Alþýðublaðið - 01.06.1963, Síða 3

Alþýðublaðið - 01.06.1963, Síða 3
Heimsókn / hús málarans BÍDDU við, lesandi góður. Þótt þú hafir lesið Hús málarans eftir Jóhannes Helga, skaltu ekki hæíía við að lesa þetta viðtal. Jón Engilberts verður nefnilega ekki sagður allur í einni bók! Hann segir það sjálf- ur, og ég held það sé satt. Við erum komnir inn fyrir dyr með glugga, og bláköflótt- ar gardínur fyrir glugganum, seztir með málarann og danskt líkkjör ásamt rótsterku kaffi fyrir framan okkur. Ég tek eft- ir því, að skegg málarans er hvítt og vel snyrt. Stólarnir og borðið í stofunni inn af okkur hljóta að vera mjög gömul. — Fallegur viður í þeim. Ég undrast reffileika málar- ans. Hann situr teinréttur og umbúðamikill nokkuð í fasi, og lífsþrótturinn geislar frá hon- um. Ég sem hélt, að hann væri sem vesalingur eftir langa legu á spítala. O ekki. — Ég var með blóðtappa, segir málarinn, þennan sjúk- dóm sem fínu mennirnir fá nú til dags. Ég skil ekkert í þessu. Eiginlega ætti ég að vera dauð- ur. Kannske er ég dauður og þið líka, við vitum ekkert um það. En allt um það er ég bú- inn að vera frá vinnu í þrjá mánuði. Nú einbeiti ég mér að vinnu minni. Fer á fætur klukk an fimm á morgnana og vinn til hádegis, borða, legg mig og geri sögur fyrir gulldropann, rölti svo í bæinn, vinn eftir kvöldmat. Þið viljið kaffi, blaðamenn vllja alltaf kaffi. Þeir eru van- ir þessu. Balsac drap sig á kaffidrykkju. Hann drakk kaff- ið til að geta unnið meira. — Slíkt er rányrkja líkamans. Það er eins og hafa kýr á fóður- káli allan ársins hring. Ég ætlaði að spyrja þig um pólitík. — Það er nú það. Við lista- mennirnir liggjum í annarri speki en pólitík. Satt að segja hef ég ekki fylgst vel með kosn ingabaráttunni núna. Samt veit ég að mörgu er lofað og mikið er nú svikið. Ég er orðinn haf- inn yfir kosningabaráttu og þess háttar. Við listamennirnir höfum augu okkar opin fyrir því sem er að gerast í þjóðfé- laginu ekki síður en aðrir, þrátt fyrir þctta. Kannske betur. Verk listamannsins eru baró- meter á heimsviðburðina, á byltingar í þjóðfélögunum. Þegar ég var ungur, var AI- þýðufloklturinn að hefjast til vegs með baráttu sinni fyrir verkalýðinn í landinu. Þá voru uppi margar hetjur, Jón Bald- vinsson, Héðinn Valdemarsson, Ólafur Friðriksson og margir fleiri. « — Sumir segja, að Alþýðu- flokkurinn hafi hlaupið frá mál- efnum verkalýðsins. — Það hefur liann ckki gert, ég mundi segja absalútt ekki. Allar pólitískar stefnur verða að hafa sveigjanleika, annars verða þær keyrðar um koll. Það sýnir framþróun sögunnar. Sá, sem einskorðar sig við hlutina eins og þeir voru 1920, hann stendur í stað. Pólitík okkar tslendinga ein- kennist um of af ábyrgðarleysi. Þessi pólitik er ekki samboðin okkur. Þetta minnir mig á hreppapólitík hér áður fyrr, þar sem hver var með nefið ofaní annars dalli. Erlendis sjá- um við hvergi svona uppblásn- ar fréttir á forsíðum blaðanna fyrir kosningar, ómerkilegar sápukúlur. Við gætum lært mikið af hinum Norðurlöndun- um í þessu efni. Þau eru á þessu sviði fremst þeirra landa, sem ég þekki til. Skáld litanna býður okkur vindla og heldur áfram að tala um pólitík: — Ég man skilningsleysi fólksins gagnvart Alþýðu- flokknum á hans fyrstu árum hérna á landi. Andstæðingar jafnaðarstefnunnar töldu fólk- inu trú um það I kosningalyg- inni, að ef fólk ætti tvo koppa, yrði annar koppurinn ' tekinn frá því, ef „kratar” mættu ráða. Við bræðurnir bárum út Alþýðublaðið, og ég man eftir því, að fátækar verkamanna- konur hrópuðu að okkur fyrir að vera að bera þennan ó- þverra í húsin. Það gekk guð- lasti næst að lesa Alþýðublað- ið. Þessi voru áhrif kosninga- lyginnar fyrst í stað. Ég þekki marga pólitíkusa, og flestir eru þetta ágætis menn. Eysteinn er til dæmis skólabróðir minn. Við vorum saman í Samvinnuskólanum. Það fór alltaf vel á með okkur, og gerir enn. Kannske hefði ég getað orðið ráðherra eins og hann. Og Jón Engilberts hlær. — Aftur á móti kom okkur Jónasi frá Hriflu aldrei vel saman. Hann réðist einu sinni á okkur málarana í þinginu, og kallaði okkur klessumálara. Svo liengdi hann verk eftir okkur upp í þinginu, okkur til háðungar sennilega. En þá var skörungurinn Gísli Sveinsson þingforseti, og hann bannaði þctta atferli Jónasar. En Jónas gaf sig ekki, heldur fór með myndirnar í Gefjunarglugg- ann, þar sem nú er bílastæðt fyrir framan Morgunblaðshöll- ina. Þar hengdi hann okkur upp, mig, Jón Stefánsson, Gunnlaug Scheving og Þorvald Skulason. Hann var að sýna al- menningi málverk eftir klessn- málara. Svo sýndi hann annars staðar minnir mig verk eftir menn ,.sem máluðu, eins og mála átti”. Ég man ekki hverj- ir það voru. Svo varð Jónas menntamálaráðherra og ætlaði að kenna okkur að mála. En það hefur aldrei gefizt vel í sög ’ unni, að stjórnmálamenn segi listamönnum hvernig þeir eiga að vinna. Mig minnir, að Hitler hafi reynt það. Gvlfi Þ. Gíslason er bezti menntamálaráðherrann, sem við höfum átt, íslendingar, í hálfa öld. Hann er sá eini, sem hægt hefur verið að tala við eins og mann. Og hann hefur sýnt okkur listamönniun meiri virðingu og sóma en þekkst hef ur áður. Hann hefur leitað ráða listamanna með hluti, sem þeir höfðu manna bezt vit á að mín- um dómi. Svona ráðherra er eins og bezt gerist erlendis. Okkur gagnar lítið að hafa menntamálaráðherra, sem hef- ur vit á fjárkláða og heysköð- um og er alltaf að bjarga mönnum, sem eru á hausnum í f jármálasukki sínu, og jarma í sífellu á meira lán. Gylfi Þ. Gíslason hefur sýnt okkur meiri velvilja og skilning en nokkur annar í fimmtíu ár. Og ég vona, að hann fái að lialda áfram í starfi sínu, og sýna enn betur vilja sinn og getu. Ég vil að hann fái nóg fé og þurfi ekkl að berjast við tóma þorskhausa í starfinu. Að mínu áliti getur enginn orðið mikill stjórnandi eða skapandi stjórnmálamaður, nema hafa áhuga á listum. Að vera listunnandi eykur fanta- síuna. Góður stjómmálamaður verður að hafa brot af lista- manni í sér. Ef hann hefur það ekki, nær hann aldrei Iangt. Hann getur verið góður til að telja krónur, eða annast bók- hald, en skapandi í starfi sinu verður hann aldrei. Napoleon skrifaði leikrit. Mus- solini skrifaði leikrit og lék á fiðlu. Nero var fiðlusnillingur. Jafnvel Stalín elskaði músík. Hitler dáði lélega myndlist. Stundum held ég, að of marg- ir skussar séu þingmenn. Þeir menn eru góðir heima í sínu héraði, en þá vantar heims- menninguna £ eðli sitt, hvort sem þeir eru sjálfsmenntaðir eða skólagengnir. Þeir eru ekki þeir heimsmenn, sem þeir þurfa að vera. Ef maður færk að ræða við þá um Rembrant eða Michelangelo, þá væru þeir vísir til að hvá: Hvað kosta þeir bílar. Eða eru þetta kannske traktorar? Góðir traktorar? Það verður dálitil þögn og gulldropinn kemur í gættina rétt sem snöggvast, en hverf- ur svo aftur eins og allir drop- ar gera, jafnvel þeir úr gulli. Þá dettur mér í hug um Jó- hannes Helga, bann, sem var hér á ferð á nndan mér og fór eldi um garðinn: — Ertu ánægður með hús málarans? — Svo langt sem sú bók nær. En húsið segir ekki nærri alla ævi mína. Það vantar svo að segja allt um mitt listamanns- líf i Kaupmannahöfn, Noregi, og svo það líf, sem ég hef lifað á fslandi, eftir að ég kom hing- að sem flóttamaður. Ég hef ver ið að hugsa um að skrifa endur minningar mínar. Jóliannes Helga hef ég þekkt frá því drengurinn var í vöggu, og hann þekkir mig út og inn. Ef einhvcr utanaðkomandi aðili skrifar þessar minningar fyrir mig, gerir hann það. Ég ligg stundum andvaka á nóttunni og hugsa um gömlu dagana. Það gæti orðið gaman að lcyfa einhverjum að lifa þau ævin- týri upp með sér aftur. Jú, ég er að hugsa um að skrifa end- urminningarnar. En ekki strax. Meðan við ræðum um heima og geima, tek ég eftir því, að málarinn virðist lialda mjög mikið upp á molskinn. Hann er í molskinnsbuxum, og jakka úr molskinni. Því miður þekki ég ekki efnið í vasaklútnum hans. Áður en varir erum við komnir út í að ræða um gjaldeyri, og trúmál: Þegar ég var í Kaupmanna- höfn, átti ég vinkonu, sem var mormóni. Hún er nú gift í Utah. Hún sagði mér frá bví, að í Utah leyfðu prestarnir unga fólkinu að dansa í kirkjunum ðg skemmta sér. Af þessu er ég hrifinn. Á íslandi hafa verið byggðar margar og stórar kirkj- ur. Prestarnir eru alltaf aff kvarta yfir því, að þær séu tóm ar á sunnudögum. Það er af því, að þeir eru orðnir úreltir. Þeir fylgjast ekki með tímans rás. Ef þeir mundu hafa sama hátt á og prestarnir í U4ah, leyfa unglingum að dansa eða koma saman í kirkjunum, væru allar kirkjur troðfullar á sunnu- dögum. Kannske gæti unga fólkið dansað ballet í kirkjun- um. Það kemur undarlegur glampi í augun á málaranum, þegar hann víkur að næsta um- ræðuefni. Hann brosir. — Jón Leifs segir, að það cigi að setja á stofn spilavíti hér á íslandi. Við höfuin ekkert við það að gera. Aftur á móti ætt- um við að setja upp hórukassa hið allra fyrsta. Hann myndi færa landinu gjaldeyri, verða vinsæll af útlendingum. Svo er ég viss um, að hann myndi stðr- bæta sambúð margra hjóna. Það er ekki almennilegt, þegar eiginmennirnir fara í skita- Framhald á 12. síðu. kks ALÞÝÐUBLA9IÐ — ) iúní 1963

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.