Alþýðublaðið - 01.06.1963, Page 16

Alþýðublaðið - 01.06.1963, Page 16
Vorsíldin brást- sumarsíldar beðið VORSÍLDVEIÐAKXAR fyrir Suð «r- og Vesturlandi virðast Jiafa verið með allra lakasta moti nú 4 þetta sinn. Ilafa um 60—70 bátar fiiundaö síldveiðar allt fram að £essu, en aðeins þriðjungur þeirra fengið afla svo teljandi sé. Margir ítiafa ekki komizt á blað. Aftur á Aaóíi hafa einstaka bátar verið til tolulega heppnir og fengið ágæt Htöst. Gæftir hafa verið misjafnar; Síldin hefur verið misjöfn að gteðum, en mest af lienni hefur farið í vinnslu. Aðallega hefur liennar orðið vart norðvestur af Akranesi, um 30 mílur út af Sel- VOgsbanka og svo á Krísuvíkur- hrauni, en þar hefur hún ekki veiðst vegna þess að straumuv er svo sterkur, að bátarnir ráða ekki við næturnar. Slasaðist á fæti ÞAÐ slys varð í Hafnarfirði í gær morgun, að piltur að nafni Ragnar Sigurðsson, sem var að vinna um borð í togaranum Júní slasaðist á fæti. Slysið bar að með þeim liætti, að fótur hans varð á milli stoðar í lest og trogsins, sem fisk- urinn er hífaður upp með. Meiðsl- in munu ekki vera alvarleg. KR sigraði Fram 5 :1 SÍÐASTI leikur Reykjavíkurmóts ins fór fram á Melavellinum í gær kvöldi. KR og Fram kcpptu. KR sigraði með 5:1 (3:0 í hálfleik). Flestir þeirra báta, sem stund uðu síldveiði hérna fyrir sunnan land í vor, eru haldnir til heima hafna, sérstaklega bátar að vest an, austan og norðan. Eru þeir að búa sig á sumarsíldveiðarnar. .— Nokkrir bátar sunnanlands eru nú þegar tilbúnir undir sumarsíld- veiðamar, og eru þeir að veiðum í Flóanum, þar til þær hefjast. Akveðið hefur verlð að síld- arleit norðanlands hefjist um 10. júní. Munu sennilega þrjú skip Ieita síidar, auk síldarleitarflug vélar frá Akureyri. Mua Fanney leita síldar eins og undanfarin ár, en einnig hefur vélbáturinn Pét- ur Thorsteinsson verið leigð'ur til leitar. Sennilegt er og, að Ægir muni eitthvað verða fyrir norð- an Iand á miðunum yfir síldveiði 'tímann, en á honum eru fiskifræð ingar eins og kunnugt er . Þegar er hafinn undirbúningur til að annast móttöku síldarinnar á helztu löndunarstöðvum norðan lands, svo að allt verði t/lbúið, þegar sildin er væntanleg um miðjan næsta mánuð. BANKINN, ÞAÐ ER ÉG! HINUM sameigmlegu framboðsfundum flokkanna á Vest- fjörðum er nú lokið. Síðasti fundurinn var haldinn á ísafirði og gerðust þá þau tíðindi, að Bjarni Guöbjörnsson, bankastjóri, frambjóðandi Framsóknarflokksins tileinkaði sér hin frægu ummæli Lúðvíks 14. konungs með viðeigandi breytingu. Ríkiö það er ég, sagöi Lúðvík 14. En innihaldið í ræðu Bjarna Guð- björnssonar, bankastjóra var: Bankinn það er ég. Bjarna Guðbjörnssyni fórust orð eitthvað á þessa leið: Allir, sem eru í framboði biðja ykkur um atkvæði og það gerl ég auðvitað líka. Ég þori óhræddur að leggja undir ykkar dóm, kjósendur, framlag mitt tU atvinnuppbyggingar á Vestfjörðum þau 13 ár, sem ég hef verið búsettnr hér, saman borið við framlag Sigurðar Bjarnasonar til þeirra hlnta. Þetta bið ég ykkur að muna, þegar þið gangið að kjörborðinu. Þessi ummæli Bjarna Guðbjörnssouar, bankastjóra, gengu fram af mönnum á fundinum. Hann getur ekki hafa átt vlð neitt annað en lánveitingar Útvegsbankans er hann ræddi um fram- lag sitt til atvinnuuppbyggingar á Vestfjörðum, þar eð ekkert hefur hann persónulega lagt fram. Samkvæmt því telur þessi frambjóðandi Framsóknar, að þeir sem lán fá úr Útvegsbankan- um á ísafirði eigi að lita á þau lán sem persónulegt framlag Bjarna Guðbjörnssonar! Munu þess engin dæmi að opinber em- bættismaður hafi gengið svo fram af mönnum í málflntningi fyrir kosningar sem þessi frambjóðandi Framsóknar. R DAUÐVONA VATÍKANINU, 31. maí (NTB) — Klukkan 19,24 í kvöld, eftir ís- lenzknm tíma, var tilkynnt í Vatí kaninu, að Jóhaimes páfi 23. hefði misst meðvitund og óttazt væri, að hann kæmist ekki til meðvitund ar aftur. Ea: ástpnd páfa talið mjög alvarlegt. Hann mun hafa fengið lífhimnubólgu og þjást mik ið, en hins vegaf var púlsinn og hjartastarfsemin algerlega cðli- leg fram eftir degi og hann hafði meðvitund. Var honum sjálfum al- veg ljóst, hve alvarlegt ástandið var. Vonir manna um að páfa kynni að batna eru nú alveg btofnar eft ir hin alvarlegu tíðindi í dag. Mik il-1- mannfjöldi var á Sankti Pét- urstorgi í dag, er fréttin barst, en um víða veröld hafa kaþólskir Framhald á 3. síðu. Við drögum 7. júní um Volkswagenbif- reið og fimm 1000 króna aukavinninga! Hver efcur í HAB-bílnum i sumarleyfinu? i j______________;__________.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.