Alþýðublaðið - 17.05.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 17.05.1963, Blaðsíða 10
Riístjóri: ÖRN EIÐSSON WWWMWWWUMWWW* ÁRMENNINGAR sigruðu í II. deild íslandsmótsins í fyrrakvöld og leika í I. deild næsta vetur. Hér er mynd af liðinu, tekin eftir úrslitaleik inn við Val. Aftari röð frá vinstri: Davið Jónsson, Árni Samúelsson, Einar Sigurðs- son þjálfari, Lúðvik Lúðvíks son, Hörður Kristinsson, Ol- fert Nielsen, Ástbjörn Egils- son. Eremri röð, talið frá vinstri: Ilans Guðmundsson, Haukur Sighvatsson, Þor- steinn Björnsson og Svein- björn Björnsson. Ármann leikur í 1. deild næsta ár Iþróttafrétfir í stuttu máli BERGEN: Arne Lothe kast- aði sleggju 59,24 m. í fyrra- kvöld. v KOMAR setti fyrir nokkru pólskt met í kúluvarpi, hann varpaði 18,60 m. V' HINN 2ja metra hái og 21 árs kringlukastari Jens Reimers setti v-þýzkt met á sunnudaginn, kast- aði 58,92 m. í Oberhausen. Kvikmindasýning KSÍ á sunnudag Á SUNNUDAGINN kemur (19. maí) gengst Knattspyrnusamband íslands fyrir kvikmyndasýningu í Tjarnarbíó og hefst hún kl. 15.00. Þar gefst knattspyrnuunnend- um kostur á að sjá mynd frá heimsmeistarakepppinni í knatt- spyrnu, sem háð var í Chile 1962, bætti úr Evrópuhikarkeponinni t. d. Benfica og Barcelona og síð- ast en ekki síst, meistaraliðið „Santos” frá Brasilíu. — í stuttu máli: þarna koma fram öll sterkustu landslið heimsins, svo sem Brasilía, Tékkóslóvakía, Chile og Jugóslavía ásamt sterk- ustu félagsliðum heimsins, Evrópu meisturunum Benfica og brasil- ísku meisturunum Santos. Knattspyrnustjömur sem Pelé, Garrincha og Didi frá Brasilíu og Soskis Jugóslavneski markvörður- inn, sem talinn var bezti mark- vörður heimsmeistarakeppninnar í Chile o. fl. o. fl. Þetta tækifæri má enginn, sem ann góðri knattspyrnu, láta ónot- að. KINVERJINN Hu Tsju-juod stöklc 4,56 m. í stangarstökki, sem er kínverskt met. Hann stökk á stál- stöng. MORALE hefur sett ítalskt met £ 200 m. grind, hljóp á 23,5 sek, London, 13. maí (NTB—Reuter) í KVÖLD voru háðir nokkrir leik- ir í I. og II. deild. Úrslit urðit þessi: ■ j I. deild. Blackburn—Wolves 5-0, Blackpool—West Ham 0-0, Bolton —Liverpool 1-0. II. deild. Huddersfield—Ports- mouth 1-3, Luton — Sunderland 0-3, Souíhampton —Grimsby 4-1. <í GLASGOW Rangers sigraði Celtic í úrslitaleik bikarkeppn'nnar í fyrrakvöhl með 3—0. Fyrir 35 árum léku sömu frf "" "i úrslita í bikar- keppninni, þá vann Rangers einnig og þá með 4—0. v Pólverjar sigruðu Norð- menn í knattspyrnu 5 — 2. Maíhefti íþrótta- blaðsins komið út MAÍ-IIEFTI íþróttablaðsins er komið út. Séra Bragi Friðriksson skrifar ágæta grein um heit- strengingu íþróttamanna, sem hann nefnir MARKIÐ. Grein er um heimsófcn Hc'Ias,. badminton- leikarinn Óskar Guðmundsson er kynntur, skemmtileg frásögn prýdd myndum er af hinu þekkta félagi Real Madrid, íþróttaannáll ÁRMENNINGAR tryggðu sér sæti í 1. deild handknattleiksmóts ís- lands á næsta keppnistímabili, er þeir sigruðu Val í endurteknum leik s. I. miðvikudagskvöld. Það var einkum einn leikmaður, er átti mestan þátt í sigri Ármenn- inga og var það hinn hávaxni Hörð ur Kristinsson. Hann skoraði hvorjki meira né minna en 16 mörk eða/úm 60% af öllum mörkum Ár- ma’nns í leiknum. Tókst Valsvörn- inni aldrei að ná neinum tökum á Herði, er bæði skoraði af löngu færi og af línu, þó mest af línu. ■ Valsmenn byrjuðu fremur vel, þeir skora fyrstu 3 mörkin og komast síðan upp í 6:2, en þá fer að gæta Björgvin Hólm 14.11 m.í kúlu Allgóð afrek hafa verið unnin á innanfélagsmótum undanfarið. Á laugardag hljóp Skafti Þorgríms- son, ÍR, 200 m. á 23,4 sek. og var mótvindur meirihluta leiðarinnar. Emil Hjartarson, ÍR náði sínum bezta árangri í spjótkasti, 53,77 m. Björgvin Hólm, ÍR, er í stöðugri framför í köstunum, hann kastaði 44,90 m. og varpaði kúlu 14,11 m. á þriðjudag, hvorttveggja það bezta, sem hann hefur náð í báð- um greinunum. mikils öryggisleysis í leik þeirra, er Ármenningar voru fljótir að notfæra sér til að jafna. Seinni hluta fyrri hálfleiks voru Ármenningar mjög marksæknir og hafa fyrr en varir náð nokkra marka forskoti, er reyndist vera 5 mörk við leikhié. Á sama tíma mis nota Valsmenn 3 opin tækifæri af línu og eitt vítakast, er Þorsteinn varði auðveldlega. Staðan í hálf- leik var 13:8 fyrir Ármann. Seinni hálfleikur var fremur jafn, fram- an af cr Ármann oftast 4—6 mörk yfir, en undir Iokin draga Vals- menn nokkuð inn á Ármenninga, en sigur Ármanns var þó aldrei í hættu. í þessum hálfleik skoruðu Valsmenn 15 mörk en Ármenning- ar 13, þar af Hörður 10. Leiknum lauk því með sigri Ármanns 26 gegn 23, og mega það teljast eðli- Ieg úrslit eftir gangi leiksins. Ármannsliðið var fremur seint í gang, það átti sinn bczta kafla seint í fyrri hálfleik. Hinsvegar voru þeir talsvert misjafnir í selnni hálfleik og var það þá Hörð ur, sem fyrst og fremst bar liðið uppi. Þeir Hörður, Þorsteinn og Hans voru beztu menn liðsins. Valsliðið var æði misjafnt, þeir byrjuðu vel, en misstu svo öll tök á leiknum og náðu aldrei að jafna metin úr því. Leikur þeirra var full einhæfur og þungur á köflum, en oft á tíðum brá þó fyrir allgóð- um sannleiksköflum. Beztir í liði Vals voru þeir Sigurður Dagsson, Stefán Sandholt, Kristmann og Bergur. Mörkin skoruðu fyrir Ár- Framh. á 11. sfðu Aðgöngumiðar verða afgreiddir í Tjarnarbíó frá kl. 14.00 á sunnu- dag. er í blaðinu, grein er um norrænu sundkeppnina o. fl. íþróttablaðið er prýtt fjölda mynda. Ávarp forseta íslands við setningu norrænu sundkeppninnar 1963 EINS OG ÁÐUR hvet ég alla íslendinga, sem geta fleytt sér, eindregið til að taka þátt í hinni norrænu sundkeppni, sem hefst í dag og stendur fram til 15. september, og alla þá, sem hafa til þess aldur og heilsu, að æfa sig tímanlega og duglega til þátttöku. Það er ekki mikið á sig lagt, að synda tvö hundruð metra. Vér íslendingar erum eitt af fámennustu ríkjum heims, og þótt við njótum góðs nágrenn- is og velvildar, þá er stundum um það spurt, hvernig svo fá- mcnnt riki fái staðizt. Til þess eru fleiri ástæður en hægt er að rekja í stuttu máli. Við höfum varðveitt eigið mál og sjálfstæða menningu. Það er óumdeilanlegt, að ís- Iendingar eru afmörkuð þjóð. En ekki hefur öllum dugað það til fullveldis. Saga, bókmennt- ir og þingræði eru sterkar stoð- ir. En manndómur kynslóðar líðandi stundar og framtíðar- innar er meginstyrkur þjóðar- innar. Það styrkir álit hverrar þjóðar, að þegnar hennar skari fram úr, kunni nokkura íþrótt umfram aðra menn, afli sér á- Uts og frama. Hér skulu ekki raktir aðrir þættir en sundmenning þjóðar- innar. Það vekur athygli, að hér á norðurhjara, sem svo er nefndur, búi þjóð í landi, sem ber hið kalda nafn: ísland, sem ber af öðrum um almenna sund kunnáttu og sundiðkanir. Slíkt skapar virðingu og vinsældir. Og þegar um keppni er að ræða, þá er það næstum þegn- skylda að láta það koma í ljós, að íslendingar séu í þann veg- inn að verða alsynd þjóð. Skilyrðin eru hér og betri en ókunnugum er ljóst: hinar heitu laugar, sem náttúra lands ins Iætur oss í té. Víða getur sundið verið ár'örg íþrótt, ein sú liollasta og öruggasta við vor náttúruskilyrði. Vér íslending- ar eigum að varðveita vort Norðurlandasundmet og bæta það, bæði mcð aukinni sókn og vaxandi kunnáttu. Keppnisreglurnar eru nú hag stæðar. Sá sem situr lieima get- ur átt sína sök á ösigri. íslend- ingar hafa unnið norskan bik- ar, og nú er kostur á að vinna sænskan bikar, og að því skul- um vér stefna að vinna jafn- marga sigra og nemur íölu Norðurlandaþjóðanna. Þótt af- rek einstaklinga séu ágæt, þá eru friðsamlegir sigrar, sem unnir eru af þjóðinni allri beztir”. WWWWMWWWMWWWWWMWMiMMWWWWMMWMiWtWWVWMMMtMWWWMM 10 maí 1963 — ALÞYÐUBLAÐIÐ:<

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.