Alþýðublaðið - 19.05.1963, Blaðsíða 15
Hann var nú orðin löggan upp '
máluð, hallaði sér fram og teygði
fram álkuna.
„Hvenær var það?“
„Fyrir svo sem tveim vikum“.
„Getið þér ákvarðað það dá-
lítið nánar?“
„Ég var þar 21. marz og svo
aftur 15. júní“.
Hann virtist dálítið vonsvik-
inn.
„Já. Við erum þegar búnir að
athuga það. Þér voruð á Shore
lióteli“.
Ég beið, þakklátur fyrir að
liafa ekki orðið uppvís að lyg-
um.
„Getið þér útskýrt, herra Halli
day“, hélt hann áfram, „hvers
vegna maður í yðar stöðu dvel-
ur á hóteli eins og Shorehóteli?
Nokkur sérstök ástæða?“.
„Það vill bara svo til, að mér
er nokkuð sama hvar ég bý“,
sagði ég. „Það var fyrsta hóteliö,
sem ég kom að, svo að ég tók her
bergi þar“."
„Hvers vegna fóruð þér til
Santa Barba?“
„Hvers vegna allar þessar
spurningar? Hvað kemur yður
við hvar ég bý og hvers vegna?“
„Þetta er morðmál", sagði
hann. „Ég spyr spuminganna:
þér svarið þeim.“
Ég yppti öxlum og sagði: „Ég
þurfti að gera mikið af útreikn-
ingum. Ég fékk engan frið hér
fyrir simanum og verktökunum,
svo að ég fór til Santa Barþa. Ég
taldi, að ég mundi hafa gott af
loftslagsbreytingunni“.
Keary sneri á sér þykkt nef-
ið með handarbakinu.
„Hvers vegna skráðuð þér yð
ur undir nafninu Masters?“
Ég var viðbúinn þessari spurn
ingu. Hugur minn starfaði held-
ur hraðar en hans.
„Þegar maður fær mynd af sér
í LIFE, lögregluforingi, þá öðl-
ast maður nokkra frægð. Ég
vildi ómögulega láta blaðamenn
trufla mig, svo að ég skráði mig
undir meyjarnafni móður mjnn-
ar“.
Hann starði á mig, og græn aug
un voru sviplaus eins og stein-
ar.
„Sama ástæðan fyrir því, að
þér voruð um kyrrt í herberginu
allan daginn".
„Ég var að vinna".
„Hvenær komuð þér hingað aft
ur?“
„Ég fór fyrst til San Francis-
co. Ég átti erindi þangað“.
I'álkian
á nivsl n
Muðsiilu
s(nð
Hann tók upp vasabók.
„Hvar bjugguð þér?“
Ég sagði honum það.
„Ég fór þaðan á fimmtudags-
kvöld og kom þangað um mið-
nættið“, sagði ég. „Ef þér vilj-
ið fá staðfestingu á þessu, getið
þér talað við vörðinn við hlið-
ið á brautarpallinum, sem þekk
ir- mig vel, og við leigubílstjór
ann Sol White, sem ók mér
heim“.
Keary skrifaði í bókina og
rumdi síðan um leið og hann ýtti
sér upp úr stólnum.
„Jæja, allt í lagi, lierra Halli-
day. Þetta nægir. Ég býst ekki
við að þurfa að trufla yður aft-
ur. Ég var bara að taka saman
lausa enda. Við vitum nefnilega
hver drap hana“.
Ég starði á hann.
„Vitið þið það? Hver drap
hana?“
„Jinx Mandon. Hver haldið
þér svo sem, að hafi drepið
hana?“
„Það hefði getað verið hver
sem var, ekki satt?“ sagði ég og
fann, að rödd mín var skyndilega
orðin hás. „Af hverju haldið þið,
að hann hafi gert það?“
„Hann er glæpamaður og er
þekktur að ofbeldisverkum.
Hreingerningakonan sagði okk.
ur, að þau hefðu alltaf verið að
rífast. Hann hverfur skyndilega
og við finnum hana dauða. Hver
annar hefði getað drepið hana?
Það eina, sem við þurfum að
gera, er að finna hann, lemja
hann dálítið og þá segir hann frá
öllu. Svo skáskjótum við honum
inn í gasklefann. Það er allt og
sumt“.
„Þetta sannar ekki fyrir mér,
að hann hafi gert það“, sagði ég.
„Ekki það?" Hann yppti kæru
leysislega öxlum. „Mér finnst
hann góður í þetta, og sama verð
ur að segja um kviðdóminn".
Hann kinkaði kolli til min, opn
aði dyrnar og gekk út.
í
II.
Svo að Rima var dauð.
En ég fann ekki til neins létt-
is, aðeins samvizkubits. Ég
hafði verið ábyrgur fyrir dauða
hennar.
Með henni hafði fortíð mín dá
ið. Ég þurfti nú ekki annað en
sitja rólegur og ekki gera neitt
til að vera laus við handtöku.
En ef þeir næðu nú Vasari? Ef
þeir sendu hann nú í gasklefann
fyrir morð, sem ég vissi, að
hann hafði ekki framið?
Ég vissi, að hann hafði ekki
myrt Rimu. Wilbur hafði gert
það, og ég gat sanriað, að hann
hefði gert það, — en
til þess að sanna það varð ég
að segja lögreglunni upp alla
söguna, og þá yrði ég dreginn fyr
ir rétt vegna morðsins á varð-
manninum í kvikmyndaverinu.
Ætlaði þessi matrtöð aldrei að
taka enda?
Ég liugsaði: Þú ert búinn að
bjarga sjálfum þér; til fjandans
með Vasari. Hann er glæpamað-
ur, vel þekktur fyrir ofbeldis-
verk. Hvers vegna skyldir þú
fórna þér fyrir hann?
Næstu sex dagana hafði ég svo
mikið að gera á skrifstofunni og
við að þjóta í heimsóknir til Sar
itu á heilsuhælið að ég var laus
við hina kveljandi hugsun um,
að ég bæri ábyrgð á dauða Rimu.
En á nóttinni, þegar ég var eirin
í myrkrinu, gekk myndin af
henni liggjandi í blóðpolli og
með ótal lmífsstungum aftur í
liuga mínum.
Ég skoðaði blöðin til að fá
fréttir af morðinu. Það hafði
byrjað sem forsíðufrétt, en
minnkað fljótleg^ í að verða einn
dálkur á baksíðu. Blöðin sögðu,
að lögreglan væri enn að leita
að Mandon, sem hún vonaðist
til að gæti hjálpað henni í rann-
sókninni, en tll þessa hefði ekki
til lians spurzt.
Eftir því sem dagar liðu, fór
ég að verða vonbetri. Kannski
liefði Vasari komizt úr landi.
Kannske fyndist hann aldrei.
Ég velti því fyrir mér, hvað
orðið hefði um Wilbur. Oft
freistaðist ég til að hringja á
Anderson Hótelið í San Francis-
co til að athuga, livort hann
væri kominn þangað aftur, en á-
kvað að gera slíkt ekki.
Saritu batnaði stöðugt. Ég fór
til heilsuhælisins á hverju
kvöldi og talaði við hana tímun
um saman, aagði henni frá
brúnni, hvað ég væri að gera og
livernig mér gengi án hennar.
Zimmerman sagðist nú vera
öruggur um, að hún mundi geta
gengið, en það mundi taka tíma.
Hann taldi, að eftir svo sem Hún yrði að fá hjúkrunarkonu,
tvær vikur gæti hún farið heim. en hann hélt, að henni mundl
— Strokjárnið er bilað. Eigum við að senda það í viðgerð
eða eigum við að láta pabba gera við það, svo að við verðum
að kaupa nýtt?
HÖRPLÖTUR
Hörplötur, 8 og 12 m.m., fyrirliggjandi.
© P! BT
COPENHAGEU (
Byggingavöruverzlun Kopavogs,
Kárnesbraut 2. — Sími 23729.
KEFLVÍKINGAR
Færið bíla yðar til lögboðinnar skoðunar sem nú fer fram
við hús sérleyfisstöðvarinnar við Hafnargötu.
: I.
Bæjarfógetinn. ■>
Bifreiðastjórar - Athugið;
Höfurn opið frá klukkan 8—20 e. h. álla virka
daga nema laugardaga kl. 8—16. >
Smurstöð SHELL við Reykjanesbraut. !
ALÞÝÐUBLAOIÐ — 19. maí 1963 1$