Alþýðublaðið - 17.05.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.05.1963, Blaðsíða 4
HEiMSBRÉF FRÁ PÁFA: TIL varðveízlu friðarins þarf ekki valdbeitingu, heldur sið- ferði, ritar Jóhannes XXIII. í nýju lieimsbréfi, sem sent var út um páskana og er stílað til „allra góðviljaðra manna". Meg inatriði bréfsins er hvatning til þess að afnema kynþáttamis mun, draga út og afnema kjarn orkuvígbúnað, vernda þjóða- brot og pólitíska minnihluta, að koma í framkvæmd full- komnu þjóðfélagsréttlæti og trúfrclsi og mynda alþjóðlegt vald. sem geti leyst hin erfið- ari vandamál í þágu alls heims ins. _ Heimsbréfið ber yfirskrift- ina „Pacem in terris“ (Frið á jörðu). í inngangi þess ber páf inn undravcrða reglu og skipu lag allieimsins saman við þá sundrung, sem þjakar tilvist mannkyns. Það væri rangt að halda, að samskipti manna á milli eða sambúð ríkja stjórn- ist af svipuðum lögmálum, skrifa)- Jóíhannes XXIII., því að líf manna á að leiðast af öðrum meginregluni en þeim, sem gilda um höfuðskepnurn- ar og ómálga dýr. Lögmál mannlífsins getur að lesa, þar sem skaparinn liefur skrifað þau, þ. e. a. s. í eðli mannsins sjálfs. Það er grundvallaratriði heimsbréfslns, að því er vikið mörgum sinnum í þessum fimm kapítulum, að hver maður sé persóna með réttindum og skyldum. Því aðeins er félagskipunin sannleikanum samkvæmt, að hún viðurkenni persónurétt ein staklingsins og skyldur. Páfinn tilgreinir þrjú heillavænlcg merki um lieilbrigða framþró- un nútíma þjóðfélags: Réttindl verkamanna eru að hljóta við- urkenningu, konur fá að taka þátt í opinbcru lífi og það sjón armið er að hljóta æ meiri viðurkenningu, að allir menn séu jafnir eftir skipulagi nátt- úrunnar. JÓHANNES XXIII. í þessu sambandi ritar páf' inn: „Þar sem allir menn eru jafn verðmætir, náttúru sinni samkvæmt, er ekki hægt að scgja. að ákvcðnir stjórnarhætt ir séu frá náttúrunnar hendl öðrum fremri. Öllum kcrfum stjórnarhátta ber cðli sínu sam kvæmt að skipa jafnháan sess, því að það eru samfélög, mynd uð af mönnum." Um frelsi einstakra ríkja lýs ir Jóhannes XXIII. því yfir, að ekkert ríki hafi rétt til þess að kúga annað eða blanda sér í innanríkismál þess. Þetta á einkum við um þróunarlöndin; þeim á að gera kleift að með- höndla málin upp á eigin á- byrgð. Páfinn leggur tS.1, að mcð frjálsu móti sé komið á stofn alþjóðlegum valdhafa, sem sí þess raunverulega umkominn að leysa úr sameiginlegum vandamáluin alls heimsins. Slíkt vald ætti að framkvæma eftir niðurskipunarreglunni, þ. e. a. s. þeirri reglu, að yfirgrips mciri skipulagseining megi ekki tileinka sér verkefni, sem undirskipuð og minni eining geti sjálf leyst af hendi. Jóhannes XXIII. fer viður- kenningarorðum um starf Sam- einuðu þjóðanna og sérstaklega um viðurkenningu þeirra á mannréttindaskránni. Suma hluta þeirrar skrár megi að vísu gagnrýna, en ,.á bvf engrinn vafi, að með því plaggi var stigið þýðingarmikið spor í áttina að lögfræðilegri og stjórnmálalegri skipulagningu alls mannfélagsins". Um átök stórveldanna ritar páfinn, að þótt það sé mögu- legt, „að hryllileg vopn nútíma stríðs geti skapað jafnvægi í mætti, þá er það samt að ótl- ast að af einu saman fram- haldi kjarnorkutilrauna í styrj aldarskyni hljótist afdrifaríkir hlutir fyrir lífið á jörðinni". í heimsbréfinu segir ennfremur: „Réttlæti, heilbrigð skynsemi og mannúð kref jast þess, að víg búnaðarkapphlaupinu Ijúki, að málsaðilar dragi allir í senn úr fyrirliggjandi vopnabirgðum í löndum sínum, að bönnuð verði kjarnorkuvopn og að menn komist að lokum að alls- herjar-samkomulagi um afvopn un smám saman og um raun- hæft kerfi eftirlits.“ Jóhannes XXIII. leggur á það áherzlu, að því aðeins sé alger afvopnun möguleg, að hún byggist á algerlega nýju grundvallaratriði: Stöðugur og sannur friður þjóða á milli byggist ekki á valdajafnvægi, hcldur aðeins á gagnkvæmis trausti. HÆSTA VERÐ OG LÆGSTA TIL ÞESS að almenningur eigi auðveldara með að fylgjast með vöruverði, birtir skrifstofan eftir- farandi skrá yfir útsöluverð nokk- urra vörutegunda í Reykjavík, eins og það reyndist vera 1. þ. m. Verðmunurinn, sem fram kem- ur á nokkrum tegundanna stafar af mismunandi innkaupsverði og/ eða mismunandi tegundum. Nánari upplýsingar um vöru- verð eru gefnar yá skrifstofunni eftir því sem tök eru á, og er fólk hvatt til þess að spyrjast fyrir, er því þykir óstæða til. Upplýsinga- sími skrifstofunnar er 18336. lægst hæst Rúgmjöl pr. kg. 6.05 6.30 * Hveiti pr. kg 7.50 7.75 * Hveiti 5 lbs. pk. 22.05 22.80 Hrísgrjón pr. kg. 12.45 13.75 t Hrísgrjón 450 pr. pk. 6.95 7.55 Haframjöl pr. kg 7.25 8.45 Ota sólgrj. 1000 gr.pk. 12.30 12.45 1 Ota sólgrj. 500 gr.pk. 6.25 6.35 j Bio Foska 950 gr.pk. 12.45 12.65 Bio Foska 475 gr. pk. 6.40 6.50 1 Super Sól 1000 gr.pk. 12.40 j Super Sól 500 gr.pk. 6.40 1 Sagógrjón pr. kg. 9.95 ( Sagógrjón 400 gr.pk. 5.85 8.25 V Kartöflumjöl pr. kg. 10.60 11.20 «■ Kartöflumj. 100 gr.pk. 12.75 ( Suðusúkkulaði kg. 122.00 138.60 f Kakó V3 lbsóds. 17.45 22.75 é Te 100 gr. pk. 20.30 22.00 e Kaffi br. og malað kg. 48.20 a Kaffibætir pr. kg. 26.50 d Molasykur pr.kg. 9.35 10.00 Molasykur 100 gr.pk. 11.35 t Strásykur pr. kg. 8.95 10.65 s Strásykur 5 lbs.pk. 24.90 25.80 t Mjólkurkex pr. kg. 20.75 s Mjólkurkex 500 gr.pk. 12.35 þ Mjólkurkex 600 gr.pk. 14.85 1- Kremkex pr.kg. 35.25 Kremkex 500 gr.pk. 21.45 t Matarkex pr. kg. 21.45 s Matarkex 500 gr.pk. 12.85 v Rúsínur steinl. pr.kg. 25.00 50.00 o Sveskjur pr. kg. t 40-50-60-70-70-80 39.30 56.90 I Fiskbollur 1/1 dós. 19.25 s Rinso pr. kg. 13.75 15.95 r Sparr pr. kg. 8.30 lá ; Perla pr. kg. 8.55 i Gæðasmjör 1. fl. pr. kg. 83.20 j Mjólkurbússmjör II. fl. kg. 74.25 i Heimasmjör pr. kg. 69.50 | Egg pr. kg. 52.00 59.25 Þorskur, nýr, liausaður, kg. 6.10 | Ýsa, ný, hausuð pr.kg. ??,?? Stórlúða pr.kg. 12.00 Smálúða pr. kg. 12.00 Saltfiskur 12.00 NÝIR ÁVEXTIR Epli Delicious pr.kg. 28.00 29.00 Appelsínur spánskar kg. 28.00 Appelsínur Jaffa kg. 21.00 Vínber pr.kg. 70.00 85.00 32.00 1.55 1200.00 121.00 250 kg. pr. 100 kg. LUDVIG BRAATH- EN SKAMMAR SAS í>, (NTB) — Grundvöl.ur Braathen hefur nýlega ítrekað Áður hefur hann einnig lagt WWMMMIWMtMMWMMMWMWWIMMWWMMMtMWMWWW TÖKU HITAVEITU- MYNDARINNAR LOKIÐ NU ER LOKED töku kvikmynd- 'ar þeirrar, er Hitaveitan hef- ur látið gera, en Gesti Þor- grímssynl var falið að sjá um framkvæmdir á. í mynd þess- ari koma fram tvö börn Gests, Ragnheiður og Guðjón. Eru þau látin rata í ýms ævlntýri, og þannig kynna hitaveituna. Þorgeir Þorgeirsson stjórnaði töku myndarinnar og gcrði handrit. Enskur kvikmynda- tökumaður var fenginn til að annast töku myndarinnar, og vélar voru fengnar á Ieigu frá Englandi. Með Englendingnum var íslenzkur aðstoðarmaður, Donald Ingólfsson. Jón Ásgeirs- son gerði tónlist við myndina, og Knútur Skeggjason annaðist tónupptöku. Þorgeir mun nú innan skamms fara með filmuna til London, en þar mun hann sjá um klippingar á henni, og elnn- ig verður hljóðið sett inn á film una þar. Filman verður tilbúin í lok júní. Þeir sem stóðu að töku þess- arar myndar, hafa nú stofnað með sér kvikmyndafélag, sem nefnist Geysir. Eru stofnend- urnir sex, Gestur Þorgrímsson, Ragnar Þorgrímsson, Þorgeir Þorgeirsson, Jón Ásgeirsson og tvær konur. Félagi þessu er ætl að að gera íslenzkar kvikmynd- ir. WVWWWWWWWMiWWHVVWWVWWWWWVWVWWMW 4 17. maí 1963 c ' -• ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.