8

Alþýðublaðið - 12.05.1963, Side 8
DR. GUNNLAUGUR ÞÓRÐARSON: HÉR birtist síðari hluti út- varpserindis dr. Gunnilaugs Þórðarsonar um Rússlaníds för. — Erindið er lítið eitt breytt og eru innskot feit- letruð. „KIKKJAN VILL STKÍД EINN DAG, er við gengum um kirkjumyndadeild (Ikonasafn) í Hermitage-safninu, veitti ég at- hygli kennslukonu með hóp nem- j enda úr unglingaskóla, sem stóð fyrir frapian mynd af guðsmóð-; ur og krossförum. í efra vinstra homi myndarinnar var mynd af Maríu guðsmóður, en Jerúsalems- borg í hægra homi, og á neðri helmingi myndarinnar vom kross- farar með alvæpni. — Ég tók eftir því, að kennslukonan var að tala um kristindóm og kommúnisma og hað túlkinn að þýða fyrir mig það, , sem hún sagði, en það var í stuttu máli þetta: Hér sjáið þið bezt, \ hömin mín, mismunin á kommún- ! isma og kirkju Krists. Kirkja Krists hefur alltaf viljað stríð, en , kommúnisminn frið. j Sams konar skýringu fengum við. Selma Jónsdóttir hjá þekktum •ússneskum listfræðingi við svip- aða mynd í Tetikovsafninu í Moskvu. i ERLENDIR NÁMSMENN TULKAR okkar voru ungar kon- ur, ágætar í ensku og greinilega sannfærðar um yfirburði kommún ismans. Þegar önnur þeirra spurði, hverrar trúar ég væri og er ég hafði upplýst það, spurði ég hana sömu spurningar, en hún svaraði: „Ég trúi á sjálfa mig”. Þegar hugs- að er um þetta svar, er einnig at- hyglisvert að taka eftir því hve ættjarðarástin er rík í fari Rússa, Bæði í Leningrad og Moskvu kynntist ég námsmönnum og stúdentum frá ýmsum þjóðum, sem stunda aðallega nám við Frið- arháskólann í Moskvu, en þar eru 25000 stúdentar í heimavist. Þar eru mörg hundruð stúdenta frá Afríku og Suður-Ameríku, t. d. um 60 frá Mexico, og á 3ja hundr- að frá Kúbu. Margir þessari stúd- enta töluðu sæmilega frönsku. Einna ógleymanlegust verður mér viðkynning min við austurþýzka námsmenn. Þeir sögðu, að ástand- ið væri nú verra í Austur-Þýzka- landi en jafnvel á dögum Hitlers. Virtust þeir lítið vita af því, sem gerðist vestan járntjalds og leggja lítinn trúnað á fréttir og upplýs- ingar sinna eigin manna. Þeir ótt- uðust, að það ástand, sem nú ríkti í Austur-Þýzkalandi, gæti orðið til framhúðar, ef þjóðir VESTUR- EVRÓPU iétu örlög Austur-þjóð- verja sig engu skipta. Þeir sögðu, að valdhafarnir reyndu með fag- jurgala að laða unga fólkið til sín jog væri þróunin ískyggileg, þar sem ungu fólki væri fengin vopn í hendur og því uppálagt að skjóta landa sína, ef þeir gerðu til- I raun til flótta, en oft væru þeir ! óhittnir af ásettu ráði. Þeir töldu Ivíst, að.ef efnt yrði til lýðræðis- legra kosninga í Austur-Þýzka- landi, þar sem almenningur gæti treyst því, að ekki væri á ein- hyem hátt fylgzt með því, hvernig þeir kysu, myndu valdhafarnir fá i mjög lítinn hluta atkvæðanna, þrátt fyrir allar þær milljónir manna, sem flúið hafa land. Þegar við höfðum spjallað svona, sagði þessi námsmaður, að hann fyndi til mikillar ánægju að geta án nokkurrar áhættu talað Síðari hluti við mann og sagt allt, sem honum byggi í brjósti. Hann bætti við, maður getur treyst ykkur Norður- I landabúum, þið hafið valið rétta bráut og hafnið hvers konar öfga- i steínum, og kommúnismi á, sem betur fer, fáa formælendur meðal j ykkar. — Ég vildi ekki fara að leið réúa hann varðandi fylgi komm- únlsta hér né fara að upplýsa á I hverju fylgi þeirra byggist. j Nöfn og heimilisfang sumra þessara manna hef ég skrifað I hjá mér, einkum þeirra, sem ^np m til íbúða u ari EITT fyrsta baráttumál AiþýSu- fiokksins var ódýrt og gott hús- næði fyrir alþýðu landsins. Lögin um verkamannabústaði mörkuðu tímamót í sögu þjóðarinnar. Þá knúði Alþýðufiokkurinn ríkisvaldið til að viðurkenna, að því bæri að stuðla að sómasamlegu húsnæði fyrir alla landsmenn. Nú á dögum láta ríki og bæjar félög húsnæðismál mjög til sín taka og þykir sjálfsagt. Albýðufiokksmaði'rinn Emil Jóns son hefur veríð ráðherra húsnæð- ismála i-m skeið og hefur genoizt fvrjr e"d'>rcirnðun laga um verka- m’nnahástoðj ppr endurvakningu hoc? huTorinnrohnrfji;. Hann hfifnr ctárani'itt hntt rjVjcjns í (ítrým- ínnrn hoilciicnjl|?niij hljsnwðÍS fto hrof-'rt-í ctyrhi tii hfiss. Lnks hflfa útlán hústiæGÍsmáiastjórnar verið aukin veruíega og hefur í fyrsta sinn mátt eygja þá tíð, er unnt verður að afgieiða allar lánabeiðn ir á eðlilegum tírna. Eftirfarandi skrá sýnir, hvernig heildarútián húsnæðismálastjórn- ar hafa verið, síðan hún tók til starfa: 1905 .......... 35.574.090 kr. 1958 50.235.000 — 1957 ________ 53.699.000 — 1958 ........ 34.203.000 — 1959 ........ 35.906.000 — 1960 ........ 71.673.000 — 1961 ........ 65.919.000 — 196?...........86.135.000 — Ef 'íðasta árið, 1962, er athug- flð n*m>r. |ípm»r í liós, að bá var vpi*+ 1A9 mú'ióni'm til útrýming- pr hpiicisnillflndi íbúðum, ráðstaf- að 42 milljónum til bygginga verka mannabústaða og veitt 2,3 milljón- um tii endurbóta á eldri verka- mannabústöðum. Var því samtals veitt 141,4 milljónum króna til íbúðamála, og er þetta mesta átak í þeim efnum, sem nokkur ríkis- stjórn hefur gert. í þessum anda mun Alþýðuflokk urinn halda áfram að starfa. Með batnandi fjárhagsástandi þjóðar- innar í heild og styrkari stofnun- um á sviði húsnæðismála ætti að vera hægt að veita hverjum, sem vill byggja sér íbúð ákveðið svar fyrirfram um það, hvort hann á rétt á láni og hvenær hann fær það útborgað. Mundi þá mikium áhyggium létt af þeim, sem erfið- ast eiga við að koma unp íbúð- um sínum. báðu mig senda sér frímerkl. en það var táknrænt um þann ótta, sem þessir menn eru stöðugt í, að þeir báðu mig ekki senda frímerki, ef það gæti leitt til þess að þeir gætu lent í einhverjum óþægindum, þess vegna og kváðust treysta mér til að meta aðstæður allar og þá bættu, sem ég kynni að setja þá í. Og í sambandi við frímerkjasöfnun er mér sér- staklega minnisstæður einn Eystrasaltsríkjabúi, sem upp- lýsti mig um að nú fyrst eftir rúm 15 ár, væru örfáir af þeim hundruð þúsunda manna, sem fluttlr voru úr landi í þrælkunar- eða vinnubúðir, á tima Stalíns, að hverfa heim aftur. Balkanskur námsmaður, sem ég átti tal við, sagði, að þorri manna í járntjaldslöndunum vildi hafa lýðræðisskipulag og að valdhaf- arnir sætu eingöngu í skjóli öfl- ues vopnavalds og þeir vissu, að Rússar yrðu ekki lengi að bregða við, ef eitthvað bjátaði á. Hann hæt.ti við, að alls staðar í járn- tjaldslöndunum lifðu menn í beirri von, að ríkiandi stjórnar- valdi yrði stevpt fvrr eða síðar, en menn hefðu lært af ungversku byltinsunni og ensinn yrði aftur svo heimskur að ætla að ráðast ber j hentur gegn skriðdreka. Dag nokkurn, er við vorum að j skoða byggingar í Kreml, staldraði , túlkur minn við fyrir framan hlaupvíða fallbvssu os sagði: Þetta er hlaupvíðasta fallbyssan, sem steypt hefur verið. Er ég spurði, í hvaða orrustu hún hefði verið not- uð, vafðist túikinum tunga um tönn. hún hafði nefnilega reynst ónot.hæf. Rétt bar htá er stærsta kirkjuklukka í heimi, og var henni komið fvrir á miklum stöpli. — Klukka þessi var reyndar brotin. Hún hafði heldur aldrei verið notuð eða hljómað. Mér varð hussað til glerverk- smiðjunnar, Favaverksmiðjunnar o. fl. heima og fannst mér eitthvað svipað í fari okkar íslendinga. — Munurinn er bara sá, að við reyn- um að vera stórkostlegastir ,,að tiltölu við fólksfjölda á sem flest- um sviðum”. í Moskvu hefur verið byggt mik-1 ið af sambyggingum í seinni tíð. Þessar byggingar eru settar sam- an úr einingum. Mér var tjáð, að stundum mætti sjá kranabíla aka um götur Moskvuborgar með svífandi húshluta, e. t. v. glugga- hlið með rúðum í og gluggatjöld- um, til þess að sýna, að allt sé þetta gert með amerískum hraða, en svo eyðileggst þetta iðulega í uppsetningu, rúður brotna o. þ. h. Nú er ioks farið að leyfa ein- staka útvöldum mönnum að eiga eigin hús. Sérstök nefnd, skipuð af ríkisstjórninni, fjallar um tilmæli þeirra, sem vilja fá keypt hús, en önnur sams konar nefnd kveður á um lánveitingar, en það fer víst ekki alltaf saman, og verður því væntanlega lítið úr kaupum. í sambyggingunum eru allar í- búðir málaðar í sama lit, t. d. allir veggir gulir og öll loft blá eða öf- ugt. í heimsókn tll rússnesks mál- ara varð mér að orði, hvort ekki væri örðugt að eiga á hættu að, verða að víkja úr íbúðinni, ef mað- ur teiknaði eða málaði öðru vísi en vaidhafarnir vildu. Þetta var nokkuð nærgöngul spurning, enda svaraði hann ekki spurningu minni. Hann átti hús í listamanna- byggðahverfi því, sem Pastemak bjó í, og þegar ég spurði, hvar Pasternak hefði búið, virtist eng- inn vilja kannast við hann né vita, að hann hefði búið þar rétt hjá. Eins og annað er Sovét-húsa- gerð þunglamaleg og ólistræn og sennilega ekki í fullu samræmi við kröfur tímans. Bezt dæmi um hana eru strýtu- eða spíru-há- hýsi í Moskva, sem byggð voru að fyrir-lagi Stalins. Sumir segja, að Stalin hafi sjálfur teiknað þau, og það er sem maður komi við við- kvæman blett, þegar minnzt er á þessi hús. „Jú, þau voru nú ekki mjög heppileg, enda byggð af Stalin”. Eins og allt, sem illa hef- ur tekizt er Síalin kennt um. ■>1 SIGGA VIGGA ©G TJl.VEHAN S 12. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.