Alþýðublaðið - 14.05.1963, Blaðsíða 10
Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON
Rokr ryk og
jafntefli -
Fram - Valur 0:0
* VALUR: Björgvin Iíer-
mannsson, Árni Njálsson, Þor-
steinn Friðþjófsson, Ormar
Skeggjason, Björn Júlíusson,
Elías Hergeirsson, Bergsteinn
Magnússon, Steingrímur JDag-
bjartsson, Hans Guðmundsson,
Bergsveinn Alfonsson, Matthías
Hjartarson.
son. Vafalítið styrkja þessir menn
Fram-liðið, en hitt er og öllu al-
varlegra fyrir Fram, að þessar stöð
ugu breytingar valda glundroða
og gefa mönnum ekki tóm til að
skapa lið, sem vinnur sem ein
heild. Ekki er neitt hsegt að marka
það af leik þessum hvort þessi upp
Framh. á 11. -níðn
* Fram: Geir Kristjánsson,
Guðjón Jónsson, Birgir Lúðvíks- j
son, Björn Helgason, Sigurður
Friðriksson, Ragnar Jóhannesson,
Baldur Scheving, Guðmundur
Óskarsson, Hallgrímur Scheving,
Ásgeir Sigurðsson, Helgi Núma-
son.
Dómari: Magnús V. Pétursson
(Þrótti) |
E K KI verður sagt, að veðurguð- I
imir séu knattspymumönnum
hliðhollir nú í vor. Enn einu sinni
í þessu Reykjavíkurmóti var það
<* ' rokið, sem kom í veg fyrir að
knattspyma væri leikin við sæmi-
legar aðstæður.
Þá bætti það ekki úr, að nær
stöðugur moldbylur var sökum
M þess hversu malarvöllurinn var
þurr. Hefði verið vel þcgið, að
völlurinn hefði verið sprautaður
skömmu fyrir leikinu og það eitt
hefði vafalítið sett nokkuð annan
blæ á Ieikinn i heild. Ekkert mark
var skorað í leiknum þótt oft á ,
tíðum skylli hurð nærri hælum á j
báða bóga. Lið Fram kom nú í j
enn einni útgáfunnu og voru þeir j
Birgir og Ragnar með að nýju, en i
auk þess Guðm. Óskarssori, er nú |
lék sinn fyrsta leik með mfl. í ár j
svo og ísfirðingurinn B iörn Helga-
Reykjavíkurúrval
gegn Akurnes-
ingum
RE YK J AVÍKURÚR VAL I
knattspymu hefur verið val-
ið, en liðið leikru: n. k.
fimmtudag, við Akranes hér
í Reykjavík. Liðið er þannig
skipað: Gísli Þorkelsson, KR,
Hreiðar Ársælsson, KR,
Bjarni Felixson, KR, Orm-
ar Skeggjason, Val, Jóu
Björgvinsson, Þrótti, Guðjón
Jónsson, Fram, Ásgeir Sgi-
urðsson, Fram, Jens Karls-
son, Þrótti, Ellert Schram,
KR, Gunnar Quðmannsson,
KR, Axel Axelsson, Þrótti,
Varamenn: Geir Kristjáns-
son, Fram, Þorsteinn Frið-
þjófsson, Val, Sveinn Jóns-
son, KR, Haukur Þorvalds •
son, Þrótti, Gunnar Felixson,
KR.
Hellas og SV.-úrval ganga af vellinum að leik loknum.
Frá leik HcIIas og SV.-úrvalsins. Sigurður Óskarsson skorar af línu. — Gunnlaugi, lengst t. v., finnst
Svíarnir vcra harkalegir gegn Sigurði.
SV. úrvalið og Hellas gerðu
jafntefli 21 gegn 21
SÆNSKA liðið Hellas lék fjórða
j og síðasta leik sinn hér á landi
1 sl. laugardag og mætti nú Suð-
vesturlandsúrvali í íþróttahúslnu
á Keflavíkurflugvelli. Leikurinn
var geyslspcnnandi frá byrjun til
loka, en honum lauk með jafntefli,
sem teljast verður sanngjamt eft-
ir gangi leiksins. Svíar vora þó
nær sigri í þessum leik.
★ GUNNLAUGUR skoraði sex
af níu mörkum SV í fyrrl
hálfleik.
LEIKURINN byrjar rólega og báð
ir aðilar þreyfa fyrir sér. Sviar
eru fyrri til að skora, en það gerði
landsliðsmaðurinn Danell með á-
gætu skoti, en Ingólfur jafnar
skömmu síðar. Gunnlaugur bætir
svo tveim mörkum við og staðan er
3—1 fyrir íslendinga. Danell lag-
ar tölurnar fyrir Svía og á 11 mín-
útu jafnar Hodin með góðu skoti,
3—3. Svíar hafa forystu í mörkum
það sem eftir er af hálfleiknum, I
en á síðustu mínútunni tekst SV-
úrvalinu að jafna, 9 gegn 9. Af níu
mörkum íslendinga skoraði Gunn-
laugur Hjálmarsson sex, en hann
átti mjög góðan leik.
Svíarnir nutu sín greinilega bet-
ur í Keflavíkurhúsinu heldur en í
Hálogalandshúsinu. Þeir notuðu
betur hornin og tókst oft að opna
íslenzku vörnina með ágætum
skiptingum.
★ ÆSISPENNANDI
á síðustu mínútunum.
SÍÐARI hálfleikur hófst með hröð-
um og ákveðnum leik Hellas og
Danell skorar tvívegis án þess að
íslendingar svari fyrir sig. Það
var eins og allt mistækist hjá Sv.
úrvalinu, m. a.brenndi Gunnlaug-
ur af vítakasti. íslendingum tekst
að jafna, 13-13, en Svíar ná aftur
yfiarihöndinni, og enn jafna íslend
ingar 16-16 og spenningurinn nær
hámarkj. Þannig gengur það til
leiksloka, að Svíar hafa eitt mark
yfir, en .íslendingar jafna ávallt.
Þá skeður það, þegar aðeins tæpar
tvær minútur eru til leiksloka, að
íslendingar komast yfir 21-20 og
sigurinn virðist blasa við þeim. ís-
lendingarnir gerðu sig þá seka um
að leika óvarlega og þelr missa
boltann til Svia, sem tekst að jafna
og minnstu munaði að þeim tækist
að skora sigurmarkið nokkrum
sekúndum fyrir leikslok, en Magn-
ús Pétursson tók vægt á grófu
broti íslenzks leikmanns. Vítakast
og útafrekstur hefði verið eðli-
legt.
Eins og fyrr segir eru þessi úr-
slit að mörgu leyti sanngjörn og
Svíi skorar glæsilega.
Svíamir sýndu nú góðan leik. Be2t
ir í liðinu voru markvörðimnn
Friðborg og Danell, en Thelander
átti einnig góðan leik. Liðið sýndi
mjög gott keppnisskap.
íslenzka liðið var skipað ágæt-
um einstaklingum, en féll ekki
nógu vel saman. Gunnlaugur var
langbezti maður liðsins, en Einar
var einnig drjúgur og Þorsteiun
stóð fyrir sinu í markinu. Ingólfur
og Guðjón voru slappir í þetta
sinn, enda þriðji leikur þeirra á
viku. Skiptinear vom stundum dá-
lítið undarlegar, sérstaklega þeg-
ar Gunnlaugur var settur útaf í 10
mín. í síðari hWIeik.
Áður en leikur SV-úrvals og
Hellas hófst léku Ármann og FH
í mfl. kvenna. Ármann vann með
4-2.
Norræna sund-
keppnin hefst á
morgum
Á MORGUN hefst Norræna sund-
keppnin, sú 6. í röðinni og sú 5.,
sem íslendingar taka þátt í. Keppt
er um bikar, sem Svíakonungur
liefur gefið.
í Reykjavík verður unnt að
synda 200 metrana á öllum 3 sund
stöðunum strax og opnað verð.ur,
en engin sérstök opnun verður að
þessu sinni.
í Reykjavík er efnt til keppni
milli barnaskólanna ,og einnig
milli framhaldsskólanna, svo sem
gert var 1960. Þá sigruðu nemend-
ur Laugarnesskóla í keppni bama-
skólanna og nemendur Réttar-
holtsskóla í keppni framhaldsskól
anna.
tj '[ I ' :i j'
10 14. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ