Alþýðublaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.05.1963, Blaðsíða 7
HIN SlCAN Sherlock Holmes: Jæja, Watson minn góður. Ég sé, að þú ert í grænu nærbuxunum þínum í dag. Watson: Þér eruð alveg maka- lausir, Holmes. Það er engu líkara en þér sjáið í gegn um mann. Hvern íg fóruð þér að því að uppgötva þetta? Holmes: Þér hafið gleymt utan- yfirbuxunum heima. ~k — Mér þótti leitt að heyra að Pétur tók frá þér konuna. Ég hélt, að Pétur væri bezti vinur þinn. — Hann er það líka, en hann veit það bara ekki. ★ Presturinn,- Ferðu ekki með bæn irar þínar á kvöldin, drengur minn? Drengurin.n (uppveðraður); Jú, að sjálfsögðu, herra minn. Presturinn: Og þá á morgnana líka, vænti ég? Drengurinn: Nei, herra. Ég er aldrei hræddur í björtu. ★ — Hefur enginn sagt að þú værir falleg? — Nei. — Hvernig datt þér það þá / hug? Gálgafrestur í Sing Sing BROS Bandarískur iæknir lét hafa eft ir sér eftiríarandi ummæli á lækna ráðstefnu í Bedford í Pennsylvan- iu nú fyrir skömmu. „Ef þér venj íð yður á að brosa jafnan breitt, þá getur það haft mjög slæmar afleiðingar fyrir andlit yðar. Það eru hvorki meira né minna en 13 vöðvar, sem hjálpast að því að framleiða ósvikið bros. Síbrosandi menn reyna um of á vöðva þessa og það getur komið fram á and- liti þeirra“. í DAUÐAKLEFANUM í Sing I Sing fangelsinu í Band'arlkjunum, j sitja nú 16 danðadæmdir morðingj j ar, aðeins örfáa metra frá her- berginu, þar sem rafmagnsstóll- inn er, og bíða þess með öndina í hálsinum, hvort þeir verða tekn ir af lífi fyrir 1. júlí eða ekki. 1. júlí ganga í gildi ný lög, sem afnema skilorðsbundinn daúða- dóm fyrir morð og rán að yfir- lögðu ráði. Er talið, að í stað dauðadómsins muni Rockefeller ríkisstjóri koma á fangelsisvist. Tíminn fram að 1. júlí mun því skera úr því, hvort föngunum 16 verður lengri lífdaga auðið eða ekki. Lagabreytingar þessar voru sam þykktar af lagasamkundu New York hinn 21. marz síðastliðinn, sama dagr og fanginn Fredrick Wood var tekinn af lífi í rafmagns stólnum fyrir að drepa tvo menn. Öldungadeildn samþykkti lyrirætl un þessa 2. april og Rockefeller ríkisstjóri undirritaði hana í byrj un maí. Og svo mun hún væntan- lega ganga í gildi, svo sem áður segir, fyrsta dag júlímánaðar. Margir telja þetta merkilegt skref i þróun réttarfarsins í Banda ríkjunura, þar sem hér sé um að ræða upphafið að afnámi dauða- dóms. En fyrir fangana 16 í dauða deiidinni er þetta annað og meira en réttarfarslegur viðburður, — hér er um líf og dauða af tefla, hvað þá snertir. í fyrra var enginn teklnn af lífi í rafmagnsstólnum í Sing Sing og í ár er Wood fyrsti maðurinn, sem hreppir þann óþægilega sess. Á þriðja áratug aldarinnar voru alls 161 manneskjur í Bandaríkj- unum teknar af lífi árlega fyrir morð. Á fimmta tug aldarlnnar var talan komin niður í 72 á ári hverju. Árið 1961 voru framin 8600 morð í Bandaríkjunum og 42 morðingjar teknir af lífi, og var það lægsta talan um margra ára skeið. í fyrra voru 46 karlmeun og ein kona líflátin í Bandaríkjunum fyrir morð. ■ Cooper og Lindbergh Bandaríski geimfarinn, Gor don Cooper, var aðeins 1 klst. lengur að fara 22 hringi umhverfis jörðu en flugkapp inn, Charles Lindbergh að fljúga yfir Atlantshafið íyrir 36 árum. Cooper fór um það bil 960 þús. km. á 34 klst., 20 snín. og 30 sek. — Lindbergh fór yfir Atlantshafið á 33 klst., 29 mín. og 30 sek. Þessi samanburður s>mir ljóslega, hve ógurlega ört tækninni hefur fleygt fram á tiltölulega stuttum tíma. — Enn vex tæknin og vel getur verið að hægt verði að gera annan ólíka samanburð eftir 36 ár héðan í frá. FIMM HÖNAR Þessi mynd er úr dýra- garðinum í Kaupmannahöfn og sýnir fimm nýkomna is- bjamarunga, sem þar munu verða til sýnis i framtíðinni. Litlu angarnir eru nýlega komnir frá heimkynnum sín- um í óbyggðum Grænlands, og nú er eftir a5 vita hvernig þeim fellur borgarmenningin. mttumtmuumtHWHn LOGREGLUMENN haía neyðsú til að gæta kirkjugarðs nokkurs á ítaliu dag og nótt, vegna kvenna, sem sækja þangað til atí stíga trylltan dans. Konurnar sækja mjög að leiði prests nokkurs, Bom Gennaro Laurora, sem hvílir í ná grenni þorpsins Cascina Amata á mörkum Ítalíu og Sviss. Sögu- sagnir um prest þennan, sem lézú árið 1956 herma, að hann hafi ver- ið gæddur þeirri sérgáfu að geta rekið illa anda úr fólki. Hefur nú>. brugið svo við, að móðursjúká kvenfólk, sem telur sig þjást aií illum öndum, hefur strcymt til gray ai Don Gennaro Laurora til aði leita sér lækninga, enda er hinn látni enn talinn búa yíir náðar- gáfu sinni. Svo mjög keyrði að- sókn kvennapna til kirkjugarðsin» úr hófi að lögreglan greip í taum Jana. Var kvenfólkið, sem slundum .skipti mörgum hundruðum, tekiö |að kyrja sálma og andleg lög á leiði hins látna heiðursmanns, þvii næst jós það sig helgu vatni og ioks féllu þær í einhvers konair trans, öskruðu, æptu og rifu í háir sér. í SÍÐASTLEÐINNI víku varS bandariska lögreglan að skerast » leikinn á ráðstcfnu nýnazista á Manháttan. Létu sveitir brún- stakka allófriðlega, og kom tií mikilla átaka. Virðast nazistaklík ur færa sig mjög upp á skaftið um víða veröld og er það mönnurm talsvert áhyggjuefni. LÉTUST í ÍSSKÁP LÖGREGLAN í Massachusetts í Bandaríkjunum varði miklum tíma í það fyrir skömmu að Ieita tveggja ungra bræðra, sem hurfu sporlaust. Heila nótt leitaði lög- reglan og sjálfboðaliðar án þess að það bæri nokkurn árangur. Morguninn eftir fundust bræð- urnir, Kenneth Lacourse 2ja ára og Brian 4ja ára innilokaðir í stór- nm ísskáp á heimili sínu. Voru þeir báðir liðin lík. Talið er að þeir hafi sjálfir lokað hurðinni að skápnum af óvitaskap. 8.00 12.00 13.00 15.00 15.00 18.30 22.00 20.00 20.05 20.20 20.45 21.00 21.25 21.45 22.00 22.00 22.30 23.15 Miðvikudagur 39. maí Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón. —• 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfr.). Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). „Við vinnuna": Tónleikar. Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.30 Veður-* Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.30 Veður* fregnir. — Tónl. — 17.00 Fréttir. — Tónleikar. Lög úr söngleikjum. — 18.50 Tilkynningar. Fréttir og veðurfregnir. Varnaðarorð: Bjarki Elíasson varðstjóri talar um umferðar- mál. íslenzk tónlist: Lög eftir Jón Laxdal. Lestur fornrita: Ólafs saga helga; XXVII. — sögulok (Öskar Halldórsson cand. mag.). Píanótónleikar: Sinfónísk svíta op. 8 eítir Carl Níelsen (Her- man D. Koppel leikur). Saga Kaldársels; síðara erindi (Ólafur Þorvaldsson þíng- vörður). Létt músik í miðri viku. íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.). t Fréttir og veðurfregnir. Kvöldsagan: „Svarta skýið" eftir Fred Hoyle; XXIV. (Öm* ólfur Thorlacius). Næturhljómleikar. Síðari hluti tónleika Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskóla- bíói 24. þ. m. Stjómandi: William Strickland. Dagskárlok. mfámm - m\\ 1?» $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.