Alþýðublaðið - 01.06.1963, Page 1

Alþýðublaðið - 01.06.1963, Page 1
BLAÐ 1 d l. iiviiöMJimuuay SJÓMANNADAGURINN 1963 verð nr hátíðlegnr haldinn á aunan í Hvítasunnu, n. k. mánudagr. Vegna kosninganna, sem fram fara sunnu daginn 9. júní, hefur reynzt nau'ð stfnlegt að halda SjómannaSlag- inn á Hvítasunnunni. Geir Ólefs- son, framkv.stj. dagsins og Pétur Sigurðsson, form. Sjómannadags- ráffs, skýrðu blaðamönnum frá til högun dagsins í fyrradag. Auk uti samkomu við Austurvöll og ílirótta keppni, munu sjómannakomir aun ast kaffisölu í Sjálfstæðishúsinu og í húsi Slysavarnafélagsins viö Grandagarð og merki dagsins verða seld. Þá ber að minnasi sér staklega á Sjómannadagsblaðið, sem selt verður þennan dag og er sérstaklega helgað Akureyri að þessu sinní, þar cð þar í bæ er nú haldið upp á 25 ára afmæii Sjó mannadagsins. Loks má minna á kvötídskemmtanir á vegum Sjó- mannadagsráðs í sex veitingahús- um hér í Reykjavík. Afreksverðlaun Sjómannadags- Framhald á 5. síðu. Efri myndin er af hinu nýja og glæsilega skólahúsi Kennaraskólans, en sú neðri er tekin við skólaslitin í gær. Dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri, er að flyt.ia skóla slitaræðu sína. SAGÐISIG ÚRFRAMSÓKN Framsóknarflokkurinn hélt almennan kjósendafund í Hafnarfirði í fyrrakvöld. — Fámennfi var á fundinum. Að ioknum ræðum framsögu manna bað flokksbundinn framsóknarmaður um orðið. Fundarstjóri sýndi þá það einstæða gjörræði að ncita manninum um orðið og sleit fundi. Maðurinn lét það ekki á sig fá, heldur fór upp í ræðustólinn, þrátt fyrir bann fundarstjóra og lýsti því yf- ir, að hann segði sig úr Frarn sóknarflokknum, því að í þeim flokki væru allar Iýð- ræð^?venjur brotnar. Þóíti mönnum þetta háðuglegur endir á hinum anuars bragð daufa framsóknarfundi i Firð íkisstjórnin færir Kennaraskóla stór MENNTAMÁLARÁÐHERRA IILKYNNTI ER SKÓLÁNUM VAR SLITIÐ í GÆR, AÐ 400.000 KR. YRÐI VARIÐ TIL SKREYTINGAR SKÓLANUM MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Gylfi Þ. Gíslason skýrði frá því í gær, er Kennaraskóla íslands var slitið í fyrsta sinn í hinum nýju húsakynnum sínnm, að ríkis- stjómin hefði ákveðið að varið skyldi 400.000 kr. til þess að skreyta hið veglega skólahús listaverkum, málverk- um og mosaikverkum. MENNTAMÁLARÁÐHERRA lét í ljós þá von, að ákvörðun rikisstjórn arinnar um framlag til skreyting- ar Kennaraskólans yrði uppliaf þess, að engin opinber bygging yrði framar reist án þess að hún yrði ríkulega pi-ýdd verkum is- lenzkra iistamánna. Viðstaddir skólaslitin voru fjöi margir gestir, kennarar og nemend ur. Að þessu sinni voru braut- skráðír 84 nýir kennarar. Athöfnin hófst með þyí, að sálm ur var sunginn. Siðan jók skóla- stjórinn, dr. Broddi Jóhamiosson, itil máls. Rakti hann framkvæmd ir þær, sem gerðar hafa verið á skólabyggingunni sl. vetur. Búast má við, að skólinn verði fulismíð aður að hausti. Mikið vantar samt upp á, að öli byggingaivandamál skólans séu leyst, þar sem æiinga skólinn er allt of lítili cg ekkert íþróttahús er til. Því næst þakk- aði skólastjóri þeim, sem stuðlað hafa að vexti og viðgangi skóians, fyrir góðan stuðning. í því sam- bandi þakkaði hann menntamáia- ráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni, sér- staklega fyrir forgöngu hans um byggingu skólans og þá ekki siður fyrir forystu hans um *• etningu hirmar nýju löggjafar um Kenn- araskóla íslands. Las skólastjór- inn upp kafla úr bréfi frá Borg- arstjóranum í Reykjavík um end anlega samþykkt á stærð Kenn- araskólalóðarinnar. Ákveðið er að hun nái að Barmahlíð, Stakkahlíð og Háteigsvegi. í skólanum sátu 214 nemendur i vetur .Af þeim stóðust 192 próf- in. Hæstu einkunnir fengu Pál- ína G. Pétursdóttir í fyrsta bekk, 9,04; í stúdentadeild, Sverrir Bjarnason, 8,67; í fjórða bekk, Jó- hanna Steinþórsdóttir, 8,87 og í handavinnudeiid, Helga Á. Þórar- insdóttir, 9,21. Einn nemandi lauk kennaraprófi í skrift og aunar ut- anskóla. í vetur var samþykkt ný lög- gjöf um 6tarfshætti Kennaraskól- ans. Löggjöfin gekk strax í gddi og að ári munu nýjar deiidir taka til starfa í skólanum. Menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, tók nú til máis. í upphafi ræðu sinnar bauð menntamálaráðherra hinn nýja skólastjóra Kennaraskólans, dr. Brodda Jóhannesson, velkominn að skólanum og þakkaði Freysteini Gunnarssyni, fyrrv. skólastjóra, Ianga og góða þjónustu i þágu ís- lenzkra kennara og íslenzkra mennta. Ráðherrann ræddí um hlutverk Kennaraskólans og hinn mikla vanda kennarans. Hann sagðí m. a.: Vandi kennarans vex með hverju ári, sem líður. Ábyrgðin, sem á honum hvílir, verður æ þypgri. Skólar verða sífellt gildari þáttur í þjóðlífinu, vegna þess, að mennt unarþörfin vex stöðugt, en af því leiðir, að þeir móta æskuna í æ ríkari mæli. Æskan erfir landið. Hennar er að varðveita arfleifð aldanna, standa vörð um frelsi og fullveldi, gæta tungu og menn- ingar, réttar og friðar. Slólarnir r-áða miklu um, hversu hæf æskaa verður til þess að gegna þessu blut verki. Frelsið helzt ekki, ef þets er ekki gætt, þvi að ófrelsi og kúgun á marga áhangendur. Tung an lifir því aðeins, að vi'ð slskum hana og tignum, og menningiu dafnar ekki nema við leggjum al- úðarrækt við hana, því að ómenn ingin er alltaf á næsta lei:i.. Hún sprettur eins og illgresið. Og rétt urinn varir ekki, ef ekki er staS- Framhald á 5. síVu. Alþýöubloiiiö Alþýðublaðinu iylg- ir í dag aukablað, 12 síður, helgað Sjó- mannadeginum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.