Alþýðublaðið - 01.06.1963, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 01.06.1963, Qupperneq 2
 } ansyðrsr: Gisll J. Astþóresoc (áb) os benedlkt Gröndal.—ABstoBarrftstjórl j ejörgvia GuCinundsson - Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Slmar: 1 U 800 - 14 30Z — 14 P03. Auglýsingasíml: 14 906 — Aösetur: Alþýöuhúsiö. j Fren 'smií'ja A'.þíöublaGsms. Hverfisgötu 8-10 - Askriftargjald kr. 65.00 ; £ a&ánurV. T lu-aasulu kr. 4 00 elnt. títgefandi: Alþýöuflokkurlnn MIKILL SIGUR ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur fengið mörg- um stórmálum framgengt í stjórnarsamvinnunni við Sjálfstæðisflokkinn á síðasta kjörtímabili. Eitt þeirra er launajafnrétti kvenna og karla. Þar ivar mikill s:igur unninn. Frumvarp um þetta efni var fiutt á alþingi fyr- ir tveimur árum og höfundur þess Jón Þorsteins- son, en meðflutningsmenn hans voru Eggert G. Þorsteinsson og Friðjón Skarphéðinsson. Allir þing menn Alþýðuflokksins stóðu svo að lagasetningu þessariásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, og máði málið þannig fram að 'ganga. Samkvæmt henni skulu allar konur, er vinna störf, sem hliðstæð eru störfum karla, fá jafnhá laun og þeir á árinu 1966 og laun þeirra hækka um einn sjötta á ári í sex ár frá því að lögin tóku gildi, Hafa laun kvenna "þegar hækkað tvisvar sinnum, árin 1962 og 1963, og nam launahækkunin í hvort skipti tíu milljón- um króna. Þegar launajöfnuðinum er náð árið 1966, íhafa laun kvenna því hæfckað samtals um sextíu anilljónir króna samkvæmt lögum þessum. Stjórnarandstöðuflokkamir voru báðir and- vígir þessari miklu kjarabót kvenna, sem markar tímamót í sögu íslenzkra félagsmála og mannréttinda. Gegnir naumast furðu, þó að afstaða Framsóknarflokksins væri á þá lund, því að hann er um margt íhaldssamasti og þröngsýnasti flokkur landsins og hefur aldrei lagt hugmyndinni um launajafnrétti kvenna og karla minnsta lið. Hitt er öllu furðu legra, að kommunistar skyldu fara að dæmi hans í þessu efni, því að þeir hafa iðulega þótzt vilja framgang þessa máls. Og svo ein- kennilega vildi til, að foringi þeirra í andóf- inu við lagasetningu þessa og nöldrinu um hann var Hannibal Valdimarsson, forseti Al- þýðusambands íslands! 100 ÁRA GAMALL Á MORGUN: Auövitað liggur í augum uppi, hvernig þessi afstaða kommúnista muni til komin. Hún stafaði af sminnimáttarkennd. Kommúnistum hefur aldrei hug kvæmzt nokkurt ráð til að tryggja launajafnrétti < kvenna og karla. Alþýðuflokkurinn leysti hins veg- : ar vandann með því að framkvæma launajafnrétt- ið í áföngum á sex árum. En kommúnistar gátu vita - skuld ekki unnað Alþýðuflokknum sannmælis að • tmnum sigri, Þvert á móti reyndu þeir að gera sem ' minnst úr honum og hafa ekki enn fengizt til að í viðurkenna þessa merku löggjöf. En það kunna íslenzkar konur áreiðanlega. Jón Ásgrímsson frá Björgvin á Eyrarbakka, nú í Eflliheimilinu Grund er aldargamali á Hvíta- sunnudag. Gamlir Árnesingar og Rangvellingar munu kannast við Jón hómopata, en svo var hann oft nefndur fyrrum. Jón Ásgrímsson fædcist a 3 Stærribæ í Grímsnesi 2 júní 1883. Foreldrar hans voru Þuríður Guð- mundsdóttir og Ásgrímur Sigurðs- son, sem þar bjuggu þá, cn siðar bjuggu þau að Stóra-Hálsi í Grafn ingi og að Gljúfri í Ölfusi. — Þau Þuríður og Ásgrímur eignuð- ust 22 börn og mun það einsdæmi hér á landi, að hjón eignist svo mörg börn. Þau voru hia mestu sæmdarhjón. Ásgrímur harðdug- legur framtaksmaður, hæglátur en verkviss, dagfarsprúður en stjórn- samur, stundaði búskap og út- róðra, en varð ekki gamall maður. Þuríður var mikil lcona cg sterk, jafnaðargeði og þoigæði hennar viðbrugðið. Hún varð 94 ára gömul. Oft lá hún ekki lengur en í þi'já daga eftir barnsburð og fór þá út til verka. Ég kynntist vel þessari ömmu minni og stendur hún mór ætíð fyrir hugskotssjón- um, sem mikil kona, vitur og skilningsrík, styrk í skoðunum og trú, en þó framúrskarandi umburð arlynd, átti aldrei hnjóðsyrði í garð nokkurs manns, en tíndi alltaf eitthvað til málsbóta í garð þess sem elnhver halimælti. „Ég gleymi því ekki,“ sagði hún einu sinni við mig, „þegar ég kom seirxt heim af engjum, þá sváfu þau 12 á baðstofugólfinu, næst um öll að aldri með eins árs millibili.. Ég vissi varla livað ég ætti til bragðs að taka. Ég fór út í fjós og mjólkaði, og gaf síðan hverju af öðru að drekka mjóik og kom þeim í rúmið, cn ég gætti þess að vekja ekki nema eitt í einu.“ — Öðru sinni sagði iiún: „Ég fann aðeins einu sinni til fá- tæktar. Miltisbraridur drap fyrir okkur 2 kýr í fjósinu. Öli minn bað mig að gefa sér að drekka. Þá rétti ég honum vatnsbolla, en hann sló boUann úr hendi mér þegar hann sá hvers kyns var. Þá var ég fátæk.“ — Þau hjón leituöu aldrei annarra hjálpar þrált f.vrir sína miklu ómegð. Þá voru ckki til neinar fjölskyldubætur .... Þá geisaði barnaveikn með vissu millibili og þá var mikill barnadauði. Eitt sinn blaðaði ég í kirkjubók og leitaði uppi Stæx-ri- bæ. Það varð dimm mynd, sem blasti við mér þá. „Dó úr bólgu í kvcrkum,“ „dó úr hálsbóigu," en síðar rnunu menn hafa íariö að nefna sjúkdóminn barnaveiki. Fyrsta harn þeirra fæddist 1858, og það lifði, en síðan dóu þau hvert af öðru, — og Jón fæddist 1863. Þau voru flest heima í einu 15. Nú eru aðeins þrjú systkini Jóns á lífi: Vilhjálmur, Guðriður og Grímur, öll í Reykjavík. Jón Ásgrímsson líklfst ákaf— lega mikið móður sinni. Hann ber nú í hinni háu elli svip hennar. Eins er málrómurinn og á- herzlurnar á setningunum. Eins var dagfarið alla tíð, eins fram- koman. Jón fluttist til Eyrarbakka og dvaldi þar mestan hluta ævinn- ar. Hann kvæntist þar og hét kona hans Halldóra Hákonardóltir fíngerð kona og falleg, sem hafði JON ASGRIMSSON. áhuga á félagslegum mólefnum. Hún dó 1918. Þau eignuðust cinn son, Víglund. Hann fórst á Ein- j arshafnarsun]di með Guðfinni á jEyri. Fólk horfði á slysið. Meðal j þess var Jón, en kona Víglundar var heima í Björgvin með börnin tvö. Þegar báturinn var genginn niður í brimið — og ekki sást urmull af lionum meir, mælti Jón stundarhátt — og ekki vax'ð séð að honum hefði brugðið: „Þá er Villi minn farinn. Það er bezt fyrir mig að. fara heim til Stínu og barnanna." — Og þá hófst lians nýja hlutverk. Jón Ásgrímson var jafnaldri Hannetear Þorsteinssona)r — og þeir voru kunningjar. Hannes komst til mennta en Jón ekki. Hugur Jóns stóð frá unga aldri til læknismenntunar, en liaan gat ekki vegna fátæktar leitað í skóla. í stað þess keypti hann allar fræðibækur, sem hann náði I um læknisfræði — á íslenzku og Norð urlandamálum og las í þaula. Hann aflaði sér rita um nýjungar í læknislist og var sífellt að fræð- ast. Hann kunni slcil á latneskum nöfnum flestra sjúkdóma og ég held næstum því allra lyfja. Því var það, að Karl Sig. Jónsson, yfirlækni Elliheimilisins rak í roga- stanz þegar hann ætlaði að lækna liálsbólgu Jóns, og gamli maður inn kvaðst geta sagt honum ná kvæmlega hvað að sér væri — og þuldí síöan á latínu upp ú^ sér. Jón stundaði srháskammtalækning- ar áratugum saman og varð víð kunnur um allar austursveitir — og virisæll með afbrigðuin. Hann sagði mér einu sinni hvernig ég skyldi fara að því að viðbaida mín um smáskrokk: „Ein skeið af lýsi á dag — og dropi af fosfór.“ — Þetta tók Jón inn árum saman — og svo einstaka sinnum á kvöldin, ef hann varð þreyttur í kartöflu- görðunum: Eina matskeið af brennivíni. Flaskan entist hcnum í ár, jafnvel meira. Hann varð bak veikur um tvítugt og leitaði til Schierbecks landlæknis, eða var það Jónasens. Læknirínn skoðaði hann og spurði svo: „Ex- nokkur foss þar-sem þú átt heima?“. _ já, Jþað var til foss. „Farðu þá alls- Inakinn undir vatnssirauminn og 'láttu dynja ó bakinu á þér,“ ráö- lagði læknirinn — og þetta gerði Jón. „Og síðan hef ég ekki kennt mér nokkurs meins,“ sagði hann. Ég veit ekki til þess, að Jón föðúi-bróðir minn hafl nokkru sinni skipt skapi svo að fólk hafi orðið vart við, svo jafnlyndur var hann, hugljúfur og umgengisgóður Þó var hann mjög skoðanafastur og lét ekki undan. Þá átti hann til að halla undir flatt, stíga fram á fótinn og taka upp samræður. Hann varð einn mesti kartöflu- fræðingur, sem uppi hefur verið á landinu. Honum nægöi ekki að framleiða kartöflur, heldur kynnti hann sér eðli hverrar tegundar út í æsar — og kunni jafnvel skyn á duttlungum tegundauxia og eðlis- einkunn. Og svo átti hann það til að vilja fræða alla um þstta mál. Starfsfólk á Elliheimilinu sagði mér einu sinni, að Jón væri bezta gamalmenni. sem það hefði kynnzt. Hann er svo kurteis og svo þakk- látur fyrir það sem fyrir hann er gert. Hann finnur elcki að neinu nema það hafi við full rök að styðjast. Hann er hundrað ára gamall í dag. Hann býður burtköllunar æðrulaus, rólegur, heyrnardaufur og næstum blindur í bvítu rúmi. Alltaf hefur ríkt friður í kringuna hann. Aldrei hefur hann æðrast. Svona var amma mín — og svona er Jón frændi minn. Ég held að það sé ákaflega gott að vera svona gerður til sálarinnar. — VSV. ########### Milk shoke Lótið tvær ískúlur í gl°s* Bætið siðan við einum bolla af kaldri mjólk og einni matskeið of íssósu eða saft og hræriS hratt samoht £ 1. júní 1963 — ALÞÝÐUBLAÐID"

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.