Alþýðublaðið - 19.05.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 19.05.1963, Blaðsíða 10
Stefnuskrá Alþýðuflokksins Framhafd úr opnu. X. UfCMríkÍsmál IX. Menning Varðveizfa menningararfsins. Alþýðuflokkurlnn vill stuðla að varðveizlu hins forna íslenzka menningararfs, jafnframt þvf, sem þjóðin tileinkar sér hið bezta úr menningarstraum- um samtíðarinnar. Menning þjóðarinnar sé sameign hennar allrar. Til þess að almenningur eigi kost á að njóta ávaxta blómlegrar menningar, heldur hið opinbera uppi skóia- kerli og veitir vísindum og listum beinan stuðning. Rikið eitt rekur útvarp og sjónvarp, er leggur á- hei-zlu á frasðandi og menntandi efni, auk hollrar dægrastyttingar. Skólakerfið. Ríkið heldur uppi fullkomnu skólakerfi til að veita öllnm landsmönnum ókeypis kennslu frá barna- fræðslu til háskólanáms. Tilgangur kennslunnar sé að bæta aðstöðu þegnanna í lífsbaráttunni, gera sér- hvern einstakling að sjálfstæðari og betri manni og efla með honum lífsviðhorf lýðræðis og mannúðar. Leggja skal 'jöfnum höndum áherzlu á bóklegt nám og verknám og efla iðnfræðslu og tæknimennt- un. Tengja skal kennsluna félagslegri og efnahags- legri lífsbaráttu þjóðarinnar. Tryggja skal, að enginn fari á mis við skólagöngu af fjárhagsástæðum. Auk styrkja og lána til fram- haldsnáms skulu ioma föst laun nemenda £ tilekn- um greinum. Auka ber skilyrði til að afla menntunar með tóm- stundan’ámi, eftir að skólagöngu lýkur. Vísindi og rannsóknir. Rfkið efli hvers konar vísinda- og rannsóknarstörf, bæði í hugvfsindum og raunvísindum. Leggja skal storaukna áherzlu á tilraunir og rannsóknir í þágu atvinnuvega þjóðarinnar, enda munu þær auka af- rakstur þeirra og stuðla að bættum lífskjörum. Bókaútgáfa og bókasöfn. islendingar eru bókaþjóð og ber að hlúa eftir megni að hollri bókaútgáfu og bókagerð. Leggja ber stóraukna áherzlu á eflingu almenningsbókasafna og að minnsta kosti eins fullkomins landsbókasafns. Fullvðldi og frelsf. Alþýðuflokkurinn telur, að utanríkisstefna íslend- inga skuli gegna því hlutverki: að tryggja fullveldi þjóðarinnar og lýðræðislegt stjómarfar í landinu; að tryggja vinsamleg samskipti við allar þjóðir, á- samt hagkvæmum og heilbrigðum viðskiptum við þær; að stuðla að friði og frelsi í heiminum. Sameinuóu þjóöirnar. Alþýðuflokkurinn telur, að friður og frelsi verði bezt tryggt með því, að Sameinuðu þjóðimar verði efldar, þannig, að allsherjarþing þeirra fái vald til þess að setja lög um samskipti þjóða, hafi öflugt lög- reglulið til að framfylgja lögum sínum og samþykkt- um, en alþjóðlegur dómstóll dæmi í ágreiningsmál- um ríkja í milli. Svæöabandalög gegn ofbeldi. Unz þetta verður að veruleika, telur Alþýðuflokk- urinn óhjákvæmilegt, að frjálsar þjóðir myndi með sér bandalög á einstökum svæðum til að spyma gegn útbreiðslu ofbeldisstefna, er keppa að heimsyfirráð- um og undirokun. AlþféÖIeg afvopnun. Alþýðuflokkurinn telur, að íslandi beri að styðja alþjóðlega afvopnun undir ströngu eftirliti og telur það höfuðnauðsyn til að tryggja frið, að slík afvopn- un takist. AuSjöfnun. Alþjóöasamstarf. sínu við hin Norðurlandaríkin og hafi við þau við- tækt samstarf á sem flestum sviðum. XI. Réttindi og skyldur Framkvæmd þessarar stefnuskrár myndi tryggja sérhverjum manni: rétt til að lifa frjálsu og heilbrigðu lífi,. rétt til að búa sér góð lífskjör með vinnu sinni, rétt til að afla sér menntunar og eiga hlutdeild í menningu þjóðarinnar, rétt til að vera án ótta við sjúkdóma, slys, ó- megð eða elli, rétt til að taka þátt í mótun og stjórn þjóðfé- lagsins. Jafnframt því, sem jafnaðarstefnan vill tryggja þegnunum þessi víðtæku réttindi, leggja þau þeim skyldur á herðar, þ. á. m.: þá skyldu að vera hugsandi og virkur borgari og nota áhrifarétt sinn á landsmál á ábyrg- an hátt, þá skyldu að leggja fram vinnu sína eftir getu og hæfileikum, þá skyldu að stuðla að betra og göfugra þjóðlífi með eigin framkomu og uppeldi barna sinna. Alþýðuflokkurinn styður baráttu undirokaðra þjóða fyrir frelsi sínu. Hann telur auðjöfnun þjóða heims eitt meginverkefni alþjóðamála. Þeim verkefnum fer ört fjölgandi, sem verða betur leyst. með alþjóðasamstarfi en innan vébanda ein- stakra ríkja. Alþýðuflokkurinn telur íslendinga eiga að taka þátt í slíku alþjóðasamstarfi. Flokkurinn tel- ur'mikils virði, að ísland haldi menningarsambandi XII. Lokaorð Alþýðuflokkurinn lióf merki lýðræðisjafnaðar- stefnunnar á íslandi, hefur boðað hana og barizt fyrir framkvæmd hennar á fimmta áratug. Flokkurinn hefur aldrei ánetjast föstum og ósveigjanlegum kennisetningum né verið blindur á þær stórfelldu breytingar, sem orðið hafa á högum mannkynsins síðustu áratugi. Því hefur stefna flokksins þróazt og mótazt með breyttum aðstæðum nýrra kynslóða, enda þótt lokatakmarkið sé ávallt hið sama: þjóðfélag, þar sem ríkir frelsi, jafnrétti og bræðralag. Þessi stefnuskrá, sem nú er birt íslenzku þjóðinni, er jöfnum höndum reist á grundvallarhugsjón jafn- aðarstefnunnar og íslenzkum þjóðfélagsaðstæðuni, eins og þær eru nú. Það er bjargföst trú Alþýðu- flokksins, að sé stefnuskrá þessari hrundið í fram- kvæmd, þá aukist frelsi einstaklingsins, afkoma heim- ilanna batni, félagslegt öryggi vaxi, menning þjóðar- innar eflist og allt hafi þetta í för með sér, að ís- lenaingár lifi farsælla lífi en áður. í þeirri trú heitir Alþýðuflokkurinn á íslenzka þjóð að ganga til liðs við flokkinn og vinna að framkvæmd þessarar stefnuskrár. A-LISTINN A-LISTINN SIÐDEGISSKE verSur haldlti í Súlnasal Hétel Sögu í dag kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Einsöngur: Þuríður Pálsdóttir, óperusöngkona. 3. Söngkvaríett syngur: — Árni Tryggvason, Bessi Undirleikari: Jórunn Viðar, píanóleikari. Bjarnason, Brynjólfur Jóliannesson, Lárus Ingólfs- 2. Ávörp: Eggert G. Þorsteinsson alþm., Guðmund- son. ur Magnússon skólastjóri, Ófeigur J. Ófeigsson læknir. Píanóleik milli atriði annast Einar Jónsson. — Kaffi verður reitt fram meðan á dagskrá stendur. Alþýðuflokksfólk og aðrir stuðningsmenn A-listans eru hvattir til að fjölmenna stundvíslega. A-LISTINN A-LISTINN K; '.Jx wí> £ * ~ |0 19. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.