Alþýðublaðið - 01.06.1963, Side 9

Alþýðublaðið - 01.06.1963, Side 9
■ •' .-/ v x , ';• : - r..-\ - V :• , - , ' - *• • ÍÉlÉíSil i, < _•>? " \v ' /'' v"- < os , 'v\ ÍfÉÍlÉÍiÍfSÍIÍ ■ _ •■ .'• •< '• ■ ->.<*/>■ >• ^ ••./>;-■ ■/ -- „/þ < r \X '• .•■'<'.' A ' • , Í@ai:SsgfeSsis*:!»»!; >»i:WÍ Verkamannabúsfaðir lausn hús- næðisvandamáls almennings Á aðalfundi Byggingarfélags verkamanna í Reykjavík, sem ný- lega var haldinn, kom það fram, að á næsta ári hefur félueið byggt rúmlega 420 íbúðir, en þá eru 25 ár liðin frá stofnun þess. Þetta svárar til þess að byggð liafi ver- ið 1Í4 íbúð á mánuði hverjum þann aldarfjórðung, sem félagíð hefur starfað. í fljótu bragði kann að virðast, sem þetta séu engin firnaafköst, en þegar miðað er við þær aðstæður, sem félagið hefur tíðum búið við varðandi fjármagn til framkvæmdanna, verður ekki annað sagt en vel hafi miðað áfram en að sjálfsögðu hefur hraði byggingaframkvæmdanna takmark ast af því fé, sem Byggingarsjóður verkamanna hefur getað lánað á hverjum tíma og útborgunum ein- staklinga, sem keypt. hafa íbúð- irnar. Fleiva hefur lika komið tii; sem takmarkað hefur hraða frámkvæmdanna og má þar neína efnjisskcíit, sem ejlundum hefur valdið töfum, takmarkanir á fjár- festingarleyfum, skömmtunar- og haftaáranna, vinnustöðvanir, skort á yinnuafli og annað þess háttar. Én það, sem mest er um vert er, að þrátt fyrir ýmsar tafir sem á- vallt hljóta að verða í umínngs- miklum framkvæmdastórfum, háfá verkamannabústaðirnir leyst hús- næðisvandamál hundruð fólks í borginni, og byggðar hafa verið hentugar og heilsusamlegar íbúð- ir af hóflegri stærð, og ávallt á lægra verði og með betri kjörum, en aðrar sambærilegar ibúðir, sem byggðar hafa verið á sama tíma. Og verkamannabústaðirnir hafa einmitt leyst húsnæðisvanriamál mikils fjölda fólks, sem enga úr- kosti hefði annars átt til þess að koma sér upp þaki yfir höfuðið, ef laganna um verkamanuabústaði hefði ekki notið við. Þegar lögin um verkamannabú- staði voru fyrst sett fyrir atbeina Alþýðuflokksins, var til þess ætl- azt að Byggingarsjóður verka- manná, sem lánar fé til allra verka mannabústaða á landinu, gæti lán að það ríflegar fjárhæðir og með það góðum lánskjörum, að hinir lægst launuðu í þjóðfélaginu gætu klofið það að eignsst eigin íbúð, og þetta hefur ávallt verið höfuð- stefnumiðið með >'erkamannabú- stöðunum og er enn. Hins vegar var efnahagsþróunin i lat.dinu undan- farin ár starfseminni óhagstæð, og fór þar saman hækkandi bygging- arkostnaður og takmancaðir tekju- möguleikar bygg i agarsj óðsins, þannig að lánin til verkantannabú- staðanna hafa ekki verið nægilega há í hlutfalli við hækkandi bygg- ingakostnað. Þetta leiddi til þess, að útborganir íbúðakaupendanna urðu hlutfallslega meiri cn fyrst framan af, og fóru sífelit ha'kk- andi, þar til á síðasta ári, að end- urskoðun var gerð 4 lögunum um byggingarsjóð og honum tryggðir auknir tekjustofnar. Síðan hafa lán sjóðsins hækkað aftur og eru nú að meðaltali um 300 þús. kr. á hverja íbúð, sem er i byggingu, eða sem næst 66% af byggingar- kostnaðinum. Samkvæmt lögunum urn verka- mannabústaði er heitnild fyrir því að bygginga^sjóðurinn láni allt að 85% af byggingarkostnaði íbúða í verkamannabústöðunum, ef hagur hans leyfir, og eru lánin til 42ja ára. Lengst hafa þessi lán verið með allt að því helmingi lægri vöxtum en almenn bygg- ingalán önnur, en á EÍðasta ári ákvað stjórn Seðlabankans að lán in skyldu vera með 6% ársvöxtum,- nema almennir vextir lækkuðu. Eins og áður er vikið að, var ljóst orðið að lögin urn verka- mannabústaði náðu ekki tilgangi | sínum að fullu, eins og að var stefnt í upphafi, og stafaði það J einkum af breyttu verðlagi og ; fjárskorti byggingarsjóðsins. Var J því orðin brýn þörf á því að /ryggja byggingarsjóðnum aukna j tekjustofna, svo að iánin úr hon- I um gætu orðið hærri og fylgt eftir hækkandi byggingarkóstn- I aði, og eins þurftu lögin í hei’d J endurskoðunar við með tilliti til jbreyttra tíma og verðlags. Því var það að núverandí félags málaráðherra, Emil Jónsson, beitti sér fyrir því að endurskoðun yrði gerð á lögunum, og í september ! 1960 skipaði hann nefnd til þess , að athuga og gera tillögur um j breytingu á lögunum um Bygging- 1 arsjóð verkamanna, en í nefndinni Játtu sæti: Eggert G. Þorsteinsson jformaður sjóðsstjórnarinnar, Tóm as Vigfússon bvggingarmeistari iformaður Byggingarfélags verka- manna, Jóhann Hafstéin, Þofvald ur Garðar Kristjáhsson, Ragnar Lárusson og Haukur Vigfússon til nefndur af Landsbanka ísiands. , Nefndin hóf störf 15. september 1960 og skilaði áliti í dcsember 1961, en a grundveUi þessa nefndaálits voru sett ný lög um verkamantnabúslaði, en öðluðust gildi 21. apríl 1962.. Með þessum nýju lögum hefur aftur verið brotlð blað í sögu verkamannabústaðanna, og standa vonir til að Dyggingarsjóður verði í framtíðinni fær ura að lána það mikið fé til bygginganna, að unnt verði að halda áfram fromkvæmd- um hindrunarlaust. Aldrei hefur verið veitt meira fé til bygginga verkamannabústaða en í tið rúver andi ríkisstjórnar voru veittar 42 millj. kr. fyrir árin 1961 og '63 og nú nýlega getur stjórnin bætt við það þramla|g 30 milljón.um kjr. fyrir árið 1964, svó að það verður í heild 72 milljónir til íram- kvæmda við verkamannabústaði á öllu landinu. Að sjálfsðgðu hefur mest verið byggt af verkamannabúátöðum í Reykjavík, og hefur Byggmgar- félag verkamanr.a þar nu lokið við byggingu 330 ibúða og auk þess eru 32 í byggmgu, þanmg að þær verða orðnar rúmar 420 á næsta ári, en áætlað er að í- búðunum sem nýlega var byrjað á við Bólstað.arhiíð, verði lokið síðari hluta ársins. Á undanförn- um árum hefur íélagið bvggt 128 íbúðir við Stigahlið, flestar þriggja herbergja, 82 fermetra hverja, er. nokkrar tveggja heibergja og eru | þær íbúðir 59 fermetra.'. Eldri hús ! félagsins eru öll i Rauðarárholti, | og er meginhluti ibúðanna i þeim þriggja herbergja. Á því tímabili, sem verkamanna- bústaðirnir hafa verið byggðir hefur verðlag breytzt mjög, og byggingarkostnaður 1 farið iiækk- andi ár frá ári hin síðari ár. Ssm dæmi má geta þess, að þriggja herbergja íbúðirnar sein byggðar voru við Stigahlíð á árunum 1959 til 1961 kostuðu um 378 þús. kr. og minni íbúðirnar 269 þús. kr., en í húsunum sem lokið var við á síðasta ári kostuðu stærri íbúð- irnar um 440 þús. kr. en hinar minni um 317 þús. kr. Loks er á- ætlaður byggingarkostnaður íbúð- anna, sem nýlega var byrjað á við Bólstaðahlíð, allt lipp i 550 þús. kr. á íbúð, en það eru fjöguna herbergja íbúðir 93 fermetrar hver. Áftur á móti er áætlaður kcstnað- ur þriggja herbergja íbúðanna í þeim byggingaflokki 336 þus. kr. en stærð þeirra er 67 rcrmetrar, | og loks er byggingarkostnaður tveggja herbergja íbúða 59 ferm. að stærð, áætlaður 340 þús. kr. í þessum byggingaflokki mun út borgun íbúðakaupenda vcrða um 34% af heildarkostnaðinum, en 66% af byggingakostuaðinum ];>n ar Byggingasjóður verkamanna til 42ja ára. Enda þótt hér sé um að ræða hærri útborgun hlutfallslega miðað við heildarbyggingarkostnað, cn var í fyrstu verkamannabústöðun- um, sem byggðir voru, má öllum ljóst vera, að þetta 1 eru einhver þau hagstæðustu kjör, sem um er að ræða fyrir húsbyggjendur nú á tímum, og er þess að vænta að bygging verkamannabústaða geti enn aukizt, eftir því sem bygging- arsjóðurinn eflist að fé. Hins vegar má á það benda að frá því að Alþýðuflokkurinn kcm fram lögunum um verkamannabú- staði, hefur ekki aðeins verið stefnt að því, ap greiða fyrir t byggingum verkamannabústaða víðsvegar um landið heldur hefur hið opinbera, bæða ríki og bæ.iar- félög, sýnt aukinn skilnmg á þeirri nauðsyn, að hlaupa undir bagga með einstaklingum við í- búðarhúsabyggingar, með marg- víslegri lánastarfsemi og bættri aðstöðu. Þannig hafa lögin um verkamannabústaði raunar öbein- línis gegnt tvöföldu hlutverki, og leitt af sér auknar íbúðabygging- ar aðrar en sjálfa verkamannabú- staðina. Það ber því einnig að hafa í huga, þegar lögin um verka- mannabústaði eru til umræðu, að þau eru fyrsti vísirinn að þeirri þróun sem síðar hefur orðið í byggingamálum almennings liér á landi — þeirri þróun sem vafa- laust getur enn aukist mjög til hagræðis fyrir einstaklingana, meðal annars með lengri lánstíma byggingarlána, eða allt upp í 60- 90 ár eins og víða tíðkast þar sem jafnaðarmenn stiórna eða hafa lengi mótað stjórnarstefnuna, eins og t.d. á Norðurlöndum. — 1. júní 1963 9 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.